Vikan


Vikan - 22.08.1968, Side 30

Vikan - 22.08.1968, Side 30
Móðir, sem er heima og sýslar og börn og buru er með tilliti til þeirrar vinnu, sem hún innir af hendi, verð meiri launa en þeirra, sem maki hennar vinnur fyrir. .Svo segir að minnsta kosti enskur þjóðhagfræðingur, Colin Clark, rektor í hagfræðideild háskólans í Oxford. Eftir margra ára rannsókn hefur hann fundið formúlu til að reikna út sanngjarnt kaup handa heimafrúnum eftir. Hann fer eftir þjóðartekjunum með tilliti til þess, hvað þjónustulið myndi kosta. Niðurstöður hans eru upplífgandi fyrir heimakonurnar; ]>ótt þær fái ekki þau laun, sem hann reiknar þeim, geta þær þó altént hughreyst sig með því, hve dýrmætt starf þær inni af höndum. Samkvæmt niðurstöðum hans kostar 85.000 krónur á ári að luigsa um barn undir fimm ára, 63.000 að sjá um barn rnilli fnnm og fjórtán ára, og 28.500 fyrir fullorðna, það er að segja yfir 14 ára. Með þessum reikningi ætti kona, sem er heima og hugsar uin mann sinn og tvö börn undir fimm ára, að hafa fyrir það 190.500 krónur á ári, eða 16.625 — krónur á mánuði! Sé það meðtalið, að hún hugsar cinnig um sjálfa sig, og sparar manni sínum þar með útgjöld af því, ætti hún að hafa 228.000 — á ári alls, eða 19.000 — krónur á mánuði! Báðar þessar upphæðir eru meira en mörg fyrirvinnan hefur í kaup. Colin Clark, sem sjálfur er níu barna faðir, segir, að ef borga ætti heimakonunum sannvirði fyrir það, sein þær inna af höndum, mvndu flest núverandi þjóðhagskerfi hrynja í rúst. Starf konunnar er mest virði, meðan hún lítur eftir ung- börnum og óvitum allt að fimm ára. Börn á bamaskólaaldri þurfa líka rnikla umönnun og eftirlit, en úr því fer fyrirhöfnin að verða minni. Colin Clark álítur sig eina hagfræðinginn í heiminum, sem sýslar um heimavinnu kvenna, og hann telur, að ekki Hði á löngu, þar til óhjákvæmilegt verður að taka upp einhverjar kaupgreiðslur til húsmæðra. Sú þjónusta, sem þær inna af hendi, verður stöðugt dýrari, ef þarf að kaupa hana að, segir hann, og það er óforsvaranlegt að ganga svo fram hjá hús- mæðrunum að þær sjái verka sinna engan stað í buddunni. En hinu hefur hann gleymt að gera grein fyrir: Hver á að borga þeim? SONUR 5 ÁRA SONUR 7 ÁRA DÓTTIR 3 ÁRA DÓTTIR 5 ÁRA 205.500 kr. 183.000 kr. SONUR 16 ÁRA SONUR FLYTUR DÓTTIR 14 ÁRA DÓTTIR GIFTIST EKKJA 114.000 kr. 57.000 kr. 28.000 kr. 30 VIKAN 33- tbl'

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.