Vikan - 25.07.1968, Síða 15
veskið sitt og kveikjarann.
— Ég sá, að þú horfðir á mig
í klúbbnum í dag og svo aftur
í kvöld, sagði Sandra. — Með
vanþóknun.
— Það er vanþóknun á líferni
þínu.
Það var eins og hroliur færi
um hana innan í skinnjakkan-
um. — Ég hef hugsað mikið um
það. Líferni mitt? Má ég spyrja
þig að einu Peter? Valdir þú
þér að vera sú manngerð, sem
þú ert? Þú niyndir ekki vera
hér í kvöld, ef allt hefði farið
eðlilega fyrir þér, eins og þú
hefðir helzt kosið; ef það líf,
sem þú nú lifir, væri þitt raun-
verulega, rétta líferni.
— Ég skil þig ekki.
Sam sagði mér frá því, sagði
hún. — Fætinum á þér. Þú komst
hingað vegna þess? Þú hélst, að
þú kynnir að finna mennina, sem
voru óvinir þínir. Svo líferni
þitt stjórnast ekki af frjálsu vali.
Hún sló öskuna af sígarettunni.
— Þú heldur, að ég hafi kom-
ið hingað vegna þess að ég nyti
þess að horfa á blóðið úr henni,
þar sem hún var skilin eftir til
að deyja.
— Én það er ekki rétt?
— Ég kom til að finna þig,
sagði hún. — Hvað ætlarðu í
rauninni að gera, varðandi
Howard?
— Það er undir því komið,
hvað Howard ætlar að gera við
sig sjálfur.
Hún dró djúpt að sér reykinn
úr sígarettunni. — Ég er ekki
sérlega gáfuð, sagði hún.
- Ég er ekki reiðubúinn að
dæma um það, Sandra.
— Þú hefur nú þegar dæmt
um það, sagði hún. — Ég sá það
á svipnum á þér í gær, þegar
Sam var að káfa á mér og í
kvöid, þegar hann var að dansa
við mig.
— Ég endurtek, það er þitt
líf, sagði Peter.
— Djöfullinn eigi það, sagði
hún kastaði sígarettunni og steig
á hana. — Ég þarfnast Sams og
Sam getur ekki setið á sér að
káfa á fallegum stúlkum, sér-
staklega ekki þeim, sem um-
gangast hann stöðugt. Það kom
kuldalegur undirtónn í röddina.
Það er ekkert meira í sambandi
við það, sem þú hefur séð, ef
það er það sem þú heldur.
—- Hann hefur gaman af að
þukla á kvonfólki, ég sagði þér
það. Ég hélt, að það kynni að
ergja Howard. Það gerði það ekki.
— Ég fékk þá tilfinningu fjrrir
smástundu, að þú værir enn
hrifin af Howard, þrátt fyrir
allt, sagði Peter.
— Ég var búin að segja þér
það, sagði hún beizklega. — Ég
er ekki sérlega gáfuð. Ég vildi,
að ég hefði eitthvað að drekka.
Hefurðu eitthvað að drekka, þar
sem þú býrð?
— Því miður. Ég deili herbergi
með öðrum á mótelinu.
— Ég vil ekki vera hér, sagði
hún og það fór um hana hroll-
ur. — Aktu mér eitthvað, Peter.
Farðu með mig eitthvað héðan
burtu. Ég hefði ekki átt að lcoma.
— Ég er upptekinn, sagði
Peter.
— Ég skil. Þú ert ekki í skapi
til að fara á kvennafar. Allt í
lagi, ég er heldur ekki í skapi til
að fara á kallafar. En ég verð
að tala við einhvern, Peter. Þú
veizt ekki nema ég ‘hafi drepið
hana.
Peter varð kuldalegur.
—• Mér geðjast ekki að orða-
leikjum, Sandra, sagði hann.
— Ég vildi hana feiga, aagði
hún og forðaðist augnaráð hans.
— Kannske eitthvað af því, sem
ég hef aðhafzt hafi átt einhvern
þátt í þessu.
— Hvað mikið veiztu um
hana? spurði Peter.
— Um Mary Landers veit ég
allt, sagði hún með nokkrum
ofsa.
— Staðrejmdir, sagði Peter.
— Já, ég veit líka staðrejmd-
ir. Þegar maður á allt sitt und-
ir átökum við einhvern, leitar
maður allra staðreynda, sem fá-
anlegar eru. Viltu kaupa eitthvað
af þeim, Peter? Viltu bjóða mér
í ökuferð í þessum fallega, hvíta
bíl þínum, fyrir eitthvað af
þeim?
-— Komdu, sagði Peter.
Hún herpti sig saman í fram-
sætinu á Jagúarnum eins og
henni væri kalt. Milli trjánna sá
Peter fyrsta morgunroðann.
— Ef þú ekur umhverfis nám-
una, sagði hún, — kemurðu á
slóð, sem liggur jafnhliða golf-
vellinum.
Hann fylgdi fjrrirmælum
hennar orðalaust. Slóðin ]á um-
hverfis grjótnámuna og þar
næstum beint upp að golfvell-
inum. Til hægri sá hann ennþá
ljósin í gluggum Country Club.
— Til vinstri, sagði hún.
