Vikan - 22.08.1968, Síða 34
PÉR SPARID
MEDÁSKRIFT
ÞÉR SPARIÐ TfU KRONUR A HVERJU BLAÐI MEÐ ÞVf AÐ VERA
ASKRIFANDI AÐ VIKUNNI
OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ
VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINAR OG EFNI FYRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG
GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓBLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O. FL., O. FL.
KLIPPIÐ HER----------------------------------------KLIPPIÐ HER
r
Vinsamlegast sendið mér Vikuna í áskrift
□ 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 400,00. Hvert blc.8 á kr. 30,77.
□ 6 MÁNUÐIR ■ 26 tölubl. ■ Kr. 750,00. Hvert bla8 á kr. 28,85.
Gjalddagar: 1. febrúar — 1. maí — 1. ágúst — 1. nóvember.
SKRIFEÐ GREINILEGA
VIKAN
SKIPHOLTi 33
PÖSTHÖLF 533
REYKJAVÍK
SlMAR:
36720 - 35320
n
i
i
i
j
myndi ekki taka í gikkinn. Þessi
ákveðni svipur á andliti manns-
ins var orðinn að einhverskonar
örvæntingu. Eldsnöggt sneri hann
byssunni við í hendi sér svo hún
varð aftur eins og kylfa.
— Brellur duga ekki að þessu
sinni, félagi, sagði hann. — Að
þessu sinni er ég undir það þú-
inn. Það var verst að þú skyldir
ekki nota skynsemina. Hann tók
undir sig stökk og var kominn
að Peter í einu vettfangi.
Peter vissi, fyllilega rólegur, að
nú myndi hann ekki standast
honum snúning. f gamla daga
myndi hann hafa getað reitt sig
á fimi sína til að víkja sér undan,
slá til baka, bera af sér og dansa.
Nú var hann hlekkjaður á plast-
fótinn og varð að berjast þar
sem hann var.
Hann einbeitti sér aðeins að
einu höndinni með byssunni,
sem var reidd eins og hamar.
Þegar hún kom ofan yfir höfuð
hans greip hann úlnliðinn með
báðum höndum og sneri snöggt
upp á. Joe rak upp öskur og
byssan rann frá þeim, þvert yf-
ir gólfið. En í sama bil kom
vinstri hönd Joes eins og sleggja
fyrir óvarðar bringspalir Peters,
honum sortnaði fyrir augum,
hann fann hvernig honum þvarr
máttur. Hann laut höfði og lamdi
af alefli með báðum höndum í
kvið Joes. Það var eins og að
slá í steinvegg. Svo slokknaði
honum öll vitund undan handar-
jaðri Joes, sem hann fékk utan-
vert á hálsinn, hann fann ekki
einu sinni þegar hann skall í
gólfið....
Peter fannst sem hann synti í
myrkri og loks náði hann landi.
Eitt andartak mundi hann ekki
hvar hann hafði verið eða hvar
hann var. Svo rifjaðist það allt
upp fyrir honum. Hann reyndi
að opna augun og fann að hann
gat það ekki. Eitthvað blautt og
þungt lá yfir þeim. Hann reyndi
að lyfta öðrum handleggnum og
það gat hann. Hann kom við
blautt handklæði sem lá yfir
augun og ennið á honum. Hann
reyndi að hreyfa höfuðið og fann
ís sér við háls. Hann lyfti hand-
klæðinu og horfði þá í kvíðafull
augu Söndru. Hann reyndi að
setjast upp og stundi. Það var
eins og logi í höfði hans og hann
hafði þungar þrautir í hálsinum
og handleggnum.
— Joe?
— Niðri ásamt Macklyn lög-
regluforingja og Sam og herra
Kramm frá verksmiðjunni, sagði
hún.
— Svo lögregluforinginn komst
hingað í tæka tíð, sagði Peter. Nú
tókst honum að setjast upp með
erfiðismunum.
— Þeir eru að bíða eftir Ho-
ward, sagði hún og varir hennar
skulfu. — Þeir sendu tvo lög-
regluþjóna á sjúkrahúsið að ná
í hann. Framhald á bls. 39
34 VIKAN ^3-tbl-