Vikan - 24.04.1968, Side 12
STEFNIIMÓT
WD
FORTÍDINA
Smásaga efflir
BJÖRN SAUEN
Nú átti hann aö fá að
sjá Noreg aftur, eftir
rúmlega tuttugu ára
dvöl í Ameríku. Þeir
voru ekki líkir hvor
öðrum, - ungi hræddi
stúdentinn sem flýði
land á stríðsárunum,
og þessi dugnaðar-
legi ameríski fram-
kvæmdastjóri. Raunar
var það gott, því að
það gat skeð að hann
hitti Marit.........
12 VIKAN 16-tbl-
Fugþernan spurði vingjarnlega
ó ensku hvort hann vildi ekki
appelsínusafa, — eða kannski
hann vildi heldur tómatsafa?
— Tómatsafa, svaraði hann ó
norsku, og hann sá að hún varð
dálítið skömmustuleg.
— Eg er ekki vön að láta mér
skjátlast svona, sagði hún. — I
þessu starfi eigum við nokkurn
veginn að geta séð út þjóðerni
farþeganna, en þér eruð mjög
amerískur í útliti.
Já, það var ekki svo undar-
legt að henni hefði skjátlazt í
þessu tilfelli, og hann sagði það
við hana. Það voru rúm tuttugu
ár síðan hann yfirgaf Noreg.
Þá var hann tuttugu og eins
árs, nú var hann kominn yfir
fertugt, hárið var farið að grána
og föt hans voru sniðin eftir nýj-
ustu tízku í Ameríku.
— Ég hefi líka skoðað far-
þegalistann, flýtti hún sér að
segja, — og ég sé að þér eruð
Frederick Wilkens, yfirverkfræð-
ingur frá Seattle. Það var ekki
svo auðvelt að gizka á að þér
væruð Norðmaður.
Hann hló. Hún hafði sannar-
lega á réttu að standa. Fyrir tutt-
ugu árum var hann lagastúdent
í Osló. Þá hét hann Frederik
Wilhelmsen. Þannig gengur það
oft til, — eitt líf, en tveir ólíkir
heimar ....
Hann leit niður á Norðursjóinn
og varð hugsi. Hann lét sig
dreyma tuttugu ár aftur í tím-
ann.
Það voru sextán manns um
borð í litlu skútunni, sem plægði
öldur Norðursjávarins, það var
þung undiralda, þótt hásumar
væri. Skútan var lítil og veik-
byggð, og bar ekki nema átta
manns, átta í viðbót var helm-
ingi of margt. En mennirnir um
borð tefldu um líf og dauða. Það
var eins gott að bjóða örlögun-
um byrginn úti á hafinu eins og
inni við hernumda ströndina.
Þeir sátu þétt saman á þilfar-
inu, töluðu fátt, enda höfðu þeir
allir nóg með sínar eigin hugs-
anir. Nóttina áður höfðu þeir
lagt upp frá litlu fiskimanna-
þorpi á vesturströndinni. Nóttin
var hættulega björt. Þeir voru
bæði hræddir og yfirspenntir,
þegar skútukrílið renndi sér út
úr mjóu fjarðarmynninu, en að
lokum höfðu þeir yztu klettana
að baki sér. Yrðu þeir gripnir
var úti um þá.
Hann hallaði sér aftur á bak
í þægilegu sæti flugvélarinnar,
og lét hugann reika um hálf-
gleymdar minningar frá liðnum
dögum. Ef til vill voru öldurnar,
sem hann sá langt fyrir neðan
sig, sömu öldurnar sem litla
skútan hafði með miklum erfið-
leikum plægt þá.
Hann hafði hallað sér upp að
stýrishúsinu mestan part leiðar-
innar. Hann var yngsti maður-
inn um borð og hann skalf af
hræðslu, en hann þorði ekki að
lata Dera á því. Þessvegna fannsr
honum það óþægilegt, ef ein-
hver talaði til hans. Röddin gat
komið upp um hann, óhreint
andlitið og úfið skeggið hefði
aldrei getað leynt því, Nú vissi
hann að allir hinir voru jafn
hræddir og hann sjálfur, og all-
ir mændu þeir út í sjóndeildar-
hringinn og horfðu vökulum aug-
um á hafflötinn. Lítill depill í
fjarska gat verið farkostur óvin-
anna og fjarlægur dynur í lofti
flugvélar þeirra.
En smám saman róaðist hann
og hann fann að andrúmsloftið
varð léttara.
Þá dró hann úr vasa sínum
myndina af Marit, sem hún hafði
gefið honum síðasta kvöldið sem
þau voru saman.
Þau Marit höfðu opinberað
trúlofun sína hálfu ári áður, á
gamlárskvöld, og þau voru á-
kveðin í því að gifta sig um
sumarið 1941.
