Vikan - 24.04.1968, Qupperneq 43
SfsiHsirliisar
ii
sualahindrðiO
I fjölbreyttu og fctllegu úrvali.
Sendum um allt land.
Vei girt lóð eykur
verðmæti hússins.
Blómaker óvallt fyrirliggjandi.
Sendum myndasýnishorn ef óskað er.
MOSAIK HF.
Þverholti 15. — Sími 19860.
Póstbox 1339.
réttinda. Námurnar komust í eigu
enskra og amerískra hlutafélaga,
og voru starfræktar af þe’im. Gróð-
inn varð óskaplegur.
Þá er komið að hinum síðasta
þætti í sögu hinna miklu gullfunda,
og nú var það Suður-Afríka, sem
var vettvangurinn, og sagt er að sá
maður héti Joseph B. Robinson,
sem fyrstur fann námur þær í
Transvaal, sem nú sem stendur gefa
af sér 70% af öllu því gulli, sem
unnið er úr jörð. Robinson fæddist
í Cardock, héraði í grennd við
Góðrarvonarhöfða, og var af ensk-
um ættum. Það var að kvöldi 18.
júlí 1866 (er hann sjálfur var 46
ára) að honum barst símskeyti frá
einum af umboðsmönnum sínum í
Pretoria, höfuðborginni í Trans-
vaal, svohljóðandi: ,,Hef fundið
gull í 30 mílna fjarlægð frá Pre-
toria. Eg held að vert væri að þú
kæmir þegar í stað að skoða
þetta."
Robinson lagði af stað í bítið
morguninn eftir, og var ekki fyrr
kominn á áfangastaðinn en honum
var sagt frá geysimiklum gull-
fundi. Tveir bændur hollenzkrar
ættar, bræður, sem hétu að ættar-
nafni Struben, sögðust hafa séð
allmikið af þessum málmi í grjóti,
sem þeir fundu í landareign sinni.
En þegar til átti að taka fannst
ekkert af þessu, sagan reyndist tál.
Robinson lét samt ekki hugfallast,
en fór þegar í stað að þvo sand,
og eftir að hafa erfiðað við þetta
í viku, fann hann eitt gullkorn. Þá
hélt hann leitinni áfram af enn
meira kappi en áður, og kostaði til
þess rúmlega 20.000 sterlings-
pundum á örskömmum tíma, og
var hann álitinn ekki með öllum
mialla. En Rotschild bankastjóri í
London sendi verkfræðing til að at-
huga hvernig sakir stæðu. Eftir
einn mánuð sendi hann langa
skýrslu um málið til bankastjórans
og komst svo að orði um niður-
stöðuna af rannsókn sinni: ,,Ég full-
yrði að hvergi í Suður-Afríku er
nokkra ögn af gulli að finna." En
þrátt fyrir þetta hélt Robinson
áfram eins og ekkert hefði í skor-
izt, að leita að auðæfum þeim,
gullæðinni, sem hann þóttist hafa
vissu fyrir að væri til. Svo fann
hann þau feikna auðæfi, sem ekki
höfðu önnur slík áður sézt, gull
Suður-Afríku, auðugustu námur í
heimi.
Hvert fer þá allt þetta gull, sem
unnið er úr jörð? Mikill hluti þess
er hafður til sölu, og annað álíka
mikið fer til að tryggja gjaldmiðil
í hverju ríki fyrir sig. Reyndar fer
allt gullið, nema obbinn af því sem
fer til kommúnistiskra landa, á gull-
markaðinn í London, The Gold
Market, en honum stjórna fimm
menn, sem eru fulltrúar fyrir fimm
hin helztu verzlunarfélög, sem
verzla opinberlega með þennan
dýrmæta málm: Félag Rotschilds,
Sharps Pixley, Johnson Matthey,
Montagu og Mocattu & Goldsmid.
Hið síðastnefnda er hið elza af
þeim sem verzla með gull í Lond-
on. Það var stofnað árið 1684, tíu
árum áður en Englandsbanki var
stofnsettur. ☆
!
NYTIFRA
BORÐHELLA MEÐ 4 HELLUM, þar af 1 með stiglausri stillingu.
r * - ••
|al iilsr f • * :t\ íf • • )§§*
m ím B • f H 11 56 LÍTRA OFN MEÐ LJÓSI, yfir og undirihto stýrt með hita- stilli. Sérstakt g'óðarsteikar-
element (grill).
Klukka með
Timer.
V y
«•tw- VIKAN 43