Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 20

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 20
 ■ r : &X.A- '■p y ý Sgíí . ;< Omt oo I Svípmyndir af í þessum mánuði eiga íslenzkir ungtemplarar tíu ára afmæli. Starfsemi samtakanna hefur vaxið stórlega síðustu árin. — Um tíu félög eru nú starfandi á landinu og eru félagsmenn um 1500. Elzta félagið er Hrönn í Reykjavík, sem stofnað var 1958, en flest eru félögin stofn- uð á árunum 1965—1967. ÍUT eru samtök æskufólks, sem arsafmæli Hrannar Skemmtiatriöi Siglufirði. Fyrir þremur árum fóru íslenzkir ung- templarar til Færeyja og voru þar á Ólafsvökunni. Þessi mynd er tekin í þeirri ferð. Tveir fánaherar standa fyr- ir utan þinghúsið í Færeyjum og bera íslenzka fánann og fána ungtemplara. Til vinstri er Sveinn Skúlason, nú- verandi formaður ungtemplarafélags- ins ílrannar í Reykjavík og til hægri er Karl Jeppesen. Svipmynd úr ferðalagi á vegum Árvaks í Keflavík. Ungtemplari gæðir sér á pylsu — og að sjálf- sögðu drekkur hann mjólk með. Ungtemplarafélagið Árvakur í Keflavík starfar af miklu fjöri. Félagið hefur til dæmis tekið að sér að annast alla æskulýðsstarf- semi fyrir Keflavíkurbæ. Hér eru forustumenn félagsins á skrifstofu sinni, Valdór Bóasson og Sævar Halldórsson. Ungtemplarar halda öðru hverju systrakvöld. Á einu slíku, sem Hrönn í Reykjavík hélt, voru allir látnir ganga ineð smekki með málsháttum á. Á systrakvöldum er jafnan mikið úrval af dýrindis kökum og etur hver sem betur getur. — Á eftir er svo uppvaskið og strákarnir rétta stúlkunum hjálparhönd — æfa sig fyrir framtíðina. 20 VIKAN 16-tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.