Vikan


Vikan - 24.04.1968, Síða 7

Vikan - 24.04.1968, Síða 7
r gripið um sig hér á landi. En ég vona að það geri það aldrei. Ég kveð þig að sinni. Ein gamaldags. Satt er það, Bonnie og Clyde voru engir fyrir- myndarunglingar. Gjör- vallri bandarísku þjóðinni stóð víst ógn af þeim á sínum tíma. En það er eins og æska nútímans, sem hefur allt til alls, sæk- ist eftir öllu því, sem er nógu afbrigðilegt, æðis- gengið og krassandi. Tízk- an teygir anga sína út á yztu annes og eyjar, svo að það er lítil von til þess, að Bonnie-æðið berist ekki hingað til lands. Við skul- um vona, að íslenzkir ung- lingar api eftir Bonnie og Clyde -— hið ytra en ekki hið innra. ALLTAF FÆKKA AUMRA SKJÓL . . . Ágæti Póstur! Alveg er það makalaust hvað sumt fólk getur rif- izt og pexað og þráttað og þrætt — jafnvel þótt það hafi rangt fyrir sér. Mig langar til að biðja þig að hjálpa mér að sanna mitt mál. Ég lenti í harkalegri rimmu við kunningja mína um það, hvort eftirfarandi vísa sé eftir Matthías Joc- humsson eða Þorstein Er- lingsson. Ég held fram hinu síðarnefnda og þarf raunar ekki að spyrja, því að ég er alveg sannfærður um að vísan er eftir Þor- stein Erlingsson. En ég á ekki ritsafnið hans og hef því ekki getað sannað mitt mál. Vísan er svona: Alltaf fækka aumra skjól, alltaf lengjast nætur; kvöl er hvað þú, kæra sól, kemur seint á fætur. 1 Góði Póstur! Afgreiddu þetta bréf með hraði. Ég hlakka svo til að sjá fésin á helvítonum, þegar þeir sjá það svart á hvítu, að ég hef haft rétt fyrir mér. Með fyrirfram þakklæti. Vísnakarl. Jú, þú hefur sem betur fcr rétt íyrir þér. Þetta er fyrsta erindið í Skamm- degisvísum eftir Þorstein Erlingsson. Hvað var lagt mikið undir? STJÖRNUHRAP. Kæri Póstur. Þar sem ég hef oft séð að þú leysir vel úr vandræð- um fólks, daft mér í hug að ef til vill myndir þú reynast mér hjálplegur við að ráða draum sem mig dreymdi fyrir nær því þremur mánuðum. Ég hef nefnilega alltaf heyrt að maður gæti ósk- að sé ef maður sæi stjörnu- hrap. Kannski er þetta bara gömul trú, en hvað sem því líður, þá hef ég í þrjú og hálft ár, alltaf óskað þess sama þegar ég hef séð stjörnuhrap. Og nú ætla ég að segja þér drauminn, í þeirri von að þú verðir mér hjálpleg- ur. „Það var haustkvöld, ég stóð á tröppunum heima hjá mér, uppi í sveit og horfði á stjörnubjartan himininn, þá sá ég að í suð-vestri hrapaði mjög stór og skær stjarna og fylgdu margar litlar á eft- ir. Og ég óskaði mér þess sem ég óska alltaf. Svo hurfu stjörnurnar niður fyrir sjóndeildarhringinn, en komu í stórum boga upp á himininn aftur og stöðvuðust á sama stað og þær byrjuðu að hrapa.“ Kær kveðja, Sigrún. Yfirleitt táknar stjörnu- hrap, jafnt í draumi sem veruleika, dauðsfall, veik- indi eða óhamingju af ein- hverju tagi. Einnig er það gömul trú, að maður megi óska sér, ef maður sér stjömuhrap. Miklu er samt algengara, að stjömuhrap sé ills viti en góðs. Það er því hætta á, að draumur þinn tákni veikindi eða citthvert mótlæti, en von- andi er það ekki neitt al- varlegt. HÚSGAGNABÓN GOLFÁBURÐUR kasko SJÁLPGLJÁANDI GÓLPÁBURÐUR HF. HREINN [A /1 /^vfr^ ír^il SKARTGRIPIR y V/U^r^Li^ SIGMAR & PÁLMI Hverfisgötu 16A, sími 21355 Laugaveg 70, sími 24910 __________________________:___________) i«. tbt. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.