Vikan - 22.08.1968, Qupperneq 41
verið að spila Nótt á nöktum
fjöllum hefði allt getað snúizt á
annan veg. En eins og Robert
var nú skapi farinn sá hann ekki
þetta einstaklega góða módel,
sem hafði gert svo mikið fyrir
fyrirtækið; hann sá stúlku með
ofurlítið rjóðar kinnar, rauðan
munn og augu, sem voru ein-
kennilega heillandi samblanda af
grænu og heslibrúnu.
— Fara? spurði hann þrumu-
lostinn.
— Atvinnuleyfi mitt er að
renna út. Ég held að það sé kom-
inn tími til að ég haldi áfram til
Parísar.
— Parísar? Robert gat ekki
annað en bergmálað.
— Það var hugmyndin, þegar
ég kom hingað fyrst, en það var
svo stórkostlegt í London að ég
hef verið hér lengur en ég ætl-
aði.
— Hvað ætlarðu að gera í
París? spurði hann að lokum.
— Það sama. Ég veit um tízku-
ljósmyndara, sem hefur verkefni
handa mér.
Þetta var í fyrsta sinn, sem
hann gerði sér ijóst hvað hún
hafði snöggan og ríkan hlátur.
— Það er tilbreyting frá því
að sýna alltaf sama blettinn á
mér.
— En ég vil ekki að þú farir,
Sc-gði Robert.
Það sem meira var. Hann vildi
ekki að hún kæmist í bland við
annað fólk. Hann var afbrýði-
samur. Hún og hans fínasta fram-
leiðsluvara voru eitt. Það var
óhugsandi að hún léti þukla á
sér og ýta sér til og gera tilraun-
ir með sig fyrir lágkúrulegan
fjárhagshagnað, manna með
minni ráðvendni en hann sjálfur.
— Þetta er fallega sagði, sagði
Harriet. — En ég verð að fara.
Ég býst ekki við að ég fái at-
vinnuleyfi lengur.
Robert dró djúpt andann: —
Borðaðu með mér í kvöld.
— í kveðjuskyni? Þú ert
reglulega sætur!
Meðan Robert var að hafa fata-
skipti þetta kvöld tók efinn að
herja á hann. Hvað vonaðist
hann til að vinna með þessu
matarboði? Hann hafði enga
fasta áætlun. Það skap, sem hann
hafði verið í um daginn var nú
að breytast og hann var í þann
veginn að verða var um sig og
fullur sjálfsgagnrýni. Ósjálfrátt
kveikti hann á útvarpinu.
BBC3 var rétt að byrja á óper-
unni Tristan og Isold eftir Wagn-
er. Snögg tónbrigði komu Ro-
bert til að grípa andann á lofti.
Önnur tónbrigði voru eins og
hnefahögg fyrir bringspalirnar.
Hann lagði af stað til móts við
Harriet og vissi nákvæmlega
hvað hann ætlaðist fyrir. Hann
var hræddur en ákveðinn.
Þau voru lengi að borða og
hún sagði honum frá bernsku
sinni og draumum og hvað hún
ætlaðist fyrir. Hana langaði að
verða listmálari. Vissi hann það
ekki? Um hríð hafði hún verið
fatateiknari að atvinnu — nei
hún var ekkert hrifin af því að
teikna föt — og einhvern veg-
inn hafði það staðið henni fyrir
þrifum í sambandi við málara-
listina. Já, hún hafði gaman af
tónlist, en skildi hana ekki, en
málaralist. ... ? Robert varð að
játa að honum þótti gaman að
því, sem honum þótti gaman að,
þótt hann skildi það ekki. Þau
hlógu bæði. Hann lagði fyrir
hana spurningar og hún talaði
margt fleira og hann hugsaði um
það hvað það væri fallegur
músíkalskur hreimur í röddinni.
Hann bauð henni með sér heim
að lokum til að fá sér kaffiboila.
Hún hefði ekki þegið það, hefði
hann ekki sannfært hana um að
foreldrar hans væru heima. Hann
kynnti hana fyrir þeim, þau tók-
ust öll í hendur og drukku öll
kaffi. Robert kveikti á útvarp-
inu, síðasti þáttur Tristan og
Isold var að deyja út. (Þetta er
mjög, mjög löng ópera). Robert
og Harriet horfðu hvort á ann-
að, bárust með á vængjum tón-
listar, ástar og dauða.
Þegar hann ók henni heim,
sagði hann henni að hún gæti
orðið um kyrrt í Englandi ef
hún giftist Englendingi og Harr-
iet sagðist ekki hafa hugsað út
í það. Hann bað hana að hugsa
út í það og hún sagðist myndi
gera það.
Næsta dag samþykkti hún að
giftast honum.
— En ekki vegna þess að með
því móti get ég verið kyrr í
Englandi, sagði hún. — Ég ætla
að vera kyrr í Englandi svo ég
geti gifzt þér. Rétt?
— Rétt, sagði Robert, sem var
33. tbi. VIKAN 41