Vikan


Vikan - 24.04.1968, Side 31

Vikan - 24.04.1968, Side 31
stolti: — Mamma er ástmær Frakklandskonungs, og ef hún er ekki orðin það ennþá verður hún það bráðum. Svo bætti hann við: t— Auðvitað er það alveg rétt. Hún er fallegasta konan 1 Fr.akk- landi. Eftir þessa hnífsstungu i bakið, áleit Joffrey de Peyrac betra að liáta drenginn einan um að rifja upp það sem hann vildi og þegar hann vildi, án þess að pressa upp úr honum upplýsingar. Af þeim upplýsingamolum sem bárust á þennan hátt gat hann raðað saman furðulegri mynd af Angelique í glæsilegum klæðum, af hetj- unni Florimond og du Plessis marskálki, þessum kuldalega hirðmanni sem Cantor var þó fremur hlýtt til, konunginum, drottningunni og krónprinsinum, sem Cantor reyndi eftir beztu getu að vernda með orðum og virtist mjög hlýtt til. Cantor mundi nákvæmlega eftir hverjum einasta kjól sem mamma hans hafði notað og gat lýst klæðaburði hennar og gimsteinum í nákvæmustu smáatriðum. Litli hirðsveinninn sagði einnig hræðilegar sögur af eiturmorðum og hórdómi. Af glæpum, sem framdir voru í dimmum skúmaskotum af öfuguggahætti og andstyggilegum undirferlum, en ekkert af þessu virtist hafa snortíð hann sjálfan. Hirðsveinninn lærði um lifið, þar sem hann héit uppi slóðanum á fína kjólnum og enginn veitti hon- um meiri athygli en hundi. En Cantor sagði að það væri meira gaman um borð í skipinu, heldur en í Versölum. Það hafði verið þessvegna sem hann ákvað að fara og finna pabba sinn. Florimond myndi koma lika, en Það yrði ekki fyrr en seinna. Það var eins og liann áliti óliklegt að Angelique myndi nokkriu sinni slást í hóp með þeim. Þannig atvikaðist það að Joffrey de Peyrac hafði gert sér mynd af léttúðarfullri móður sem skeytti engu um syni sína. Kvöid nokkur ákvað hann að leggja spurningu fyrir Cantor. Fyrr um daginn höfðu þeir lent í óeirðum við alsírskt skip, sem Mezzo-Morte, einn af verstu óvinum hans hafði sent til höfuðs honum, og Cantor hafði íengið skotflís í fótinn; Rescator stóð við rúm drengsins, þótt strákurinn væri að rifna af monti, því hann var sannur aðalsmaður oig löngúnin til að berjast var honum i blóð borin. Var ekki þessi drengur allt of ungur til að lifa grimmu ævintýra- líifi meðal hrjúfra manna? — Saknarðu ekki móður þinnar, drengur? Cantor hafði litið á hann með undrunarsvip. Svo dimmdi yfir hon- um og hann fór að tala um — súkkulaðidagana okkar — sem Peyrac átti erfitt með að skilja. — Á súkkulaðidögunum okkar, sagði hann, — hélt mamma oft á okkur. Hún færði okkur oft brauðsnúða á mor.gnana. Og við bök- uðum pönnukökur. Davíð Chaillou, eldhúsdrengurinn hélt á mér á háhesti og á sunnudögum fórum við öll til Suresnes og fengum okk- ;ur glas af hvitvíni —- ekki við af því við vorum svo ungir, heldur Maitre Bourjus og mamma .......... —• Það fannst mér gaman, en seinna, þegar við fórum að eiga heima í Beautreillis varð mamma að fara til hirðarinnar og þá við líka ..... svo þú sérð að súkkulaðidagarmr urðu að taka enda. Joffrey komst að því að Angelique hafði búið i Beautreillis, húsinu sem hann lét byggja handa henni. En hvernig hafði henni heppnazt að 'komast yfir það? Það vissi Cantor ekki. 1 Þegar allt kom til alls hafði Cantor yfrið nóg fyrir stafni á skip- inu og hann hafði ekkert gaman af að grufla yfir liðnum dögum. Það leið ekki á löngu þar tii Joffrey de Peyrac uppgötvaði sér- staka tónlistarhæíileika sonar síns og sönggáfu og hann var djúpt snortinn. Þótt hann sjálfur hefði misst röddina, tók hann aftur fram gítarinn og byrjaði að spila. Hann sarudi ballödur og sonnettur handa drengnum að syngja og kenndi honum um hin mismunandi hljóðfæri austurs og vesturs. Smám saman komst hann að þeirri niðurstöðu að hann yrði að senda hann á skóla í nokkra mánuði, annað hvort til Feneyja eða Palermo á Sikiley, sem vegna þess að það var eyja, var miðstöð sjóræningja. Cantor var gersamlega menntunarlaus. Hann gat varla lesið eða skrifað, kunni tæplega að telja og vera hans við hirðina og sem sjóræningi, hefðu gert honum margt gott; hann var mjög flinkur i skylmingum og kunni að fara með segl; framkoma hans var