Vikan - 24.04.1968, Síða 28
,,Ef bróðir minn hefði verið ó lífi, væri stefna
okkar í Víetnam allt önnur," sagði Róbert
Kennedy 'í ræðu, þar sem hann gagnrýndi harð-
lega framkomu Bandaríkjamanna í Víetnam.
Hann sagði, að hún hefði grafið undan virðingu
Bandaríkjanna um allan heim.
Aldrei fyrr hafði nokkur maður, sem hefur
jafnmikil óhrif og Róbert Kennedy, farið svo
hörðum orðum um Johnson forseta. Róbert er
þeirrar skoðunar, að Johnson beri ábyrgð á þeim
óróleika og þeirri megnu óánægju, sem Víetnam-
stríðið hefur valdið í Bandaríkjunum sjálfum og
utan þeirra.
„Við ákváðum á sínum tíma að hjálpa Suður-
Víetnam til þess eins að þessi þjóð fengi að
ráða sjálf örlögum sínum. En viðhorfið gjör-
breyttist, þegar það kom í Ijós, að íbúar Suður-
Vietnam vildu ekki leggja nægilega hart að
sér til þess að varðveita frelsi sitt. Nú á svo að
heita, að við berjumst ( Vietnam til þess að
stemma stigu við kínverska kommúnismanum.
Þar með er orsök stríðsins komin út fyrir áhuga-
svið Bandaríkjanna," sagði Róbert Kennedy (
ræðu sinni.
Róbert hefur nú lýst því yfir, að hann gefi
kost á sér sem frambjóðandi við forsetakosn-
ingarnar í haust. Allir vissu, að takmark hans
í lífinu var að verða forsetf Bandaríkjanna og
taka upp merki hins látna og dáða bróður síns.
En hann hafði lýst því yfir, að hann stefndi að
því að ná kjöri 1972. Þess vegna kom það flest-
um á óvart, er hann tilkynnti, að hann mundi
leggja til atlögu við Johnson strax nú ( haust.
Það hefur ekki farið leynt, að samkomulagið
milli Johnsons og Róbert Kennedy hefur versn-
að með hverjum degi. Eftir ákvörðun Róberts um
framboðið og viðbrögð Johnsons við henni, má
segja, að uppúr hafi soðið milli þeirra.
John Kennedy sagði, að Róbert væri sá sterk-
asti í fjölskyldunni — og þessi ummæli hans
segja ekki svo lítið. Allir hafa þeir bræður ver-
ið óvenju viIjasterkir og keppt markvisst að því
að fá vilja sínum framgengt. John fékk svo
sannarlega sitt fram, ef hann þurfti á þvf að
halda. Sem dæmi um það er eftirfarandi saga:
SfÐARI HLUTI
FULLTRÚI NÝRRAR STEFNU NÝS TÍMA