Vikan


Vikan - 06.06.1968, Side 19

Vikan - 06.06.1968, Side 19
merki þess, að hann. fyndi til hræðslu, heldur þvert á móti. Georg van Tassel hefur nú reist musteri í eyðimörkinni mannkyninu til blessunar. Heim- sókn geimmannsins átti eftir að gjörbreyta öllum hugmyndum hans um lífið hér á jörðinni og viðhorfi hans til þess. Solgando hafði sagt honum frá hinum há- þróaða kynflokki, sem byggi úti í geimnum. Georg saknar þess, að hann skuli aldrei hafa notið æðri menntunar. — En, segir hann, — það eru einfaldir amúgamenn, sem hafa hlotið stærstu guðsgjafirnar og komið mestu til leiðar. Solgando hafði flesta kosti til að bera. Jafnvel málrómur hans og talsmáti hafði mikil áhrif á Georg, sem sjálfur er tágróma og hlédrægur. — Aðeins það eitt, að hann skyldi tala ensku, fannst mér ævintýralegt, segir hann. Og hvílík enska! Hann talaði ein- hverja beztu ensku, sem ég hef nokkru sinni heyrt. Maðurinn úr geimnum fór með Georg um borð í geimskipið. — Þar voru tveir menn til viðbótar. —- Ég hef fengizt við flug allt mitt líf, segir Georg. Á yngri ár- um mínum var ég tilraunaflug- maður hjá mörgum félögum. Og mér fannst geimskipið ekki neitt merkilegt að innan, en mér var raunar ekki sýnt það sérstaklega. Þeir vildu tala við mig; biðja mig að gera sér greiða. Þegar líða tók ó samtalið tók Georg að blygðast sín fyrir ástandið á jörðinni. Geimmenn- irnir sögðu, að við værum mjög vanþroskaðir og lifðum ,í hreinni svínastíu. — Allir þrír voru þeir mjög fullkomnar verur, að mér fannst. Þeir voru afburða vel vaxnir, eins og íþróttamenn. Peninga- kerfi, styrjaldir og sjúkdómar voru fyrir löngu úr sögunni hjá þeim. Þeir þurftu ekki einu sinni að raka sig! Kunnátta í rafmagnsfræðum er framtíðarvonin. Það fag kunna þeir úti í geimnum til hlítar. — Maður þarf ekki að vera hámenntaður til að vita, að allri tilverunni er stjórnað af raf- orku. Það er að þakka með öllu óþekktu, allsherjar neti af raf- eindum, að líkami okkar getur starfað. — Ekkert mælir á mói því, að við getum að minnsta kosti orð- ið 1500 ára gamlir. Einn af mönn- um Solgandos fullyrti, að hann væri næstum 700 ára gamall. — Hann var útlits eins og 28 ára gamall jarðarbúi! Georg hlustaði á tal þeirra og reyndi að nema speki þessara óvenjulegu gesta. Síðan byggði hann musteri sitt nákvæmlega eins og geimmaðurinn Solgando hafði fyrirskipað honum. Eins og vhít hálfkúla gnæfir helgi- dómurinn upp úr eyðimerkur- sandinum. Um þessar mundir vinnur Ge- org og fjórir lærðir raffræðingar við innréttingar á musterinu. — Mannvirkið hefur þegar kostað milljónir króna. Fyrirskipanir halda áfram að koma að ofan og Georg einn tekur á móti þeim. Hann trúir því, að senn verði smíði hússins lokið. Eftir eitt ár munum við geta að hans áliti gengið í gegnum einar dyr á því í þess orðs fyllstu merkingu og út um aðrar — umhlaðin eins og rafhlaða- Heima hjá van Tassel er talað um Solgando eins og einn af fjölskyldunni, sem allir þekki. Húsfreyjan styður mann sinn í þessari einkennilegu baráttu hans með ráðum og dáð. Geim- maðurinn batt enda á heilabrot hennar um trúmál og annað líf. Þar sem Georg dvelst lengstaf í músterinu, þá kemur það í hlut frúarinnar að verða fyrir að- kasti þeirra, sem ekki hafa trú á fyrirtækinu. — Hvað hefur Tassel frændi frétt nýjast frá fljúgandi disk- um? spyr unglingur, sem kemur brunandi á skellinöðru. Frú Tassel sér um veitinga- stofu flugvallarins. Hún vinnur sjálf baki brotnu í eldhúsinu. Þau hjónin eiga sjö bamabörn, og tvö þeirra hanga í pilsi ömmu sinnar. Hún gerir hvort tveggja í senn að hella upp á könnuna og líta eftir kökum í ofninum. Hún lítur þreytulega á ungling- inn og svarar bitur í lund: — Reyndu að vera almenni- legur, strákur! Hvað þýðir að vera að ergja mig á þessu? Stjórn félagsins skipa níu menn, þar af tveir læknar, og þeir ein- ir fá að koma inn í helgidóm- inn. Nokkrar peningagjafir hafa borizt frá einkaaðilum, en bygg- ingin hefur gengið seint. Hins vegar mun fólk í framtíðinni geta leitað þama athvarfs og öðlazt langlífi. — Hvernig starfsemiimi verð- ur háttað í musterinu, þegar smíði þess er endanlega lokið, veit ég enn ekki sjálfur, segir Georg. Ég fékk skipun um að skipta mér ekki að þeirri hlið málsins. — Það eru um 17000 geim- menn á meðal okkar, segir Ge- org. Flest er þetta ungt fólk, sem er hingað komið til að hjálpa okkur og skipuleggja. Að sjálf- sögðu sjáum við ekki þetta fólk. Hann telur mjög nauðsynlegt, að alir þeir sem vinni við geim- vísindi og rannsóknir heyri þann boðskap, sem honum hafi verið falið að koma á framfæri. Hann fullyrðir, að enginn þeirra muni voga sér að kalla hann lygara. Hann nefnir nöfn á nokkrum geimförum sem hafi heimsótt hann oft. Til að styrkja sannleiksgildi frásagnar sinnar sýnir Georg skjal, þar sem hann tilkynnir stjórnarvöldum um heimsókn geimfarsins morguninn góða í ágúst 1953. Sendinefnd sérfræð- inga var send til Giant Rock með tæki og staðfesti að loknum mæl- ingum, að mikil geislun hefði mælzt, þar sem geimfarið lenti. Eiginkona Georgs van Tassels segir tveimur blaðamönnum frá hinni ótrúlegu reynslu manns hennar. Blaðamenn eru tíðir gestir á lieimili þeirra. Hún kveðst samt trúa statt og stöðugt á Solgando. Næstum daglega tekur Georg sér ferð á hendur til að halda fyrirlestra. Honum er illa við að láta taka af sér myndir og hann vill ekki láta auglýsa sig per- sónulega. Hann segir, að sér líði illa í ræðustól, en telur sig skuld- bundinn til að útbreiða boðskap Solgandos. Hann stofnaði félagsskap til þess að standa straum af kostn- aði við byggingu musterisins. Geislunin hvarf ekki fyrr en eft- ir 28 daga. í tuttugu ár hefur verið starf- andi í Bandaríkjunum á vegum ríkisstjórnarinnar og flugmála- ráðuneytisins nefnd sérfræðinga til að rannsaka hina svonefndu fljúgandi dislca og önnur ókenni- leg fyrirbæri sem sézt hafa í lofti. Rannsökuð hafa verið meira en 11000 fyrirbæri. Þar á meðal er heill floti, sem sást yf- ir Washington 1952 og kom fram Framhald á bls. 50. 22. tw. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.