kurteis- ileg og hann kom vel fyrir; þrátt fyxir allt þetta áleit faðir hlans að þessir eiginleikar væru gersamlega ófuilriægjandi í sjálfu sér. Cantoi- var á engan hátt latur og hann lagði sig fram um að læra. En þeir kennarar sem hann hafði haft, höfðu ekki haft lag á að örva raunverulegan áhuga hans fyrir náminu, vafalítið vegna þess að þeir höföu boðið honum of þurran og líflausan lærdóm. Hann samþykkti til þess að gera fyrirhafnarlítið að fara í skóla í Palermo, til Jesúítanna, sem höfðu gert borgina að mikilli menningarmið- stöð. Á ströndum þessarar eyjar vottaði enn fyrir grískri menningu sem á sextándu öld hafði mótað huga; og skapgerð svo margra sannra manna. Reseator hafði aðra ástæðu til að senda son sinn burtu á örugg- ari stað og leyfa honum ekki að deila með sér örlögum um sinn, því hann lifði mjög hættulegu lífi, sem vel hefði getað valdið barninu skaða. Fyrst varð hann að eyða aðalóvini sínum og til Þess varð hann að grípa til allra tiltækra ráða, frá hernaði til stjórnmálalegra að- gerða, til að knésetja þá í eitt skipti fyrir öll. Einu sinni höfðu þeir leitað hafnar í Túnis og iá við að Cantor hefði fallið i hendur út- sendurum Mezzo-Mortes, flotaforingja alls Alsír, þeim satistíska kyn- villingi, sem gekk með stórmennskuhrjálæði og gat ómögulega fyrir- gefið Rescator að hann skyldi rýra áhrif hans á Miðjarðarhafinu. Hefði Mezzo-Morte heppnazt að stela barninu hefði Rescator verið illa settur. Hvaða verð hefði verið of hátt, til að fá aftur heilu og höldnu barnið, sem honum þótti svo óumræðilega vænt um. Ást þeirra á tónlist dró þá saman, en Cantor heillaði hann líka með. öðrum atriðum persónuleika síns, sem minntn hann óhjákvæmi- iega á Angelique og ætterni hennar. Hann var orðfár, þvert á móti flestum Suður-Frökkum, og faðir hans var þó frá Aquitaine — en hann hugsaði skýrt, svör hans voru oft hittin, og Þegar hann tal- aði var óumræðileg dýpt í augunum, eins og í skógartjörn. E'nginn ,gat hrósað sér af því að geta lesið hugsanir hans eða séð fyrir um hvað hann myndi gera næst. Cantor hafði einn hæfileika sem faðir hans virti öðru framar. ,Hann sá fyrir um óorðna hluti og gat sagt hvað átti eftir að gerast, nokkru áður en það raunverulega bar að. Og Þetta virtist honum svo eðiilegt að flestir héldu að hann hlyti að búa yfir einhverri sér- stakri þekkingu. Það var enginn efi að Cantor átti erfitt með að skilja á milli draums og raunveruleika. — Myndi námið skemma viðkvæmustu eiginleika í upprunaleg- ustu skapgerð barns. í Palermo myndi hann hafa tónlistina sér til a,fþreyingar og andrúmsloftið I Palermo var mjög mannúðlegt. Haf- ið blátt myndi blasa við honum til að deyfa þrá hans og Joffrey de Peyrac skildi honum eftir hinn trölltrygga Kouassi-Ba, sem félaga og náinn vörð. 27. KAFLI Mezzo-Morte heppnaðist aldrei að ná í Cantor en hann náði í Angelique eftir að hún slapp frá Candia og yfirgaf Möltu nokkru síðar. Það hafði verið mikið áfall fyrir Joffrey de Peyrac að frétta að konan hans, sem hafði flúið frá honum á þrælamarkaðinum, hafði fallið í hendur versta óvinar hans. Því hann haíði rétt i þvi frétt stí henni á Möltu og var önnum kafinn að undirbúa sig til ferðar að sækja hana þangað og hafði allar ástæður tii að ætla að það myndi lánast. En nú varð hann að fara til Alsír og hitta fyrir Mezzxi-Morte, sem vissi nú að Rescator myndi gera allt sem hann vildi. Hann vissi það — hvernig hafði hann komizt að því — þetta var leyndarmál Rescators og hann hafði aldrei sagt það neinum — að Angelique var eiginkona hans og hann myndi fórna öllu til að ná henni aftur. Hvað eftir annað hafði Joffrey de Peyrac verið kominn á fremsta hlunn með að hella fúkyrðum yfir Mezzo-Morte og hætta bárátt- unni, þvi Berbasjóræninginn var allt of kröfuharður og Joffrey de Peyrac átti erfitt með að beygja sig og' bukka, fyrir þessum ófétis- lega einstaklingi og það allt vegna konu, en þessi kona var eigin- \ kona hans, Angelique, og hann gat ekki neitað kröfum sjóræningj- ans, því það hafði Þýtt hræðilegan dauðdaga fyrir hann. — Kæri vin'ur, sagði Mezzo-Morte, ég skal senda þér einn a.f fingrunum