Vikan - 24.04.1968, Qupperneq 22
Hin fótæka, afríska fjölskylda með steininn, sem breytti örbirgð ( allsnægt. Þeirra hlutur var um sjö og hálf milljón króna!
TORFÆRAN MILLI ÖRBIRGÐAR OG ALLSNÆGTA ER EKKI ALLTAF HÁ. STUNDUM EKKI
STÆRRI EN VENJULEG GOLFKÚLA. SAMT ER HÚN ALLT OF MÖRGUM ÓKLEIF.
Réttu ári áður en hægri umferð
verður upp tekin á Islandi,
26. maí 1967, var Petrus
Ramoboa, fjörutíu og fimm ára
gamall svartur bóndi fótgangandi
á leið heim til sín í Letseng le-
Terae frá Maseru, höfuðborg litla
konungdæmisins Leshoto (áður
brezka nýlendan Basutoland). Hann
varð að fara þetta gangandi þv(
hann átti ekki nema fáeina skild-
inga í vasanum; hann lét sig ekki
muna um það enda slíku vanur
frá fyrri tíð, þrátt fyrir vonda færð
og veður, en Letseng er í 3000
metra hæð og snjór og frost eru
ekki áalgengt veðurfar þar, meira
að segja yfir sumarmánuðina.
Já, Petrus hafði mörg sporin að
baki á þessari leið, síðan hann
hætti búskap og tók að leita
að demöntum. Ef hann fann eitt-
hvað, var ekki um annað að ræða
en arka með það til Maseru til að
selja það. Og oft hafði hann haft
minna í vasanum en núna, hann
var með jafngildi 200 íslenzkra
króna. Það var ekki sem verst.
Sama kvöld sat kona hans, Er-
nestine, heima við hreysið og
þvoði uppgröftinn eftir dag-
inn. Hún hefði ekki haft neitt á
móti því að þiggja hjálp einka-
dóttur þeirra hjónanna, Martu, en
þetta 19 ára stúlkubarn lá veikt
og ósjálfbjarga inni í hreysinu, hún
var með skemmd í fótum og heyrn-
arlaus. Svo um það var ekki að
ræða, og Ernestine hélt áfram að
sigta og skola, og von bráðar rakst
hún á Ijósbrúnan stein, á stærð við
eldspýtustokk. Hún ætlaði að fara
að kasta þessum hnullungi, þegar
henni datt ( hug, að þetta væri
ekki venjulegur steinn. Hún tók að
virða hann vandlega fyrir sér. Og
smám saman varð hún alveg viss:
Þetta hlaut að vera demantur!
Þ
annig fannst sjöundi stærsti
demantur, sem sögur fara af
frá upphafi. Steinninn er nú
Maria Ramoboa mátar pels. Senni-
lega verður fundur steinsins henni
dýrmætari en nokkrum öðrum.
Þegar steinninn var sýndur í New
York, var Ramoboa-f jölskyldunni
boðið þangað. Hún vakti mikla at-
hygli í beztu sparifötunum sínum.
22 VIKAN 16-tbl'