Vikan - 25.07.1968, Qupperneq 50
\
'\
heitir, bar fyrir réttinum að oft bærí
það við að hin og þessi áhöld væru
í snatri sótthreinsuð eftir uppskurð
og síðan notuð við aðra aðgerð.
Þetta hefði aukið mjög erfiðleik-
ana við allt eftirlit. Rétturinn þótt-
ist fljótlega sjá að hér lægi hundur-
inn grafinn. Þegar óstandið var
þannig, var réttinum spurn, að
hjúkrunarkonan ótti erfitt með að
framfylgja nokkru eftirliti, varð
hlutaðeigandi skurðlæknir þá ekki
að bera ábyrgð á eftirlitinu? Það
var ekki venja hjó okkur, svaraði
dr. Feiber.
Þegar önnur hjúkrunarkona,
Martha að nafni, sem aðstoðaði við
skurðaðgerðir, var leidd sem vitni
fyrir réttinn, kom fleira í Ijós. Að
kvöldi ellefta nóvember hafði
Martha saknað lyftijárns. Hún hafði
þó ekki tilkynnt hvarfið; hjúkrunar-
mennirnir á þessu sjúkrahúsi voru
nefnilega vanir því að nota þetta
áhald til að taka af gipsumbúðir.
Þetta hafði yfirlæknirinn bannað, og
hjúkrunarkonan hafði þagað yfir
hvarfinu til að forða starfsbræðrum
sínum frá klandri.
Þar eð Evelyn leið stöðugar þján-
ingar eftir að hún var útskrifuð af
sjúkrahúsinu, gegnir furðu að sann-
leikurinn ( málinu skyldi ekki upp-
götvaður miklu fyrr en raun varð
á. En þegar hún barmaði sér við
heimilislækninn, hélt hann að hún
væri að gera sér upp veikindi til
að sieppa við að fara ( skólann.
Þegar verkirnir urðu sárari, sendi
heimilislæknirinn stúlkuna til sér-
fræðinga, en þeir fundu ekki held-
ur neitt athugavert. Heimilislækn-
irinn var farinn að halda, að eftir
allt saman væri ekki úr vegi að
röntgenskoða sjúklinginn, en áður
en af þvf yrði, stökk Evelyn út úr
lestinni, sem fyrr er ritað.
Áður en svo langt var komið,
hafði hún orðið fyrir margs konar
andstyggilegri reynslu. Hún gat ekki
tekið þátt ( neins konar félagslffi
með jafnöldrum sfnum, ekki stund-
að íþróttir, ekki dansað. Hún var
sannfærð um að hún gæti aldrei
orðið eiginkona og móðir og sleit
því öllu sambandi við unnusta sinn.
Enginn trúði henni, enginn hjálp-
aði henni. Amma hennar hélt helzt
að hún væri móðursjúk og hótaði
að senda hana á hæli fyrir tauga-
sjúklinga. Þangað vildi Evelyn alls
ekki fara.
Svo stökk hún út úr lestinni.
Rétturinn kornst að þeirri niður-
stöðu, að frú d!r. Feiber hefði gerzt
sek um vftaverða vanrækslu. Hún
hafði sem fullgildur læknir, haft
yfirumsjón með aðgerðinni, og þar
eð hún var framkvæmd af lækni,
sem enn hafði ekki hlotið fullkom-
in starfsréttindf, var enn frekari
ástæða til að vera vel á verði. Henni
var gert að greiða fimm hundruð
marka sekt og málskostnað. Þar að
auki mun Evelyn krefjast skaða- og
sársaukabóta. T3r. Lanver var sýkn-
aður.
L
☆
50 VIKAN 29-tbl-