Vikan


Vikan - 24.04.1968, Side 39

Vikan - 24.04.1968, Side 39
hefðu auSvitað markað sín' spor. En hún leit út fyrir að vera ham- ingiusöm, og honum létti mjög, þeg- ar hún þóttist ekki þekkja hann. Þetta var heldur ekkert notalegt fyr- ir hana. Það gat heldur ekki verið auðvelt fyrir hana að líkja þeim saman, hinum unga og óreynda Fredrik Wilhelmsen og hinum am- eríska forstjóra, Frederick Wilkens, yfirverkfræðingi fró Seattle. Hann furðaði sig ó þvf síðar, hve rólega hann tók þessu. Um kvöldið dansaði hann við margar frúrnar, og honum fannst það að- eins eðlilegt að hann sveif út ó dansgólfið með Marit í örmum sér. Hún Ijómaði í framan og talaði svo mikið að hann þurfti ekki að segja eitt einasta orð. — En hve það er gaman að hitta Ameríkana sem talar svo vel norsku. Hann brosti. — Ég er norskur, en ég hefi búið í Bandaríkjunum í mörg ár, — síðan stríðinu lauk . . . — Það var skynsamiegt af yður. Þetta land er ekki fyrir fólk sem vill komast áfram. Ég er hrifin af Ameríku, — hvað hefði orðið um okkur ef Bandaríkin hefðu ekki rétt okkur hjálp? An þess að bíða eftir svari hélt hún áfram. — Þér hljótið að hafa verið mjög ungur, þegar þér fóruð til Bandaríkjanna? Hann svaraði ekki strax. Hvað átti hann að segja? Átti hann að koma upp um sig? Ef til vill var það kampavíninu að kenna að hann sagði: — Ég varð að flýja, Þjóð- verjarnir voru á hælum mér. Ja, þér vitið, ég varð fyrir ástarsorg, það kemur oft fyrir tvítuga menn. Ég var trúlofaður ungri stúlku, en . . ja, ég fór til Amerlku. Hún hló. — Ja, eins og þér vit- ið hugsar maður svo margt skrítið, þegar maður er ungur. Hann and- aði léttar. Hún hafði þá ekki þekkt hann aftur. Hún hélt áfram að blaðra um hina dásamlegu og stóru Amerfku, um Ameríkana, sem voru svo hjálpsamir, og um litla landið, sem hún neyddist til að búa I. Og hún var mjög ánægð yfir því að kynnast Norðmanni sem hafði kom- izt svona vel áfram í Ameríku. Honum leið ekki vel. Hann kvaddi gestgjafa sína og fór, nokkru eftir dansinn við Marit. Hann kvaddi líka Marit, og er hann tók í hönd hennar Ijómaði hún af ánægju og það var sýnilegt að kampavínið hafði haft áhrif á hana. Hann gat ekki stillt sig, hann féll fyrir freist- ingunni og sagði: — Ég var trúlof- aður stúlku, sem hét líka Marit. En hún giftist öðrum .... Hann hneigði sig og gekk svo beint út, án þess að líta við. Hafði hann gert rétt? Hefði hann átt að líta við, til að sjá hvort hún kann- aðist ekki við hann? Nei, hann vildi ekki komast að því. Hann fór beint upp á herberg- ið sitt og pantaði símasamband við Bergensfjord, þótt það væri um miðja nótt. Eftir augnablik var Jane komin ( símann: — Ég ætlaði bara að segja þér nokkuð, — nokkuð sem er mjög mikilvægt, Jane, sagði hann. Vesa- lingurinn litli, ég hefði ekki átt að gera hana svona hrædda, hugsaði hann, en hann gat ekki beðið. — Hvað er það, elskan? — Ég elska þig, Jane. Hún andaði léttar og hló. — Það var gott að þú hringdir, það var svo notalegt að heyra til þín. En ég varð dauðskelkuð, því máttu trúa. — Heyrðu Jane. Vertu nú væn og segðu skipstjóranum að setja dallinn á fulla ferð, segðu honum að þú verðir að hraða þér til Osló. Ég ætla að fljúga þangað. Svo komu drengirnir I símann, Jane hafði ekki viljað skilja þá eftir eina I klefanum. Þeir töluðu, hvor upp í annan, sögðu að þeir væru ákveðnir I því að verða sjó- menn, þeir ætluðu báðir að verða skipstjórar á Bergensfjord .... — Þá verðið þið að fara til skip- stjórans og spyrja hvnær það henti honum bezt að láta af störfum, sagði hann og brosti með sjálfum sér. Og hann brosti líka, þegar hann fékk reikningin fyrir símtalið. Þetta var þó ekki hlátursefni, þvert á móti. ☆ handy UR&mR MEÐ AÐEIN2 EINNIYFÍRPURRKUN Límkennd óhreinindi? Fitukennd óhreinindi? Leðjukennd óhreinindi? Handy Andy hreinsar öil óhreinindi á brott með aðeins einni yfirþurrkun. Nútíma húsmæður, hvar sem er, eru sammála um það að hann sé bezti alhliða hreinsunarlögur, sem völ er á. Handy Andy hefir öflugan styrkleika til að hreinsa allskonar heimilishluti betur, hraðar, auðveldar. Notið hann annð- hvort eins og hann kemur úr flöskunni, eða þynntan með vatni ef hreinsa skal stærri svæði. Þér þurfið ekki að nota nema lítið í hvert sinn — Handy Andy er svo kröftugur, svo drjúgur! Kaupið hann strax í dag! ... hreinsar MRLAÐR VEGGI, VRSKR, BRKRROFNR, GÓLF, betur, bralar, auðveldar! i6. tw. viKAN 39

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.