Vikan


Vikan - 24.04.1968, Qupperneq 13

Vikan - 24.04.1968, Qupperneq 13
tíðindi að hann yrði ekki lam- aður. Það var ung, m|ög lagleg h|úkrunarkona, Jane að nafni, sem hjúkraði honum mjög vel allan tímann. Hún var frá Color- ado og talaði amerísku með mjög skemmtilegum hreim. Þau urðu mjög góðir vinir og voru mikið saman, þá tvo mán- uði sem hann varð að vera inn- an veggja sjúkrahússins. Jane var einstök gagnvart honum, og þótt hann ekki vildi viðurkenan það fyrir sjálfum sér, þá voru það meira en vináttu- bönd, sem tengdi þau saman. Kvöld nokkurt sátu þau á svöl- unum og nutu útsýnis yfir sund- ið, sem gáraðist í vorgolunni. Jane átti frí og hafði farið ( Ijósbláan kjól, töfrandi tunglskin- ið glitraði f Ijósu hári hennar. Hún hallaði höfðinu upp að öxl hans. — Eg kem til með að sakna þín mikið, sagði hún. Hann strauk hár hennar, blítt og var- lega, það vakti með honum nota- legar tilfinningu. Augu hennar voru vot af tárum, en rödd henn- ar var róleg, þegar hún spurði: — Hvað heitir hún? Hann kippti að sér hendinni. — Marit. — Marit, endurtók hún. — Það er fallegt nafn, miklu fallegra en Jane. — Jane er fallegt nafn, sagði hann. Hún gat ekki lengur stjórnað sjálfri sér, hún kastaði sér um háls hans og sagði lágt: — Fred, ég elska þig . . . Hann dró hana til sín, án þess að segja nokkurt orð. Hann átti henni svo mikið að þakka, Jane hafði gert svo mikið fyrir hann. Hún hafði gefið honum sálarstyrk, þá honum reið mest á, og læknarnir höfðu sagt hon- um að ekkert gæti bjargað hon- um nema sterkur vilji hans sjálfs. Hann þrýsti henni að sér og tal- aði til hennar á tungumáli, sem hún ekki skildi, en skildi þó. En Marit beið heima. Þannig hlaut það að vera. Nú var að- eins um nokkrar vikur að ræða, það vissu allir. Flugþernan gekk um og bauð sfgarettur. Hún mundi eftir því að tala norsku í þetta sinn, og hún deplaði augunum dálftið stríðnislega, þegar hún kveikti f sfgarettunni hans. —■ Eftir þrjú kortér lendum við, það er dá- samlegt flugveður. Hann kinkaði kolli og hún hélt áfram, og augu hans hvfldu aftur hugsandi á óendanlegum haffletinum fyr- ir neðan. Honum fannst það nokkuð undarlegt að sitja hér í flugvélinni og minnast þeirra atburða, sem skeðu fyrir tuttugu árum. Hann var fyrir löngu kom- inn inn í aðra veröld, harða og miskunnarlausa veröld, þar sem Framhald á bls. 36. j : í.j ..■y ; ■ : i6. tbi. VIKAN 13

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.