Vikan


Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 32

Vikan - 24.04.1968, Blaðsíða 32
Ronson HÁRÞURRKfl HEI|MILANNA TILVALiN FERMINGARGJÖF EINKAUMBOÐ: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F., REYKJAVÍK Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): Vandamálum þínum er þannig háttað að utanað- komandi geta ekki gerzt ráðgjafar þínir. Leggðu höfuðið í bleyti, enn sem komið er hefurðu ekki fundið nógu góða lausn. Þú gerir vafasöm viðskipti. Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí); Gættu ítrustu varfærni í samskiptum við félaga þína. Leggðu þig fram við að vera kurteis og var- astu að tala of mikið. Kvöldin nýtast þér illa vegna ófyrirsjáanlegra truflana. Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þekking vinnst ekki án fyrirhafnar. Ef þú vilt ná viðunandi árangri verðurðu að viðurkenna fyrir sjálfum þér að þekking þín nær mjög skammt. Þú g átt von á heimsókn, en af henni verður ekki strax. Krabbamerkið (22. júní — 23. júlí): Þú átt venju fremur margar frístundir. Félagar þín- ir kenna þér nýtt sport, sem þú verður mjög upp- tekinn af. Gættu þín á tveim mönnum sem vilja eiga við þig viðskipti. Happatala er sjö. Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Vikan f'erður með öðru sniði en þú bjóst við. Þótt þú ætlir þér að vera míkið heima æxlast það þó þannig að þú ert þar mjög lítið. Þú ferð í leikhús um helgina. Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Vikan verður erilsöm og þú hefur engan tíma til að lúta þér leiðast. Þú hefur góða hæfileika til að sam- lagast aðstæðum og kemur það sér vel fyrir þig, því iniklar breytingar eru framundan. Vogarmerkið (24. september — 23. október) Þú hefur lengi beðið eftir úrsiitum ákveðins máls og nú loks færðu svarið. Ekki fer allt eins og þú óskar en þó máttu vel við una. Ætlastu ekki tii of mikils aí þeim sem eru í kringum þig. Drekamerkið (24. október —'22. nóvember): Þú ert forsprakki í hóp samstilltra félaga. Þú nýtur lífsins í rikum mæli, en þó er eitthvað heimafyrir sem veldur þér áhyggjum. Þú verður ekki mikið heima á kvöldin. Bogamannsmerkið (23. 21. desember): Undanfarið hefurðu lagt mikið á þig og ert þreyttur og slæptur. Þrátt fyrir það skaltu ekki ergja þína nánustu eða ætlast til meira af þeim en venjulega. Heillalitur er blár. Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Samband þitt og ákveðinnar persónu er ekki eins vonlaust og þú heldur, en þú verður að beita ýms- um brögðum. Láttu til skarar skríða á þriðjudags- kvöldið. Vinur þinn verður fyrir miklu láni. Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú ert mjög iðinn við verk þín og nærð góðum ár- angri. Vertu ekki of fastheldinn á fjármuni þína. Peningarnir veita mesta ánægju sé þeim eytt. Uti- skemmtanir eiga vel við. Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Eyddu ekki tímanum í að hugsa um hvað aðrir ímynda sér um þig. Þeim tíma er illa varið. Taktu á þig rögg og finndu þér nýja leið til að lífga upp á tilveruna. Breyttu eitthvað út af vananum. 32 VIKAN 16-tbl'

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.