Vikan


Vikan - 22.08.1968, Síða 15

Vikan - 22.08.1968, Síða 15
Vinsælir vestanshafs Telja má víst, að engin brezk hljómsveit hafi hlotið jafn miklar vinsældir í Bandaríkjunum og Hermans Hermits — og eru þá Bítlarnir líka hafðir í huga. Hljómsveitin hefur tiltölulega lít- ið látið að sér kveða í Bretlandi hin síðari ár, einfaldlega sök- um þess, að þeir félagarnir hafa verið í Bandaríkjunum á þön- um út og suður, við hljómleikahald, við sjónvarps- eða kvik- myndaupptökur. Þó hafa af og til komið frá þeim plötur á brezkan markað, sem náð hafa miklum vinsældum, t. d. lagið um syfjaða Jóa, Sleepy Joe, sem notið hefur fádæma vinsælda hérlendis að undanförnu. Hermann •—• eða Peter Noone, eins og hann heitir réttu nafni — á líka marga aðdáendur hér, eftir komu hans hingað til lands fyrir u. þ. b. tveimur árum. En Hermann sýslar við fleira en að syngja lög. Nýlega var opnuð fataverzlun í New York, sem hann er eigandi að. Verzlunin, sem heitir Zoo, hefur á boðstólum fatnað við hæfi táninga, eins og vænta mátti. Scott vin sælastur Brczkt unglingablaS cfndi nýlega til skoðanakönnunar mcðal lesenda sinna um það, hver væri vinsælasti hljómlistarmaðurinn í Bretlandi á þessu ári. Úrsiitin urðu á þann veg, að Scott Walkcr, sá er áður söng með Walker Brothers, hlaut langflest at- kvæði — cða 2.943. Scott er sem kunnugt er Bandaríkjamaður. Eftir að hann hætti mcð Walker Brothers hefur hann sungið inn á nokkrar hljómplötur og komið víða fram sem einsöngvari, og cins og glöggt má ráða af skoöanakönnuninni nýtur liann gífurlcgra vinsælda meðal brczlcra unglinga. í öðru sæti í skoðanakönnuninni var Pcter Frampton úr hljómsveitinni Hcrd. Hann hiaut 1.851 atkvæði. Númer þrjú varð Davy Joncs úr Monkees með 1.541 atkvæði. Scott Walker þykir nokkuð sérvitur náungi. Honum cr til dæmis mcinilla við að fara flugleiðis milli landa. í ágústbyrjun fór hann í liljómlcikaferð til Japan, og tók fcrðalagið frá Bretlandi alls um prjár vikur, því að alla leiðina fcrðaðist hann með járnbrautarlcst'. Að vísu staldraði hann við i Moskvu og Leningrad til þess að heilsa upp á kunningja, en bann tíma, sem hann var á fcrðalaginu ætlaði hann að nota til að semja lög fyrir næstu hæggengu hljómplötuna sína. 33. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.