af henni. Ég skal senda þér lokk úr hárinu á henni núo cariasshno, og annað græna augað í glæsilegri umgerð ....... Með því að beita allri sinni rósemi hafði Joffrey de Peyrac notað hverja þá brellu og bragð, sem upphugsanlegt var móti þessum hræði- lega, ítalska ræfli, sem einnig var öllum hnútum kunnugur í þessum hættulega og illviga leik sem þeir léku. Eftir því sem ótti hans um hana óx varð reiðin sterkari. Hvers- vegna gat þessi andskotans stelpa ekki verið kyrr? Eftir að flýja frá honum í Candia hafði henni einhvernveginn heppnazt að hlaupa beint i hramminn á Mezzo-Morte. Yngri sonur þeirra hafði svo sann- arlega ekki spásagnargáfuna frá henni, svo mikið var víst. Hvers- vegna hafði hún ekki þekkt hann í Candia eða getið sér þess til að það gæti verið hann? Það var enginn vafi á því að húji hafði verið annars hugar vegna einhvers annars ástarbralls. Meðan hann barð- ist fyrir þvi að bjarga henni, var hann engu síður staðráðinn í þvi að veita henni ærlega ráðningu, þegar hann hefði upp á henni. Hér var hann að eyðileggja lif sitt í annað sinn, og allt var það hennar vegna. Mezzo-Morte vildi verða algjörlega einráður á Miðjarð- arhafinu. Hann sagði að Rescator yrði að fara og láta hann einan eftir. Þegar hann væri farinn gæti gamanið hafizt á ný — rán, brunar, nauðganir. þrælasala og allt það sem því fylgdi. Joffrey de Peyrac reyndi að höfða til græðgi hans. Hann stakk upp á verzlur.arviðskiptum sem myndu færa honum hundrað sinn- um meira í aðra hönd, heldur en hann hefði upp úr því að senda fleytur sínar til að ráðast á fleytur kristinna sjófarenda, en það skipti Mezzo-Morte engu máli — hann vildi verða sá valdamesti, sá sjóræninginn sem aliir mátu mest og hötuðu mest. Þessi maður var svo algjörlega á valdi þessarar hugsunar að hvorki skynsemi né gróða- fikn skipti nokkru máli þar á móti. Mezzo-Morte hafði hugsað fyrir öllu, meira að segja þeim mögu- leika að Rescator kynni að hafa komizt að því, jafnvel áður en þeir hittust, hvað hann hefði gert við Angelique og hvar hún var. Það var raunar það sem gerzt hafði. Einhver hafði leyst frá skjóðujini og hann hafði komizt að því að græneygð ambátt hafði verið boðin soldáninum Mulai Ismail. -— Haun er bezti vinur yðar, eruð þér ekki upp með yður, flissaði Mezzo-Morte. — En farið nú gætilega. Ef þér yfirgefið Alsír, án þess að gefa mér drengskaparheit um að þér látið mlg aleinan, og að ég geti gert það sem mér sýnist hér, munið þér aldrei sjá hana lifandi aftur! E'inn af þjónum minum er i hinu marokkóanska fylgd- arliði hennar. Ég þarf ekki annað en að senda honum skilaboð og hann drepur hana sömu nótt. Að lokum gaf Joffrey de Peyrac Mezzo-Morte þetta heit. Allt í lagi þá, hann slcyldi yfirgefa Miðjarðarhafið! Hann sagði ekki hvað lengi, né heldur lét hann uppskátt um það að hann ætlaði að ferð- ast um strendur Marokkó og Spánar og standa í sambandi við undir- imenn sína, þar tii veldi „flotaforingjans" hefði verið brotið á bak aftur. Mezzo-Morte var í sjöunda himni yfir þessum fyrirhafnarlausa sigri, sem hann hafði næstum verið hættur að trúa á, og gleði hans var því nær barnaleg. Þetta var mun betra en að losa sig við and- stæðinginn með því til dæmis að láta myrða hann, þótt í sannleika sagt hefði hann aldrei látið tækifæri til þess framhjá sér fara, en honum hafði aldrei lánazt það og að lokum var hann íarinn að bera hjátrúarfulla virðingu fyrir baraka, þessa stórkostlega galdramanns — en svo á hinn bóginn óttaðist hann reiði soldánsins i Konstantinopel, sem ekki hefði sýnt minnsta hik, þegar hann kæmist að því hver hefði haft af honum hinn leynilega ráðgjafa hans og fjármálasnilling. Rescator komst hindrunarlaust frá Alsír og bjó sig undir að laum- ast framhjá spænsku fallbyssunum í Ceuta. En honum var enn þungt i sinni. Honum var ekkert gleðiefni að myndinni, sem hann sá fyrir sér; livernig Angelique ærði girnd hins griimma og tilfinningaríka Ismails, sem hann þekkti svo vel. Fyrst formælti hann Mezzo-Morte, svo Angelique engu síður. En hann gat Framhald á bls. 49 VIICAN 31

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.