Marit og foreldrar hennar voru
allt vorið að undirbúa giftingu
þeirra, en hann sat öllum stund-
um á háskólabókasafninu og las
lögfræði. En hann var ekki bú-
inn að jafn sig eftir bardagana
árið áður, þegar hann slóst í
för með litlum hóp manna, sem
barðist á vesturströndinni og fór
síðan yfir erfiðan fjallveg í
hríðarbyl, til að sameinast þeim
litla hluta norska hersins, sem
-ennþá hélt velli. En það var of
seint, herinn neyddist til þess að
gefast upp. Fram eftir vori, árið
1941, var hann virkur meðlim-
ur í andstöðuhreyfingunni, en fé-
lagar hans voru gripnir, einn af
öðrum, og hinir fengu skipun um
að koma sér undan, hvað sem
það kostaði.
Með mestu leynd gat hann
hitt Marit tvisvar sinnum, áður
en hann fór. Síðara kvöldið sátu
þau í kjallaranum undir húsi for-
eldra hennar, og þau voru við-
stödd. Marit grét og vildi endi-
lega að þau giftu sig áður en
hann færi. Sjálfur átti hann enga
heitari ósk en að kvongast henni,
en hann gat ekki annað en sam-
þykkt það sem faðir hennar
sagði, að þau væru neydd til
að bíða, þangað til stríðinu væri
lokið; það gæti verið hættulegt
fyrir hana að vera konan hans,
eftir að hann hafði flúið. Þetta
var auðvitað staðreynd sem hann
varð að beygja sig fyrir.
— Vertu kyrr hjá foreldrum
þínum Marit, og bíddu mfn,
sagði hann.
— Það verður miklu skemmti-
legra að halda brúðkaup þá,
þegar maður er laus við myrkv-
unartjöld og trampið í hermönn-
unum á gangstéttunum, sagði
faðir Maritar. Svo bætti hann
við, eins og til að létta okkur
þessa stund: — Við verðum að
halda okkur í skefjum, meðan
þetta ástand helzt, það getur
ekki verið nema um nokkrar vik-
ur að ræða, þar til Frederik er
kominn heim aftur ....
Marit gat ekkert sagt, hún
grét ....
Eftir því sem hann gat frek-
ast munað, eftir allan þennan
tíma, sáu þeir land næsta dag.
Hann mundi líka að einn mann-
anna hafði misst bakpokann sinn
í sjóinn og allir hlógu. Hvað
var einn bakpoki á slíkri stund?
Nokkrum tímum síðar komu þeir
að klettóttri strönd — það var
það fyrsta sem þeir sáu af Skot-
landi, og eftir það urðu þeir
kærulausari við stjórn skútunn-
ar. Um það bil hundrað metra
frá landi, rákust þeir á blind-
sker og rifu gat á kinnunginn.
Skútan sökk og allar eigur þeirra
fáru í sjóinn, en það skipti ekki
svo miklu máli. Þeir voru hinir
kátustu, þegar þeir stungu sér
til sunds, og nokkrum mínútum
síðar stóðu þeir á ströndinni og
veifuðu í áttina þangað sem
farkostur þeirra hvarf.
Þá varð hann var við að
myndin af Marit var ekki leng-
ur í vasa hans, hún hafði runnið
úr vasa hans á sundinu. — Það
gerði hann órólegan, honum
fannst það ekki spá góðu.
Og stríðið stóð líka lengur en
nokkra mánuði. Hann gerðist
norskur liðsforingi í Skotlandi og
síðar höfuðsmaður. Hann tók
þátt í innrásinni í Normandie
sem höfuðsmaður. En þar áður
hafði hann verið við æfingar í
norsku herbúðunum í Skotlandi.
Það var ósköp tilbreytingarlaust
og leiðinlegt líf og Marit var
stöðugt í huga hans. Hann skrif-
aði henni mörg bréf á viku, en
það var tllgangslaust að senda
þau, svo hann stakk þeim í bréfa-
möppur, sem fljótt urðu úttroðn-
ar.
Það vantaði ekki freistingar
fyrir norsku hermennina í Skot-
landi. En hann sagði alltaf nei,
þegar félagar hans báðu hann
um að koma með til að skemmta
sér með „svaka skvísum"..........
Marit var stöðugt i huga hans,
hvern einasta dag, — hverja ein-
ustu stund. Hann hafði lofað að
gleyma henni ekki, og það lof-
orð ætlaði hann að halda.
Loksins fengu þeir leyfi til að
taka þátt í stríðinu í Normandíé.
Þeir voru kallaðir grænu djöfl-
arnir, þeir voru með grænar húf-
ur, sömu tegundar og rauðu húf-
urnar, sem Monty-hersveitirnar
báru, og honum fannst þeir bíta
vel frá sér. En þeir urðu líka
fyrir mikiu manntapi, fyrsta dag-
inn lágu margir dauðir og særð-
ir á vígvellinum. Hann var einn
hinna særðu, og lá upp við lít-
inn klett á ströndinni. Hann var
töluvert særður á báðum fótum
og bakinu, eftir sprengjuregn.
Hann mundi ekkert eftir því
sjálfur, hann fékk ekki með vit-
und fyrr ei hann vaknaði eftir
skurðaðgerð í notalegri sjúkra-
stofu í Portsmouth. Þar lá hann
í fjóra mánuði, áður en læknarn-
ir gátu skorið úr um veikindi
hans og sagt honum þau gleði-