Vikan - 24.04.1968, Síða 48
r
Radfostofa
Vilbergs og Þorsteins
Fermiogargjafir frá
Plötuspilari meö hátalara
fyrir allar stærðir af plöt-
um á kr. 1990,oo
Ferðaviðtæki á
kr. 1830,oo
Rafhlöðu segulbands tæki með lokuðum
kasettum á kr. 4890,oo Laugaveg 72, símar 10259-15388
komin. Það væri mjög óþægi-
legt fyrir yður.
— Það varðar mig engu.
— Yður verður ekki hleypt
inn.
— Ég get að minnsta kosti
reynt. Verið nú svo vænn að aka
mér þangað. Þér getið hvort sem
er ekki aftrað mér, því ef þér
viljið ekki aka mér þangað, geng
ég þangað á tveimur jafnfljótum.
Hann hristi höfuðið uppgefinn,
setti bílinn í gang og sneri við.
— Eins og þér viljið, sagði
hann. — Ég get ekki betur gert
en vara yður við....
Heimreiðinni að The Towers
var lokað með þungum jám-
grindum og upp úr þeim stóðu
gaddar, sem minntu á spjóts-
odda. Utan við múrinn var hlið-
varðarhús og gamli hliðvörður-
inn kom þegar út og opnaði,
þegar hann sá bíl Peters, og þeg-
ar hann uppgötvaði að Peter
ætlaði ekki að aka innfyrir, var
það orðið of seint. Eftir þá
reynslu sem Barbara hafði hlot-
ið daginn áður flýtti hún sér að
stökkva út úr bílnum og smeygja
sér innfyrir hliðið, áður en vörð-
urinn áttaði sig á hvað var að
gerast og eftir smástund gafst
hann upp við að telja henni hug-
hvarf.
— Frá hliðinu upp að höllinni
var svo langur vegur að hún
varð óstyrk og óviss og tók að
óska þess að hún hefði ekki lát-
ið undan þessari skyndilegu
ákvörðun sinni. Þess utan voru
svört ský tekin að hrannast á
himininn, loftið var þungt og
rakt og trjákrónurnar yfir höfði
hennar hristust og skókust eins
og tröllahönd léki sér að þeim.
Vegurinn lá í beygju og allt í
einu lá höllin frammi fyrir
henni, sveipuð í grárri móðu,
sem gerði útlínurnar óljósar ■—
það var eins og þokumóðan ætti
í senn upptök sín i höllinni og
hyrfi í hana aftur, eins og höll-
in lifði og andaði. Þarna stóð
hún eins og ljótt skrímsh, beið
lokkandi, draugaleg eins og í
martröð.
Hún stóð kyrr um hríð og
andaði hægt, þar til hún hafði
náð fullu valdi á sér og hún gat
aftur horft á höllina af skyn-
semi og yfirvegun. Þetta var
gamalt hús og ekkert annað.
Ákveðin í bragði hélt hún
áfram að aðaldyrunum með
þungum granítstöplunum og
sk j aldarmerk j unum.
Þykkar hurðir voru úr eik,
járnslegnar og svartar af elli og
hurðarhúnarnir voru látúnsaf-
steypur af glottandi úlfahausum.
Við hliðina á dyrunum var
klukkustrengur; hún hringdi og
beið, óttaðist að sjá súrt andlit
frú Griffins. Sem betur fór var
það Daisy sem opnaði.
— Góðan daginn, Daisy, ég er
komin að afla mér frétta um það
hvernig Lady Macfarlane líður.
Stúlkan horfði hikandi á hana,
þegar hún steig óttalaust yfir
þröskuldinn og inn í víðáttumik-
inn forsalinn. Veggirnir og loft-
ið voru úr dökkri, gamalli eik
og þar var svo mikið af vopnum
og minjagripum, gömlum brynj-
um, grímum og skjöldum, að sal-
urinn var líkari deild í safni en
anddyri á einkaheimili.
— Herra Fraser er ekki heima,
ungfrú, sagði Daisy. — Það er
bezt ég fari og sæki fröken Dob-
son.
í sama bili kom Dobie niður
stigann ásamt rosknum manni,
sem bar svarta læknatösku.
Dobie kom til móts við hana
og læknirinn nam staðar.
— Mér skilst að þér hafið
áhyggjur af Lady Macfarlane,
ungfrú Marsten, sagði hún kulda-
lega. — En þér hefðuð ekki átt
að koma hingað.
— Hvernig líður henni?
— Ég held að hún eigi ekki
langt eftir, sagði læknirinn. —
Hún er ákaflega veikburða.
— Mig langaði svo að fá að
heimsækja hana.
— Það er algjörlega útilokað!
hrópaði Dobie hneyksluð upp yf-
ir sig.
— Er þetia unga stúlkan sem
Lady Macfarlane heldur að sé
Lísa? spurði læknirinn.
—• Já, það var hún sem....
Hann greip fram í fyrir henni.
— Þá held ég að við ættum að
hleypa henni inn til hennar,
systir. Það gæti kannske róað
Lady Macfarlane.
— Ég held ekki að herra
Fraser myndi leyfa það, læknir.
-— Það sem mestu máli skiptir
er að sjúklingurinn fái ró. Þér
getið sagt að það hafi verið sam-
kvæmt minni skipun.
Hann fór og Dobie fylgdi henni
um stigann.
Hún opnaði dyrnar inn í stórt,
skuggsýnt herbergi, en Barbara
48 VIKAN 16-