Þessi slóð var greinilega not-
uð fyrir traktora og vörubíla í
sambandi við golfvöllinn. Landið
var rauðgrátt, þegar nóttin lagði
á flótta og morgunninn nálgað-
ist. Slóðin vatt sig áfram milli
loðinna golfbrauta og utan um
grínin, loks endaði hann upp á
dálítilli hæð við enda vallarins.
- Stanzaðu hér, sagði Sandra.
Peter stöðvaði bilinn og drap á
vélinni. Fyrir framan þá var
langur, grænn daiur milli
Conneqticut hæðanna. Fremur
stórt stöðuvatn var dimmt og
drungalegt í aftureldingunni. f
austri . varð himininn næstum
blóðrauður.
— Á morgni eins og þessiim
fyrir tveimur árum kom ég hing-
að, sagði Sandra, — ég var ný-
orðin átján ára Þá byrjaði þetta
allt saman. Ég var með gömlum,
gömlum manni. Tuttugu og sex
ára. Howard.
— Ekki gift honum?
— Nei, og dreymdi raunar
ekki um það. Mér var sagt, að
litlir drengir yrðu ástfangnir af
eldri konum kennslukonum
sínum og þvílíku. Litlar stúlkur
eru alltaf ástfangnar af eldri
mönnum. Ég hafði vérið æðislega
skotin í Howard síðan ég var tólf
ára og hann var tvítugur. Hann
hafði hinsvegar varla veitt mér
athygli. Faðir minn er varafor-
stjóri Delafield Company og við
komum oft heim til Sams á
sunnudögum. Ég horfði á
Howard með augnaráði kjöltu-
rakka. Hann gerði grín að mér
og stríddi mér og gleymdi svo
að ég var til. Svo fór hann í
skóla og byrjaði að vinna hjá
fyrirtækinu, en hann virtist aldr-
ei eiga neina kærustu. Stúlkur
og stúlkur og stúlkur, en enga
kærustu. Það var um þetta leyti
sem mér tók að skiljast, að hlut-
irnir væru ekki eins og mamma
og pabbi sögðu að þeir væru. Ég
fór að heyra útundan mér guð-
spjöll trúleysingianna. Þú veizt
hvernig þau eru. Það er engin
framtíð. það er engin fortfð. Það
er aðeins núiS og núið leiðir ekki
af sér neina ábjmgð né neinar
skyldur. Hver og einn tekur
sínar eigin áhættu.
— Var þetta heimur Howards?
— Já. Engin föst vinlcona,
eins og ég sagði þér. Og vegna
þess að ég þráði hann. talaði ég
eins og hann vildi heyTa, og
taldi sjálfri mér trú um að þetta
væri einnig mín lífsskoðun. Ég
hefði hljómað hlægilega í þín-
um eyrum, Peter.
Hún starði niður á vatnið sem
nú var merlað fyi'stu sólargeisl-
unum.
— Nóttin var eins og sú, sem
nú er nýliðin, sagði hún.
Skemmtun i klúbbnum. Ég var
orðin kvenmaður. Ekki bara
krakki með tíkarspena. Og
Howard hafði tekið eftir mér.
Hann ók mér hingað úteftir í
tunglsljósinu og við sátum ein-
mitt hér, sem við erum núna.
Hann sagðist vilja njóta mín og
ég sagði já, vegna þess að þann-
ig hagar maður sér í nýj a heim-
inum. En hann gekk ærlega úr
skugga um, að ég skildi regl-
urnar. Hann var ekki ástfanginn.
Morgundagurinn rynni senni-
lega aldrei upp. Og hann myndi
sennilega aldrei koma sjálfur
aftur. Það var allt í lagi með mig,
vegna bess að það var ruað, sem
gilti. Ég taldi siálfri mér trú
um það hvað eftir annað, og
svo — og svo. Hún andvarpaði
þungann. — Ég var ástfangin,
en ég vildi ekki viðurkenna það,
ekki fvrir sjálfri mér.
— Þú lætur bað hljóma dapur-
lega, sagði Peter.
Hún hló stuttum gleðisnauð-
um hlátri. Dapurlega, dapur-
lega. En ég vissi það ekki þá.
Ég viski það ekki fyrr en tveim
dögum seinna, þegar Hcrward
kom til mín og ég uppgötvaði
að við lifðum í heimi Sams Dela-
field ekki okkar eigin. Það hafði
sézt til okkar, einn a fstarfs-
mönnum Sams hafði séð okkur.
f Sams heimi gera menn ,.heið-
arlega konu” úr fórnarlambinu,
þegar beir eru staðnir að jærki,
begar kornið er að þeim af ein-
hverium sem lifir í sama heimi.
Ef maður í Sams heimi á mök
við skækiur; er það karlmann-
legt og allt í lagi, ef maður í
Sams heimi á mök við. stúlku
úr röngu þrepi mannfélagsstig-
ans, fær hún fébætur. Ef mað-
ur úr Sams heimi á mök við
dóttur varaforstiórans, gerir
hann heiðarlega konu úr henni.
Vesalings Howard, hann sat fast-
ur í þessum sérstaka köngulóar-
vef Sams gamla. Sam hafði hann
alveg í hendi sér, því það eina,
sem Howard varðaði raunveru-
lega nokkuð um þá, var starfið
hans. Howard var heiðarlegur
við mig, ég vil að þú vitir það.
Hann elskaði mig ekki; hann
óskaði ekki að kvænast mér né
Framhald á bls. 39
29. tbi. VIICAN 15