Vikan


Vikan - 06.06.1968, Side 7

Vikan - 06.06.1968, Side 7
■*) steingeitin og vatnsbera, síðan svo synda leit ég fiska tvo. Vonast eftir svari fljótt. Með fyrirfram þakklæti, Ein undir Meyjarmerk- inu. f Við þekkjum ekki þessar vísur um stjörnumerkin, en þær eru ugglaust mjög gamlar. Ef einhver lesenda kann þær, væri gaman ef hann vildi hripa þær niður og senda okkur. VERULEIKI OG IMYNDUN Kæri Póstur! Ég hef áhyggjur af dótt- ur minni og skrifa þér þess vegna í þeirri von, að þú hughreystir mig og full- vissir mig um, að ekkert alvarlegt sé á ferðum. Hún er ellefu ára og er að sjálf- sögðu augasteinninn minn. Hún hefur alltaf verið fjör- ugur krakki, ærslafengin og gáskafull og svolítið fyrirferðamikil. Það sem veldur mér áhyggjum er sú árátta hennar að geta aldrei sagt satt og rétt frá því, sem fyrir hana ber. Hún þarf alltaf að ýkja það stórlega, bæta ein- hverju við, gera það sem ekkert er að stórkostleg- um og ægilegum atburði. Um daginn fór hún til dæmis út í búð fyrir mig. Af vangá lét ég hana ekki hafa nógu mikla peninga fyrir því, sem hún átti að kaupa. Þegar hún kom aft- ur var hún rjóð af ákafa og titrandi af reiði. Hún sagði, að afgreiðslustúlkan hefði hundskammað sig, meira að segja þrifið í handlegginn á sér og hrint sér í gólfið. Ég trúði þessu og fór með hana í búðina og kvartað yfir slíkri með- ferð á saklausu barninu. Þá kom það upp úr kaf- inu, að afgreiðslustúlkan hafði ekki snert við henni, Það voru ótal vitni að því. Hins vegar mun hún hafa verið svolítið höstug við hana. Ég get ekki með orð- um lýst hversu sneyptur ég varð. Síðan hefur þetta gerzt aftur og aftur. Hún þarf alltaf að ýkja og láta í- myndunaraflið hlaupa með sig í gönur. Er eitthvað bogið við sálarlíf dóttur minnar? Eða eru öll börn svona á ákveðnu skeiði? Hvernig get ég hjálpað henni? Með fyrirfram þökk, Föðurnefna. Þa® er áreiðanlega ekkert að óttast. Á ákveðnu skeiði vilja börn rugla saman í- myndun og veruleika, í misjafnlega ríkum mæli að sjálfsögðu. Þú skalt reyna með lagni að leiða henni fyrir sjónir, að öllum sé nauðsynlegt að skynja ver- öldina rétt og segja satt og nákvæmlega frá því, sem fyrir hana ber. AUÐAR SÍÐUR . . . Tilefni þessa bréfs er eins og fyrri daginn, nöldur, en þó af nokkuð öðrum toga spunnið en venjulega. Þannig er nefnilega mál með vexti að í átjánda tbl. mitt af Vikunni vantaði fjórar síður af lesmáli, þ.e.a.s. þær voru með en á þeim fyrirfannst ekki eitt einasta orð. Nú þóttist ég skilja að þarna væri um að kenna prentun blaðsins og að þessari opnu hefði með snarræði tekizt að komast framhjá allri prentsvertu og hafnaði hjá nöldursegg norður í landi, sem ekki sættir sig við framtakið. Ég fékk að vísu blaðið lánað hjá systur minni til að geta lesið það, sem á þessar síður var prentað því að venjulega les ég hvert orð í Vikunni og oft- ast mér til ánægju, en það er bara ekki nægilegt vegna þess að ég hefi hald- ið blaðinu saman, og er núna að glugga í 1962 ár- ganginn, hann er eiginlega að verða nýr aftur. Forspjall þetta ætti nú að vera orðið hæfilega langt til þess að fara fram á að mér verði sent annað eintak af þessu blaði við hentugleika, ekkert liggur nú á. Að endingu þakka ég for- sjármönnum blaðsins fyrir skemmtilegt og oft mjög fróðlegt efni á undanförn- um árum og vona að Vikan eigi eftir að gleðja og fræða unga sem aldna um mörg ókomin ár. Með beztu kveðju og fyr- irfram þökk fyrir 18, tbl. Húnabraut 32, Blöndu- ósi 15. 