Vikan - 22.08.1968, Blaðsíða 7
!
enda hafa sent þér drauma
til ráðninga. Vil ég nú ekki
verða eftirbátur þeirra,
þótt Vikan sé auðvitað
engin draumráðningabók,
og sendi þér einn, sem fer
hér á eftir:
Mig dreymir, að ég sé
stödd í einhvers konar
fyrrverandi fjósi eða hlöðu.
Eg ligg bundin á gólfinu
ásamt fleira fólki, þar á
meðal foreldrum mínum.
Það ó að skjóta allt fólkið.
Sg sé ekkert fólk að vísu,
en finn að það er þarna.
Mig langar ekkert til að
deyja.
Svo slitnar þetta allt úr
samhengi og næst er ég
stödd að húsabaki hjá mér.
Nú er það bara ég, sem á
að skjóta. Ég stend þarna
óbundin og alein. Eg er
hálfgrátandi, búin að
kveðja foreldra mína, en
þau eru þó ekki stödd
þarna. Eg er óhress yfir
þessu og tauta við sjálfa
mig:
„Eg vil ekki deyja! Eg
vil ekki deyja!“
Allt í einu kemur mað-
ur aðvífandi. Án þess að
hann segi nokkuð veit ég,
að þetta er maðurinn, sem
á að skjóta mig. Aftur segi
ég, að ég vilji ekki deyja.
Maðurinn stendur fyrir
framan mig, án þess að
segja eitt einasta orð. En
skyndilega hætti ég að
gráta og segi:
„Úr því að ég á að deyja,
verður það svo að vera.“
Því næst bið ég mann-
inn að ljúka þessu sem
fyrst af. En þá gengur
hann til mín og bendir mér
að fara, hvað og ég gerði.
Basta.
Eg þakka fyrir ráðning-
una fyrirfram.
Ragga.
Þessi draumur virðist í
fljótu bragði vera uggvæn-
Iegur en það er alls ekki
víst að hann sé svo slæm-
ur. Að vísu er oftast slæmt
að dreyma byssu. Það boð-
ar venjulega ósamkomulag
og eitthvað mótdrægt fyr-
ir skyldmenni og aðstand-
endur. Að verða fyrir skoti
úr byssu táknar hins veg-
ar happ, og að dreyma að
maður sé í gripahúsum,
fjósi eða hestliúsi, boðar
gæfu og gengi. Fjós get-
ur líka táknað gjöf eða
góðar fréttir. Að þessu at-
huguðu ráðum við draum-
inn á þann veg, að eitt-
hvað gerist í lífi þínu, sem
þú tekur afskaplega nærri
þér í fyrstu. Þú heldur, að
V
heimur þinn sé að hrynja
í rúst. En eftir stuttan tíma
kemstu að raun um, að það
sem þú óttaðist var ástæðu-
laust, og hlutskipti þitt er
alls ekki svo slæmt, þegar
allt kemur til alls.
ÁSTARSORGIR
OG ANDAGLAS
Kæri Póstur!
Eg hef mjög mikinn
áhuga á að láta lesa úr
skrift minni og vona, að þú
getir gefið mér upplýsing-
ar í sambandi við það. —
Einnig ætla ég að biðja þig
að segja mér eitthvað frá
Julie Andrews leikkonu.
Og að lokum: Blessaður
bentu fólki á, að skrifa
Póstinum um eitthvað ann-
að en slappa maga og
brjóst, megrunarkúra, ást-
arsorgir og annan álíka bé-
vítans ófögnuð.
Á. H. S.
PS. Er eitthvað til í
þessu með andaglasið? Ef
svo er, hvernig á þá að
fara að?
Frú Unnur Þorsteinsdótt-
ir, Hofsvallagötu 19, Rvík,
er eini starfandi rithand-
arsérfræðingurinn hér á
lanði. Við birtum viðtal
við hana fyrir nokkrum
vikum. Þar færðu að vita
allt um rithandarlestur. —
Einnig birtist fyrir nokkru
grein um Julie Andrew,
svo að við verðum að
minna þig á að lesa Vik-
una betur. Lesendur Pósts-
ins láta ekki segja sér, um
hvað þeir eigi að skrifa.
Þeir skrifa um það, sem
þeim liggur á hjarta, og
við biðjum þá að halda
áfram að gera það. f stað-
inn fyrir að lesa þennan
„bévítans ófögnuð" getur
þú stytt þér stundir við
áð fara í andaglas. Það er
gert þannig: Pappír er sett-
ur á borð og stafrófið skrif-
að á hann í hring. Síðan
setjast tveir, þrir, fjórir
eða fleiri við borðið og
leggja allir fingurgómana
á vatnsglas. Ef einhver
kraftur er í fólkinu, fer
glasið á augabragði að
hreyfast og stafar hvert
orðið á fætur öðru. Þetta
getur verið ærið spenn-
andi, þ. e. a. s. ef leikurinn
æsist ekki og borðið tekst
á loft!
*
Ronson
HARÞURRKA HEIMILANNA
TILVALIN TÆKIFÆRISGJÖF
EINKAUMBODi
I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F., REYKJAVlK
”■ «“• VIKAN 7