Vikan


Vikan - 06.06.1968, Side 33

Vikan - 06.06.1968, Side 33
HARKOLLUR handunnar, vélunnar, mikið úrval. — Pöntum eftir máli ef óskað er toupe fyrir dömur og herra. PEYSUFATAFLÉTTUR einlitar, grásprengdar. — Peysufataspennur — Bein-hárnálar Hárnet, gróf og fín — Perluhárnet. HÁRTOPPAR mikið úrval, lengd frá 15—60 cm. — Slöngulokkar — Töskui- fyrir hártoppa. Statív fyrir hárkollur - hárkollutöskur lakk - hreinsivökvi - glans og næring Töskur fyrir hártoppa G. M. iiöin Þingholtsstræti 3 - Sími 24626 Fall prússnesku .... Framhald af bls. 25. hætti svo við laganámið og sneri sér að hagfræði. En Waltraud fór til Kiel, til framhaldsnáms, og þá fór prinsinn að fara þangað. Þessi ferðalög tóku auðvitað mik- inn tíma, og kom það niður á námi hans. Louis Ferdinand hafði miklar áhyggjur af því að hann stund- aði ekki námið, en aftur á móti var hann ekkert sérlega hress yfir því að Waltraud var farin að koma ískyggilega oft til sveitaseturs Hohenzollerættar- innar, Wummehof, nálægt Brem- en. Að lokum ákvað hann að taka í taumana, — hann bannaði Waltraud að stíga fæti á heimili sitt, og þetta bann náði til allra aðseturstaða fjölskyldunnar. Þeg- ar hann var búinn að taka af skarið á þennan hátt, hefir hon- um líklega verið eitthvað rórra, því að hann fór í ferðalag til Bandaríkjanna, með Kiru prins- essu. En þegar hann kom heim úr því ferðalaginu komst hann að því að ungu hjúin höfðu haft bann hans að engu, og átt nokkra sæludaga í Wummehof. í reiði sinni hótaði prinsinn að höfða mál gegn Waltraud. En hún svaraði með því að stilla sér upp fyrir framan íbúð fjölskyld- unnar í Berlín, og stara upp í gluggana. Þjónustufólkið var sent til að biðja hana að hætta þessu tiltæki, en hún anzaði því ekki. Að lokum fékk Louis Ferdi- nand lögregluþjón til að vísa henni í burtu. í janúar 1966 sáust þau Wal- traud og Friedrich Wilhelm fyrst saman opinberlega, — það var á pressuballinu í Vestur-Berlín. Þetta varð til þess að foreldrar Friedrich Wilhelms tjölduðu nú öllu sem til var, til að eyðileggja sambandið á milli hinna ungu elskenda, í eitt skipti fyrir öll. Louis Ferdinand höfðaði til heið- urs hans sem prússnesks prins, og skipaði honum að slíta öllu sambandi við Waltraud. Án efa vissi Lois Ferdinand hvað hann var að tala um, þegar baráttan stóð um hjúskap og heiður; því að fjörutíu árum áður hafði hann líka verið ást- fanginn af borgaralegri stúlku Það var í Los Angeles, og stúlkan var Lily Damita, kvik- myndastjarna. Þau ákváðu að ganga í hjónaband í Mexico, því að þar var auðvelt að fá tilskilin leyfi. En einhvernveg- in fréttist þetta, og allur þunginn af heiðri hinna móðguðu Hohen- zollara féll á hinn óhamingju- sama Louis Ferdinand, eins og tonn af grjóti. Hann reyndi allt sem hann gat til að telja föður sínum hughvarf, en það bar engan ár- angur. Hann yfirgaf Hollywood og Lily ...... Fjölskyldan lét ekki þar við sitja. Nú var um að gera að halda þessu í horfinu, sjá til þess að Louis Ferdinand héldi sig á beinni braut. Samkvæmt alda- gömlum erfðavenjum meðal tignarfólks í Evrópu, var haf- izt handa um það að útvega honum heppilegt kvonfang, þ.e.a.s. útvega honum konu af nógu göfugum ættum. Hohenzollarnir sneru sér til frú von Mumm, konu hins þekkta kampavínsframleiðanda. Frúin hafði yndi af hjúskapar- miðlun, og margt af hefðarfólki Evrópu stóð í þakkarskuld við hana, fyrir frábæra aðstoð í þessum efnum, án hennar hefði þetta fólk verið í mestu vand- ræðum að útvega sér maka, sem hafði nægilega ættgöfgi til að bera. Frú von Mumm bauð Louis Ferdinand að dvelja á setri sínu, Johannisberg, við Rín, um helgi. heimilistrygging á hvert ÁBYRCiÐ h.f. býður bindindisfólki ódýra heimilistryggingu. Fjölbreytta tryggingu fyrir alla fjölskylduna. Brunafcrygging, vatnstjónstrygging, þjófnaðartrygging, ábyrgða rtrygging, slysaörorkutrygging o. fl. tryggingar, allt í einiu skírteini. ÁBYRGÐ h.f. tryggir aðeins bindindismenn. Þess vegna fá þeir ódýrari tryggingar hjá ÁBYRGÐ. Það borgar sig að lifa í bindindi. Abyrgdp TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN Skúlagötu 63 - Reykjavík - Símar: 17455 - 17947 22. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.