5. ‘68. Sigurður Kr. Jónsson. Við þökkum hólið og von- um, að Sigurður hafi feng- ið annað eintak, þegar Iiann les þessar linur. - J SUNNUFERIII11968 Því er slegið föstu: Hvergi meira fyrir ferðapeningana I*rátt fyrir gengisfellingu gefst yður kostur á ótrúlega ódýrum utanlands- ferðum, vegna hagkvœmra samninga og mikilla viðskipta SUNNU við hótel og flugfélög. SUNNUFERÐIR eru íslenzkar ferðir alla lcið, en farþegum ekki komið inn í hópferðir erlendra aðila í London og Kaupmannahöfn. Við gefum sjálfum okkur ekki einkunn, en spyrjið þær þúsundir sem valið hafa SUNNUFERÐIR og gera það aftur ár eftir ár. Ánægðir viðskiptavinir er sú auglýsing, sem gert hefir SUNNU að stórri og vinsælli ferðaskrifstofu. Við getum á þessu ári í mörgum tilfellum boðið upp á utanlandsferðir á svipuðu verði og fyrir gengisfellingu. Nokkrar af okkar vinsælu og vönduðu utanlandsferðum, sem enn verða ódýrar á þessu ári: 14 dagar Mallorka, 2 daerar í London. Verð frá kr. 8.900,00 Hálfsmánaðarlega frá 10. a.príl. Flogið með íslenzkri flugvél allar leiðir og búið á góðum hótelum. Eigin skrifstofa SUNNU í Palma tryggir farþegum fullkomna þjónustu á vinsælasta sumarleyfis-skemmtistað álfunnar. 12 dagar London, Amsterdam og: Kaupm.höfn. Kr. 14.400,00 Hálfsmánaðarlega frá 7. júlí til 15. september. í þessum vinsælu ferðum gefst fólki kostur á að kvnnast þremur af helztu stórborgum Norður-Evrópu. Eigin skrifstofa SUNNU í Kaupmannahöfn, Vesterbrogade 31 tryggir farþegum okkar fullkomna þjónustu og fyrirgreiðslu í ,,Borginni við sundið“, sem í aldir hefir verið höfuðborg fslendinga í út- landinu. Kynnið ykkur fjölbreytt ferðaúrval. Sumaráætlun komin út Veljið snemma réttu utanlandsferðina, bar sem þér fáið mest fyrir pening- ana. Þrátt fyrir inikinn fjölda SUNNUFERÐA á síðasta ári, urðu ferðimar fljótt fullskipaðar. Áratugs reynsla og ^tvíræðar vinsældir SUNNUFERÐA hafa skipað þeim í sérflokk hvað gæði snertir og þjónustu. SUNNUFERÐ er trygging fyrir ánægjulegri og snurðulausri utanlandsferð, undir leiðsögn reyndra farar- stjóra, sem mörg ár í röð hafa farið sömu ferðirnar, viðurkenndar og vin- sælar af þeim mörgu þúsundum sem reynt hafa og valið þær ár eftir ár f mörgum tilfellum. — Og þar að auki fáið þér hvergi meira fyrir peningana. FERÐAÞJÓNUSTA fyrir einstaklinga og fyrirtæki Jafnframt hinum fjölsóttu og vinsælu hópferðum SUNNU hefir skrifstofan f vaxandi mæli annazt ferðaþjónustu fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Við gef- um út og seljum farseðla með flugvélum og skipum um allan heim á sama verði og flutningafyrirtækin sjálf. Á sama hátt útvegum við hótel og fyrir- greiðslu hvar sem er í heiminum, og höfum á skrifstofu okkar fjarritunar- samband (TELEX) við hótel og flugfélög um allan heim. Keynið hina öruggu og fljótu TELEX-ferðaþjónustu SUNNU fyrir cinstaklinga og fyrirtæki. Og þér munuð bætast í sívaxandi hóp ánægðra viðskiptavina oklcar á þessu sviði. FerOaskPífstofan SUNNA Bankastræti 7. — Símar 16400 og 12070 22. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.