Vikan - 25.07.1968, Side 27
ur gegn Rússum til að jarða þá endanlega,
en þá snerist lukkuhjólið. Karl anaði inn á
rússnesku slétturnar en fór álíka illa út úr
þeim leiðangri og flestir aðrir, sem færzt
hafa í fang að hernema þær endaleysur.
Hann missti her sinn, sem þá var beztur í
heimi, var um hríð flóttamaður hjá Hund-
tyrkjanum og fór síðan með lið inn í Noreg.
Settist hann um Friðrikssteinskastala skammt
frá landamærunum, en sá staður var þá
helzta varnarvirki héraðanna austanfjalls. Sú
orrusta varð hans hinzta.
Fljótlega komst á kreik sá orðrómur, að
ekki hefði verið einleikið um dauða kon-
ungs. Var því hvíslað að banamaður hans
hefði víst ekki verið á meðal Norsaranna,
sem vörðu Friðriksstein, heldur í röðum hans
eigin liðsmanna. Þjóðin var orðin dauðþreytt
á stríðinu, sem búið var að drepa skáann úr
henni, og auk þess börðust tveir flokkar um
völdin við Stokkhólmshirðina. Annar vildi
semja frið við Rússa og fá stuðning þeirra
til að knúsa aðra óvini Svía, einkum Dani
og taka af þeim Noreg, og var Karl konung-
ur þeirri stefnu hlynntur. Hinn flokkurinn
vildi hinsvegar leita stuðnings hjá Bretum
til áframhaldandi ófriðar við Rússa. Þykir
ekki örgrannt að einhver snati þess flokks
hafi skotið Karl í víggröfunum utan við
Friðriksstein.
STÍGVÉLAFULLUR AF KÚLUM
En nú er það svo að banakúlan er ekki
nein venjuleg byssukúla, heldur látúnshnapp-
ur af þeirri gerð, sem sænskir hermenn höfðu
til að hneppa að sér jökkunum með. Því var
nefnilega trúað um Karl líkt og fleiri ber-
serki og heljarmenni fyrri daga, að hann
deyfði bæði stál og blý. Er svo sagt að eftir
orrustu hafi hann að jafnaði verið með alla
vasa og stígvél full af kúlum sem hrunið hefðu
af honum, en aldrei særðist hann. Slíka menn
var að jafnaði reynt að ráða af dögum með
kúlum úr einhverju efni, sem þótti búa yfir
meiri krafti en önnur, til dæmis silfri og
kopar. Og því er talið að banamaður Karls
hafi slitið af sér einn jakkahnappinn og hlað-
ið með honum hólkinn; annað mundi vart
duga á heljarmanninn.
Svo er sagt að annar liðsmaður Karls, sem
ættaður var frá Hallandi, hafi staðið nálægt
honum er hann féll og fundið hnappinn.
Hann tók hann með sér heim í stríðslok, en
brátt fór að sækja á hann mikið hugarvíl út
af þessum minjagrip, Fór svo að hann trúði
sóknarprestinum fyrir grunsemdum sínum
varðandi hnappinn. Ráðlagði prestur honum
að henda gripnum á haug, og hlýddi dátinn
því ráði. Þegar hnappur sá, sem nú er á Var-
bergssafni, fannst svo í sorpi miklu síðar,
var þessi saga rifjuð upp, og þykir sér-
fróðum mönnum, sem málið hafa rannsakað,
lítill vafi á því leika að þessi óásjálega látúns-
kúla hafi að vísu sundrað einum mesta her-
stjórnarheila, sem nokkru sinni hefur verið
til á Norðurlöndum og þótt miklu víðar sé
leitað.
Hann endaði líf sitt á ókunnuum stað
fyrir ókunnri hendi, en nafnið það
sem herflokka skelfdi á horfnum dögum
er haft fyrir efni í skemmtisögum.
Svo kvað skáldið um tólfta Karl, og nú
selja safnverðir í Varberg túristum forgyllt-
ar eftirlíkingar málmhnoðra þess, er batt
endi á stórveldistíð lands þeirra.
Á stalli undir virkisveggnum hafmegin er
útiveitingahús, og þar sitja nú nokkrar roskn-
ar Varbergsfrúr og ylja sér á kaffi og síð-
ustu kjaftasögunum úr bænum. Á sæbörðum
grettistökum niðri í flæðarmáli sitja ung-
menni og baða fæturna í volgum sjónum.
Grádökkir múrveggir Varbergskastala eru
undarlega fornlegir, maður gæti næstum því
haldið að þeir hefðu dottið út úr tímavél,
eða þá að þeir séu missýning, arfur tímabils
sem er of fjarlægt til að geta verið raun-
verulegt lengur. í þá daga bárust norrænar
þjóðir á banaspjót undir þessum veggjum,
nú heyrir slíkt ekki lengur til hugsanlegra
atburða, ekki hér. En lífið er fullt af fjar-
stæðum og það sem sýnist fjærst stendur
manni oft næst þegar allt kemur til alls.
