Vikan


Vikan - 24.04.1968, Síða 24

Vikan - 24.04.1968, Síða 24
TILINGRA SIHKKA Flestar ungar stúlkur dreymir um hveiti- brauðsdaga í rómantísku umhverfi. Þær hafa ef til vill einhverja hugmynd um sól og heiðskíran himin, tónlist í tunglskini . . . Þetta verða oft eins og óljósar leikmyndir, þar sem ástin leikur aðalhlutverkið. Það er kannski ekki svo nauðsynlegt að hafa glæsilegar leikmyndir, ef annað fer eftir eftirvæntingunni. Nú er heldur ekki um óljósar hugmyndir að ræða, unga stúlkan vonast eftir því að allir draumar hennar rætist. Draumar sem hún hefur lesið um, heyrt um og séð í kvikmyndum.... Slíkir draumar geta orðið til þess að hveiti- brauðsdagamir verði ekki eins fullkomnir og vonir standa til. Það er aldrei hægt að kynferðishlið ástalífsins verði eins fullkom- in og unga stúlkan hafði ímyndað sér. Ef hin ungu hjón taka þetta til athugunar, og gera sér ekki of háar hugmyndir um full- komna hamingju, en reyna að gera sér ljóst, að á þessu sviði, eins og öðrum sviðum lífs- ins, er ekki hægt að ætlast til að allir draumar rætist, — þá held ég að ég hallist að því að þau hafi öll skilyrði til að njóta frídaganna; það er að segja ef þau eru alveg sammála um að þau langi bæði jafnmikið til þess að fara í brúðkaupsferð, vera út af fyrir sig, langt í burtu frá vinum og kunn- ingjum. ... Ég hef gert skoðanakönnun hjá nokkuð fjölmennum hóp, og spurt ungar stúlkur hvort þær álitu brúðkaupsferð ákjósanlegt upphaf hjúskapar. 92% af stúlkunum horfðu á mig, eins og til að sjá hvort ég væri alls- gáð, að láta mér detta í hug að spyrja um svo sjálfsagðan hlut! Þær gátu ekki hugsað sér neitt eins dásamlegt eins og að fara í brúðkaupsferð með unga manninum sínum, jafnvel þótt þau hefðu ekki ráð á meiru en helgarferð. 4% höfðu engan sérstakan áhuga á brúð- kaupsferð og síðustu 4%-in vildu alls ekki fara í neina brúðkaupsferð. 24 VIKAN 16 tw- Orðum mínum beini ég því ekki til þessa litla hóps. Ég skrifa þessa grein með tilliti til unga fólksins, sem langar til að fara í brúðkaupsferð, og ég ætla að reyna að gefa þessu unga fólki einhver ráð, sem kannski gætu hjálpað til að forðast vandræði, hjálp- að þeim til að njóta frídaganna sem þau dreymir um. Fyrst ætla ég að taka fyrir óþægindi sem slík ferð getur haft í för með sér, og þau geta orðið mörg. Ég get að minnsta kosti vitnað í reynslu eldri hjóna, sem vita hvað þau eru að tala um. Setjum sem svo að ung hjón séu búin að leggja peninga til hliðar til að geta eytt hveitibrauðsdögum sínum á lúxushóteli er- lendis. Það er enginn vafi á því að svo framand- legt umhverfi getur orðið til þess að þau séu ekki eðlileg í framkomu sinni gagnvart hvort öðru. Hátíðlegar máltíðir og drykkju- peningagjafir í allar áttir geta orðið til þess að þau kynnast ekki venjum hvors annars. Hveitibrauðsdagarnir ættu að vera upphaf þess að ungu hjónin kynnist raunverulega daglegum venjum hvoi’s annars, hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar, venjum sem ekki er venjulegt að þau fái tækifæri til að kynna sér meðan þau eru aðeins trú- lofuð. En of mikil utan að komandi áhrif geta orðið þess valdandi að ungu hjónin koma heim úr brúðkaupsferðinni, jafn ókunn- ug hvort öðru og þau voru áður. Og annað er, að brúðkaupsferð sem farin er á gamlan, hefðbundinn hátt (en það er líklega orðið nokkuð sjaldgæft), getur orð- ið að hreinni martröð fyrir ungar og óreynd- ar manneskjur, jafnvel þótt þau séu fullviss um gagnkvæma ást, þá hafa þau á tilfinn- ingunni að allir viti að þau séu á brúðkaups- ferð, fólk sem sagt ætlast til að sjá hamingj- una ljóma af þeim. Það getur orðið til þess að ungu hjónin. verði miður sín og njóti ekki sem skildi hamingju sinnar. Svo er það líka raunhæfa hliðin. Það get- ur verið að annaðhvort eða bæði hjónanna hafi vinnu, sem þau geta ekki með góðu móti farið frá, en gera það samt, en hafa slæma samvizku. Það sama er að segja um brúðkaupsferð, sem farin er án þess að efni standi til. ... Það hefur komið fyrir stúlkur að þær verða skelfingu lostnar við tilhugsunina um það að verða einar með elskhuga sínum, þótt þær séu innilega ástfangnar. Þegar slíkt hendir, væri skynsamlegt af ungu hiónunum að reyna að fi'nna orsök til svo óeðlilegs ótta. Það gæti t. d. verið hræðsla við kynlífið, og það gæti líka verið að unga stúlkan væri hrædd um að missa sjálfstæði sitt og per- sónuleika. Ef hún í raun og veru er hrædd við kyn- lífið, (það er erfitt að komast að hinu sanna í því), getur það hent að hún verði aldrei hamingjusöm í hjónabandi! Og ef hún hefur andúð á því að aðlagast háttum manns síns, getur verið að hún elski hann ekki nógu heitt. Ég held að það séu ekki margar brúðir sem heyra undir þennan flokk, en þeim sem hafa einhverja tilhneigingu í þessa átt er það hollast að endurskoða hug sinn nógu snemma. Það er oft hægt að bjarga málum, ef hin raunverulega orsök vandræðanna finnst. .. . Nú er ég búin að tala um ýmislegt sem mælir á móti brúðkaupsferðum og hefð- bundnum hveitibrauðsdögum, og þá langar mig til að tala um það sem mælir með. Það er nokkurn veginn ljóst að ungar stúlkur, sem láta sig dreyma um brúðkaups- ferð og hveitibrauðsdaga, ímynda sér þessa fáu daga eða vikur sem paradís á jörð, og

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.