Vikan - 06.06.1968, Side 34
PÉR SPARID
MEDÁSKRIFT
ÞÉR SPARIÐ TÍU KRÓNUR Á HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVÍ AÐ VERA
ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI
OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ
VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG
GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL.
----------------KLIPPIÐ HÉR------------------------------------KLIPPIÐ HER--------------------
r
Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift VIKAN
□ 3 MÁNUÐIR - 13 töíubl. - Kr. 400,00. Hvert blað á kr. 30,77.
[ í 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 750,00. Hvert blað ó kr. 28,85.
Gjalddagar: 1. febrúar— 1. mal — 1. ógúst — 1. nóvember.
SKRIFIÐ GREINILEGA
SKIPHOLTI 33
PÖSTHÖLF 533
REYKJAVÍK
SÍMAR:
36720 - 35320
n
i
i
i
Þar var líka annar gestur, Kira,
stórhertogafrú frá Rússlandi,
frænka síðasta zarsins. Þetta
var árangurinn af leynimakki
milli Hohenzollara og Romanova,
sem héldu því fram að þessir
ættingjar þeirra ættu mjög vel
saman.
Louis Ferdinand og Kira op-
inberuðu trúlofun sína á að-
fangadagskvöld, árið 1937. Fimm
mánuðum síðar voru þau gefin
saman í grísk-kaþólsku kirkj-
unni í Potsdam. Svo voru þau
aftúr vígð 4. maí 1938, í mót-
mælendankirkjunni í Doorn í
Hollandi, heimili hins landflótta
keisara, Wilhelms II.
Fyrsti sonur þeirra fæddist 9.
febrúar 1939. Louis Ferdinand
vildi skíra drenginn í höfuðið
á sjálfum sér, en gamli keisar-
inn neitaði því harðlega, hann
sagði að það yrði að skíra
drenginn eftir hefðbundnum
venjum, Friedrich Wilhelm.
Lois Ferdinand beygði sig fyrir
erfðavenjunum og hinum upp-
stökka, gamia keisara.
Tuttugu og sjö árum síðar
endurtók svo sagan sig. Friedrich
Wilhelm varð ástfanginn af
borgaralegri stúlku, eins og fað-
ir hans, en Hohenzollarnir höfðu
annað kvonfang í huga. Nú var
ekki leitað út fyrir fjölskylduna
um aðstoð, Kira prinsessa ætlaði
sjálf að sjá um þetta. Stúlkan
sem hún hafði í huga var
Helene Kirby, dóttir stóriðju-
hölds af Gyðingaættum. Hann
dó í þýzkum fangabúðum, árið
1945. Móðir Helene var Leonide
prinsessa .afkomandl gamallar
rússneskrar aðalsættar. Síðari
maður Leonidu var Vladimir,
ættarhöfðingi Romanovættar-
innar og bróðir Kiru pripsessu.
Það var heldur ekki lakara að
Helene, sem var amerískur rík-
isborgari, átti mikinn arf í
vændum.
En það fer oft margt öðru vísi
en ætlað er, jafnvel þótt það séu
konunglegar prinsessur, sem
leggja á ráðin.
Foreldrar Frederich Wilhelms
vildu að hann tæki sér flugfar til
Parísar, til að heimsækja Helene,
en hann tók aðra flugvél, til
Hamborgar, til að hitta sína
heittelskuðu Waltraud Frey-
dag.
Meðal farþeganna var ind-
verskur læknir, og um leið og
hann steig út úr vélinni í Ham-
borg, var hann stöðvaður af
heilbrigðisyfirvöldum Vestur-
Þýzkalands, sem héldu því fram
að hann væri bólusóttarsmit-
beri.
Daginn eftir var þessi saga
á forsíðum allra blaðanna.
„Friedrich Wilhelm bólusóttar-
prins“, stóð með stórum stöf-
um á forsíðu „Bild Zeitung“.
Það kom þó síðar á daginn
að þetta var ekki rétt; Friedrich
Wilhelm hafði ekki komið ná-
lægt hinum grunaða lækni.
34 VIKAN 22-tbl-