Vikan - 24.04.1968, Side 17
ANDRÉS INDRIÐASON
NÝ BÍTLAPLATA
Fyrsta tveggja laga hljómplata Bítlanna á ár_
inu 1968 kom út 15. marz síðastliðinn, og enn
sem fyrr komu Bítlarnir á óvart. Titillag
plötunnar er „Lady Maddonna“ eftir Lennon
og McCartney — og það er Paul, sem syng-
ur — en ekki Ringó, eins og margir virðast
halda! Margir þekktir jazzleikarar komu við
sögu, þegar þetta lag var tekið upp, þar á
meðal hinn þekkti tenórsaxófónleikari Ronn-
ie Scott. Hitt lagið á plötunni er „The Inner
Light“ eftir George Harrison og syngur hann
lagið sjálfur. Undirleikur þessa lags var að
mestu leyti tekinn upp í Indlandi, og var það
gert í febrúar sl. þegar George var staddur
í Bombay, þar sem hann var að semja tón-
list fyrir nýja kvikmynd, sem nefnist „Wond-
er Wall“. Þess má geta, að þetta er í fyrsta
sinn, að lag eftir George er á tveggja laga
plötu frá Bítlunum. Lög Georges hafa jafn-
an verið á hæggengu plötum Bítlanna. Ge-
orge leikur sjálfur á eitt hinna austurlenzku
hljóðfæra í þessu lagi -— en hinir Bítlarnir
koma þar hvergi nálægl að því slepptu, að
John og Paul gefa frá sér hljóð við og við
bakatil við söng Georges. Bæði lögin á þess-
ari nýju hljómplötu Bítlanna eru ný af nál-
inni og voru samin í febrúar.
George Harrison samdi lagið „The Inner Light‘*. —
Indverskir hljóðfæraleikarar annast undirleik, og
hér sjáum við George og einn hljóðpípuleikarann.
Gary Walker, sá er á'ð'ur var trymbill söng-
tríósins Walker Brothers, hefur nú stofnað
nýja hljómsveit og heitir sú Gary Walker
and tlie Rain. Þessi nýstofnaða hljómsveit
hefur nú sent frá sér sína fyrstu plötu og
heita lögin á henni „Spooky“ og „I can‘t
LÆRIS KLOKKA
Maxi-úr nefna úrsmiðir á írlandi klukkur
eins og þær, sem við sjáum við fótlegg stúlk-
unnar á myndinni. Það fylgir sögunni, að
ekki sé fráleitt að ætla, að slíkar klukkur
muni verða vinsælar á tímum pínupilsanna.
Sagan greinir hins vegar ekki frá því, hvort
stúlkunni finnist það hagræði að hafa klukk-
una á þessum stað. Það er þó nokkur bót í
máli að klukkan slær á klukkutíma fresti og
gefur til kynna, hvað tímanum líður. — Já,
tízkan lætur ekki að sér hæða — a. m. k.
ekki í Belfast, þar sem þessi mynd var tekin.
Paul og Ringó í upptökusal.
stand to lose you“. Meffan Gary söng meff
Walker Brothers þótti honum fremur súrt í
broti aff sitja viff trommumar í skugganum
fyrir aftan félagana sína tvo, sem ætíff voru
í sviffsljósinu. Walker Brothers nutu gífur-
legra vinsælda meffan þeir voru og hétu, og
þaff kom mörgum á óvart, aff þeir skyldu
liætta, þegar frægffarsól þeirra var hæst á
lofti. Sagt er, aff þeir hafi ekki þolað alla
upphefðina og oft átt í hatrömmum deilum
sín á milli. Hljómsveitinni Rain er spáff vin-
sældum enda lifir Gary enn á forari frægff
og á álitlegan hóp fylgjenda, sem kaupa munu
plötur hinnar nýju hljómsveitar hans.
★
Paul McCartney samdi iag fyrir Ciliu Black, sem
hún söng í sjónvarpsþætti sínum í brezka sjónvarp-
inu. Ilér æfa þau lagið.
i6. thi. VIKAN 17