Vikan


Vikan - 24.10.1968, Qupperneq 10

Vikan - 24.10.1968, Qupperneq 10
UFDU UEII DflC- DILDH. SERUm moRcunDDcmn en ég sýndi honum hundrað og eina íslenzka gullkrónu, þá leit hann á mig með lotningu og hélt ég væri auðkýfingur. Það var skýjað í Lissabon og drungalegur svipur yfir öllu, enda var Salazar búinn að fá slag númer tvö og allir mjög áhyggjufullir. Magamikil kerl- ing í nankingsbuxum gekk um flugstöðina og safnaði sígarettu- stubbum í plastpoka, öskunni sturtaði hún í fötu. Síðar var mér sagt, að stubbana seldi hún kerlingu sem rifi utan af þeim og vefði nýjar sígarettur úr tó- bakinu, seldi þær síðan aftur með hagnaði. Frá Lissabon til Casablanca er ekki nema um klukkustundar hopp með Caravellunni. Hitinn skall á móti okkur, þegar út úr vélinni kom, líkt og úr risastórri hárþurrku, sólin skein í heiði og ekki skýhnoðri á himni. Okkur var tekið með kostum og kynj- um, aðalmaður SABENA í Mar- okkó, Monsieur F. J. Martens, fagnaði okkur þegar í dyrum flugafgreiðslunnar ásamt manni frá ferðaskrifstofunni og tveim- ur marokkönskum blaðamönn- um sem tóku af okkur myndir úti í sólarbreizkjunni með SA- BENA flugvélina í baksýn og notuðu flass. Að loknum nauð- synlegum pappíraskiptum við landamærin var svo slegið upp blaðamannafundi við afgreiðslu SABENA í flughöfninni, þar sem við útskýrðum getraunina og telpurnar gerðu örlitla grein fyrir sér. Allt varð þetta að fara fram gegnum margfalda túlkun, Marokkanarnir töluðu bara frönsku og arabísku, svo Mart- ens varð að túlka fyrir mig á ensku og ég aftur á íslenzku fyrir telpurnar, og svo öfuga leið til baka. Loks var þessu lokið, og hin opinbera heimsókn okk- ar í soldánsríkið Marokkó var hafin. Casablanea er spænska. Casa þýðir hús og blanca þýðir hvítt. Þar af leiðandi heitir Casablanca á íslenzku Hvítt hús. Á arabísku Dar-el-beida. Enda eru öll hús í Casablanca snjakahvít. Og sem við ókum í nýjum Renault 16 með bílstjóranum okkar, honum Qosmane Brahim — sem við kölluðum Guðmund til hægðar- auka -- inn í borgina, hafði ég ákaflega ríkt á tilfinningunni að þetta væri Afríka. Það gerði þessi þróttmikli gróður, sem alls staðar gnæfði, döðlupálmar og bananatré, og ekki síður fólkið á götunum. Það var hvítt, brúnt, svart, klætt á evrópuvisu og í sjöl og sloppa á afríkuvísu, konur með blæjur, konur með stærð- ar bagga á höfðunum sem þær þurftu ekki einu sinni að styðja við með fingri, og íturvaxnar ungmeyjar á skellinöðrum. — Menn með asna, menn með múl- asna, asnakerrur, hestakerrur, kerrur með járnhjólum, kerrur með gúmmíhjólum, kerrur gerð- ar úr gömlum bílahásingum, kerrur gerðar á ótrúlegasta, frumstæðasta hátt, fínar kerrur. Alla vega litt og klætt fólk á mótorhjólum, skellinöðrum, reið- hjólum, sum þessi hjól með aft- anívögnum. Og yfir öllu þessi brennheita, sterka sól. Mér fannst allt framandi og annar- legt, hér var ég kominn með tvær telpur utan af fslandi og gat ekki einu sinni talað við bíl- stjórann, sem okkur hafði verið fenginn til viku samferðar og satt bezt að segja leizt mér ekk- ert á þessa hjörð, sem ég sá út um gluggana á bílnum. Hotel el Mansour heitir hót- elið, sem við fengum inni á í Casablanca. Þetta er gríðarstórt hótel og fínt og hefur þann stóra kost, að skrifstofa SABENA er á götuhæðinni. Og þar var herra Martens, okkar mikla hjálpar- hella. Og þarna í anddyrinu byrjuðum við Guðmundur að tala saman, hann á arabísku og frönsku en ég á ensku og ís- lenzku. Við gerðum það statt með okkur að hittast eftir klukkutíma og þá ætlaði hann að sýna okkur borgina. Hvað hann stóð við, og aftur á ný lögðum við af stað undir steikj- andi sól að skoða Kasablönku. Eins og allir aðrir staðir á þessum slóðum á Casablanca sér merkilega sögu. íbúarnir eru eitthvað um milljón og þar af eru marokkanskir múhameðs- trúarmenn lang flestir, þó er eitthvað á þriðja hundrað þús- und af gyðingum og Evrópu- mönnum aðfluttum. Á þrettándu öld var þarna lítið fiskiþorp sem hét Anfa, enginn veit hve gam- alt það var. En af grunni þessa litla þorps reis þarna byggð, sem Framhald á bls. 39 •- 4 Casablanca. Á þessari mynd má glöggt sj^á, livernig fyrirkomulag borgarinnar er, í geislum út frá gömlu Medínunni. Leirkerasmiður að skreyta ker. Sennilega er liann leirkerasmiður í 10. lið eða þar um bil, því handverkið gengur f erfðir frá föður til sonar. Hann liandmálar öll kerin sín — með fingrunum einum — og er fljótur að því. 4 Þótt klæðnaður Marokkana sé 4 sýnishorn af flestu, sem til er, mun þó sá sem hér sést á myndinni hvað algengastur. — Þetta er algeng sjón við alla þjóðvegi þar; fólk, sem bíð- ur fars, og karlinn á asnanum er alls staðar. úti í sveit og inni í borg — sjá hægra megin. Ávaxtamarkaður í Medínunni. Verzl- unarvörunrii er raðað þar sem gott þykir og vegfarendur verða að stikla yfir útstillinguna. Úr nýju Medínunni í Casablanca. Torgsalarnir standa við söluvagna sína og borð og falbjóða vöruna með hrópum og handapati. 10 VIKAN 42- tbl-

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.