KJALLARARNIR í KRÓNBORG
Á því leikur víst enginn vafi að Eyrarsund
sé ein fjölfarnasta siglingaleið veraldar og
hafi lengst af verið. Meðan Danir áttu lönd
báðum megin þess, þótti þeim upplagt að
einoka þetta merkilega sund eins og fleira
og heimtu toll af þeim skipum sem um það
sigldu. Til þess að framfylgja því var Krón-
borg byggð, kastali sá er nátengdur er minn-
ingu Hamlets, þótt svo að þessi víðfrægi
Hásetar aö störfum á bátadekki við innsiglinguna
að Kungshamn.
prins hafi áreiðanlega aldrei stigið þar fæti,
ef hann hefur þá einhverntíma verið til. Und-
ir höllinni eru hvelfingar miklar og ranghal-
ar, sem aðallega voru notaðir til að hýsa
setuliðið. Þar niðri er hráslagakuldi og stein-
veggirnir síblautir af sagga, hvernig sem
viðrar ofanjarðar. Við slíkan aðbúnað máttu
Jeppi á Fjalli og hans líkar þrauka af trú-
skap við sína kónglegu mekt og höfðu til
fæðslu súrmat er geymdur var í víðum ám-
um, sem eru úr steini eins og allt annað
þarna í undirdjúpunum. Þarna er líka pynd-
ingaklefi, sem trúlega hefur verið nota'ður
til að kvelja pólitíska fanga og óhlýðna dáta.
Hann er í laginu eins og spjótsoddur. Var
venjulegt að pressa þann, sem kvalinn var,
inní mjórri endann með þar til ætluðum
járngrindum, þangað til hann mátti hvorki
hreyfa legg né lið, og gátu böðlarnir þá iðk-
að á honum kúnstir sínar í friði og spekt.
Þarna er örstutt yfir sundið og frá virkis-
veggjunum má gerla sjá húsin í Helsingja-
borg. í þessum víggirðingum má enn líta
fallstykki þau, en Danir höfðu til að dúndra
með á þau skip, er þverskuðust við að borga
tollinn, eða þá herskip sem ætluðu með
ófriði til Kaupinhafnar. En eins og oftar kom
allur þessi fyrirgangur að litlu haldi. Aðeins
einu sinni er til þess vitað að Krónborgar-
kastali og byssurnar þar hafi komið að gagni,
og þá ekki Dönum, heldur Svíum, sem þá
höfðu hertekið virkið og sátu um Kaup-
mannahöfn. Þetta var í stríði þessara frænd-
þjóða skömmu eftir miðja seytjándu öld, er
Karl Gústaf Svíakonungur ætlaði að leggja
undir sig Danaveldi og gera öll Norðurlönd
að einu ríki. Þetta hefði honum sjálfsagt tek-
izt ef þjóðir Vestur-Evrópu, Englendingar,
Hollendingar og fleiri, hefðu ekki stutt við
bakið á Danskinum; kaupsýslumenn Lundúna
og Amsterdams hugðu það lítt samrýmanlegt
hagsmunum sínum að eitt ríki réði yfir
hinum mikilvægu siglingarleiðum inn í
Eystrasalt. Hollendingar sendu flota til
hjálpar Kaupmannahöfn, og skutu Svíar á
hann úr Krónborg, þegar hann fór inn í
sundið. Það dugði raunar ekki til; þeir
Anton Líndal, bryti, og önnur dætra hans.
svensku urðu um síðir að hörfa frá Höfn.
Síðan hefur borgin við sundið ekki haft af
hernaði Svía að segja, nema þegar túristar
af þeirri þjóð bregða sér yfirum á ferjun-
um frá Malmö til að viðra dýrið í sér með
því að sleppa því lausu á danskinn.
IIÓSTAÐI SÓTI OG BLÓÐI.
Trúlega er umferðin um Eyrarsund hlut-
fallslega meiri nú en nokkurn tíma fyrr,
því að nú er Sovét komið í röð mestu sigl-
ingarikja og drjúgur hluti verzlunar- og
fiskiflota þess á stöðugt leið um sundið út
Þessi mynd er líka úr bátsferðinni í skerjagarðin-
um. Hér gengur sjór hátt á land upp í vondum
veðrum svo að gróður nær ekki að festa rætur.
á Atlantshaf og aftur þaðan til Leníngrað,
Rígu, Klajpedu, Kalíningrað og annarra hafn-
arborga á þeim hluta Eystrasaltsstrandar,
sem nú lítur ráðstjórn. Eitt sinn í fyrndinni
töldu Danir allt Eystrasalt eign sína, síðar
varð það að heita mátti sænskt innhaf en
nú má víst heita að rússneski flotinn drottni
þar. Kváðu Rússar stöðugt hafa dulbúið
njósnaskip suður af Falsterbo á Skáni til
að fylgjast með öllum skipaferðum inn í
Eystrasalt og út úr því.
Algengast er að skip taki lóðs gegnum
sundið, en Ingi á Dettifossi sá ekki ástæðu
til þess, enda er honum leiðin vel
kunn; hefur farið hana oftar en tölu verði
Framhald á bls. 40.
29. tbl.
VIIvAN 27