Vikan - 24.04.1968, Side 41
unda barn þeirra hjóna og' væri
komin fimm mánuði á leið. Og sfð-
ast en ekki sízt vann Jaqueline
Kennedy ötullega að framgangi
f jölsky Id u hins látna eiginmanns
síns. Róbert Kennedy sigraði f
kosningunum með 560 þúsund at-
kvæða meirihluta. Hann hlaut alls
3.412.000 atkvæði, en keppinaut-
ur hans, Keating, hlaut 2.852.000
atkvæði.
Róbert Kenedy er frjálslyndur
stjórnmálamaður og á miklu fylgi
að fagna í New York. En það eru
fleiri ríki en New York sem kjósa
forsetann. Ef til vill verða Suður-
ríkin Róbert þyngst í skauti, ef hann
verður í framboði fyrir demókrata
í haust. Til þess að svo verði þarf
hann að heyja harða baráttu bæði
við Johnson forseta og MacCarthy
öldungadeildarþingmann, serh einn-
ig hefur hug á að verða í kjöri.
Ákvörðunin um forsetaefni demó-
krata verður tekin á þingi flokks-
ins f ágúst í sumar.
Róbert Kennedy er vinsæll, sér-
staklega meðal kvenþjóðarinnar og
unga fólksins. Hann er á margan
hátt ólíkur John bróður sínum, en
líkist honum þó í ýmsu. Hann kann
þá list að tqla þannig, að allir
skilji og kveikja eld í brjóstum al-
mennings. Og hann er frfður sýn-
um og gæddur miklum persónu-
töfrum. Hann er ótrúlega dugmik-
i11; sannkölluð hamhleypa til allra
verka; heiðarlegur og hreinlyndur
og hefur sterka ábyrgðartilfiningu.
Og auk þess er hann ríkur. Millj-
ónina, sem faðir hans gaf honum
þegar hann varð 21 árs, hefur hann
ávaxtað svo vel, að eignir hans eru
nú metnar á nfu miljónir dollara.
Og síðast en ekki sízt á hann góða
konu og tíu börn.
Róbert var snemma orðaður við
forsetastólinn. Rétt fyrir flokksþing
demókrata 1960, þar sem John F.
Kennedy sigraði aðra keppinauta
sfna og var útnefndur sem fram-
bjóðandi flokksins, barst John bréf
frá kunnum lögfræðingi, sem skor-
aði á hann að draga framboð sitt
til baka og láta Róbert bjóða sig
fram f staðinn. John svaraði bréfinu
á þessa leið.
,,Ég hef hugleitt tillögu yðar og
rætt málið við Bobby bróður minn.
Og mér til mikillar skelfingar fannst
honum þetta prýðileg tillagal"
Menn brostu í kampinn yfir þessu
máli á þeim tíma. En nú er ekki
lengur brosað, þegar Róbert Kenne-
dy gefur kost á sér til framboðs í
forsetakosningunum í haust. Þegar
John F. Kennedy var sviptur em-
bætti sínu á hinn svívirðilega hátt
1963, strengdi Róbert þess heit að
taka upp merki Johns og fylgja
stefnu hans til endanlegs sigurs.
f bók sinni „The Making of a
President — 1964" segir rithöfundur-
inn og blaðamaðurinn Theodor H.
White, að Róbert hafi elskað John
bróður sinn meira en sjálfan sig.
í hans augum hafi John F. Kennedy
ekki aðeins verið persóna, heldur
sameiningartákn fortíðarinnar, kyn-
slóð föður hans. Og þegar Johnson
tók við forsetaembættinu var það
að hans áliti kynslóð • liðins tíma
sem tók við stjórnartaumunum.
Deilurnar milli Róberts Kennedy
og Johnson forseta eiga sér langa
sögu. Meðan John lifði var Róbert
stoð og stytta bróður síns. Var al-
mennt talað um hann sem annan
valdamesta mann stjórnarinnar í
Washington. Róbert lagðist gegn
því, að Johnson væri f framboð
sem varaforseti með John, eins og
áður er sagt. Og alla stjórnartíð
þeirar bræðra sýndi Róbert Johnson
til 1 itsleysi, sem Johnson átti erfitt
með að fyrirgefa. Johnson var þó
alltént varaforsetinn, og John sýndi
honum fyllstu tillitssemi og hafði
hann gjarnan með í ráðum, þegar
leysa þurfti stór vandamál. Róbert
Kennedy hafði hins vegar nær ekk-
ert samband við Johnson varðandi
öll þau merku mál, sem afgreidd
voru í dómsmálaráðuneytinu.
Tekst Róbert eKnnedy að sigra
Johnson forseta og MacCarthy og
verða frambjóðandi demókrata við
forsetakosningarnar í haust? Þessi
spurning verður efst á baugi, ekki
aðeins f Bandaríkjunum heldur um
allan heim, þar til flokksþing demó-
krata verður háð f ágúst. Ef svo
fer, þá verður Róbert Kennedy ekki
aðeins glæsilegur fulltrúi nýrrar
stefnu nýs tfma, heldur einnig tákn
þess, sem allur heimurinn þráir:
friðar í Vietnam. ☆
Gull er þjóð sem
líkama blóð
Framhald af bls. 5
þvf að allir ritstjórarnir voru farnir
í gullleit. Aðkomumenn á gullleitar-
svæðinu voru af ýmsum stéttum,
stigum og þjóðflokkum. Suter fékk
engan mann til að vinna nokkurt
verk við kornmylluna og stöðvað-
ist sá rekstur, og varð honum það
að orði: „Gullið, það er sjálfur
andkristurinnl"
„Gullæðið" í Kalffornfu dofnaði
og þvarr að fullu við lok nftjándu
aldar. Jafnframt kom nokkuð nýtt
til sögunnar, en það voru námurn-
ar miklu í Alaska. Sagan segir að
það hafi verið ftalskur maður,
Felice Pedroni að nafni, sem fann
þær fyrstur manna. Hann sté á
land f New York árið 1881, en til
Alaska komst hann sem burðar-
maður í landafræðileiðangri. Ekki
var hann fyrr kominn þangað, en
hann fór að skjóta dýr til að selja
af þeim skinnin. Einn morgun er
hann gekk um bakka árinnar Yu-
kon, tókst honum að skjóta elg.
Meðan hann var að flá elginn, sá
hann glytta f gullkorn milli klauf-
anna. Þá hætti hann við verk sitt,
og rakti slóð elgsins í snjónum, unz
hann kom út á eyri við ána. Þar
glitraði f gullkorn f sandinum. Pe-
droni, þessi fátæki, ítalski innflytj-
andi, hafði fundið þarna gullland
sitt, el-dorado. En ábatinn varð víst
lítill sem enginn, því ekki tókst
honum að afla sér neinna einka-
DANISH
GOLF
Nýr stór! gódur
smávinaill
Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram-
leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór!
Smávindill,sem ánægj a er ad kynnast.D ANISH GOLF
erframleiddur afstærstu tóbaksverksmidju Skandina-
viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski
smávindill.
Kauþid í dag DANISH GOLF i þœgilega 3stk.pakkanum.
SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY
DENMARK
w. tbi. VIKAN 41