Vikan


Vikan - 24.04.1968, Side 45

Vikan - 24.04.1968, Side 45
Castleton og Inverness voru einu nöfnin sem festust í mér.. Hingað til hafði allt farið vel, en hún átti ekki auðvelt að segja ósatt og vildi helzt losna við að svara grunlausum spurningum hans með hjálfum sannleik eða hreinum ósannindum, en til þess myndi hún sjálfsagt neyðast ef hún tæki ekki í taumana nú. Svo reis hún á fætur og sagðist vona að hann hefði ekki gleymt að hann væri búin að bjóða henni í bíltúr daginn eftir, brosti og fór. Það sem eftir var dags þ£lt hún kyrru fyrir á herber^ sinu, reyndi að lesa, reyndi að full- vissa sig um að Peter Conway hefði áreiðanlega rétt fyrir sér. Gamalt fólk væri ótrúlega seigt og það væri engin ástæða til að mála fjandann á vegginn. En um áttaleytið hafði henni heppnazt að jafna sig svo að hún fór niður og hringdi, beið spennt eftir svari og dró andann léttar, þegar það var kona sem svaraði. — Fyrirgefið ónæðið, en get- ið þér sagt mér hvernig Lady Macfarlane líður? — Mjög illa, því miður. — Hver spyr? — Barbara Marsten. Það var skellt á þegar í stað og daginn eftir hafði hún ekki get- að haft sig upp í að að hringja aftur, þegar Peter kom og sótti hana. — Ég er einmitt að koma frá The Towers, sagði hann, þegar þau voru sezt inn í pútuna hans. — Mér datt í hug að gæta að því hvernig ástandið væri, úr því þér eruð svona óróleg. Hún sneri sér spennt að hon- um: — Já — og. .. .? — Það er ekki efnilegt. Hún liggur mest í móki, en hún hef- ur verið lasin lengi og fyrr eða síðar hlýtur að reka að því. Það er engin ástæða til að taka það svo nærri sér. — Það er ég viss um að fólk- ið þar heima gerir ekki, sagði hún áköf. — Og það er það sem er svo andstyggilegt, að það læt- ur sig enginn neinu varða um það hvort hún lifir eða deyr. — Ja, Rick hugsar nú vel um hana á sinn hátt. — Því trúi ég alls ekki. Hann hikaði aðeins og sagði svo: — Hún spyr stöðugt eftir yð- ur. Hún starði á hann og andar- drátturinn varð örari. — Ég meina auðvitað eftir Lísu, leiðrétti hann sig. — Og hverju svara þau þá? — Dobie segir henni að hún hafi alls engan séð í garðinum, að þetta sé allt saman ímyndun. — Það er ekki bara heimsku- legt af Dobie, það er tillitslaust og ljótt. — Nei, bíðum nú við . . . sagði Peter. — Dobie er hvorki heimsk né vond. Hún er útlærð hjúkr- unarkona og sú bezta sem til er. COVER GIRL fæst í öllum snyrtivöruverzlunum. Varalitir, 12 fallegir tízkulitir. Make-up, 3 fallegir litir. PressaS púður, 4 fallegir beige litir. Cleansing Lotion. hreinsar betur en sápa og er mildara en krem. Astrigent Tonic. Andlitsvatn fyrir þurra og feita húð. COVER GIRL snyrtivörur eru viðurkenndar af um vandlátu. LONSON LOOK Heildsölubirgðir: FRIÐRIK BERTELSEN Laufásvegi 12. - Sími 36620. — Það má vera, en mér finnst það vera ljótt. Skiljið þér ekki hvemig Lady Macfarlane hlýtur að taka þessu? Hún hlýtur ann- aðhvort að halda að allir í kring- um hana Ijúgi eða að hún sé sjálf orðin geðveik. Hvernig myndi yður sjálfum falla þetta? Hún hefur þráð í öll þessi ár að fá að sjá Lísu aftur og nú — nú heldur hún að hún hafi séð hana. Dobie hefur engan rétt til að svipta hana þeirri gleði. — Nei, það getur verið, sagði Peter róandi. Hún sat þögul í nokkrar mín- útur og sagði síðan: — Hugsið yður nú bara ef Lísa skyti nú allt í einu upp kollin- um! — Það er bamaleg hugsun. Hann hló dátt. — Það væri gíf- urlegt áfall. Sérstaklega fyrir Rick að sjálfsögðu. Hann myndi annaðhvort neyðast til að giftast henna eða drekkja henni í vatn- inu. Og ég veðja heldur að hann myndi gera hið síðarnefnda. Hann myndi aldrei láta það við- gangast að konan hans ætti pen- ingana sem hann er að ráðskast með. Hann þagnaði og bætti svo við: — Og það væri í rauninni áfall fyrir mig líka. Það er nefnilega meiningin að ég fái The Towers. Hann hló, þegar hann sá undr- unarsvipinn á andliti hennar og bætti við. — Já, ekki beinlínis ég. Það á að verða heimavistar- skóli. Lady Macfarlane hefur ákveðið að gefa höllina undir slíkan skóla og leggja fram af dánarfé sínu töluverða upphæð til að stofna hann og það er ætl- unin að ég verði skólastjóri. Það er allt klappað og klárt. Rick vill ekki sjá höllina. Hann hefur oftast tekið The Hall framfyrir. — Ég myndi aldrei vilja ganga í skóla þarna — í svona drunga- legu og óvistlegu húsi. — Það verður allt öðmvísi þegar verður búið að gera það upp eftir tízkunni og það orðið fullt af hávaðasömum strákling- um. Hún sat þögul og hugsi um stund og að lokum sagði hún: — Peter, ég er að hugsa um að fara og heilsa upp á hana. Viljið þér aka mér þangað? Hann ók út að vegarbrúninni og nam staðar, svo sneri hann sér að henni: — Eruð þér gengin af vitinu? Ég á við, fyrirgefið, það getið þér ekki gert. Það er algjörlega útilokað og það hljótið þér að skilja. Rick Fraser hefur sagt greinilega að þér séuð ekki vel- Framhald á bls. 48. «•««• YIKAK 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.