Vikan


Vikan - 24.10.1968, Page 13

Vikan - 24.10.1968, Page 13
eftir að sýnn Holly hana, þegar hún væri orðin frísk. Hún hafði fengið einhverja magaslæmsku, líklega af tómötunum, sem hún borðaði í morgun. Jolly var kominn í heimavistarskbla, svo Holly yfirgaf aldrei afa sinn, og hann saknaði hennar í dag. Jolyon gekk áfram, gegnum skóginn. En allt í einu nam Balthasar staðar og urraði. Skammt frá þeim, á mosavöxnum trjábol, sat kona. Hún sneri höfðinu. Þetta var andlitið sem hafði komið fram í huga hans skömmu áður, andlitið sem hann hafði séð í óperunni, Irene Forsyte. Hún var í gráum kjól, með ljósrauðri slikju. Hún stóð á fætur og brosti til hans, hallaði ofurlítið undir flatt. En hvað hún var aðlaðandi, hugsaði Jolyon. Hún sagði ekki neitt, og ósjálfrátt skildi hann hversvegna. Það voru gamlar minningar sem höfðu laðað hana að þessum stað, og hún hafði enga löngun til að koma með afsakanir. — Ég sá þig í óperunni um daginn, en þú sást mig ekki, sagði hann. — Jú, víst sá ég þig. Orð hennar kitluðu svolítið hégómagirnd hans, rétt eins og hún hefði sagt: — Hvernig átti ég annað en að sjá þig? Og hann flýtti sér að segja: — Hitt heimilisfólkið er á ferðalagi um Spán, ég er einn heima. Langar þig ekki til að. líta á hesthúsin? Hann komst við þegar hann gekk við hlið hennar að hesthúsun- um. Það var ennþá sami yndisleikinn yfir henni, en samt voru komin nokkur grá hár í rauðgullið hárið, sem fór svo vel við dökk augun og skæran hörundslitinn. — Hvar átt þú heima? spurði hann. — Ég hefi litla íbúð í Chelsea. Það hafði ekki verið ætlun hans að hnýsast í einkamál hennar, en alveg óvart siapp út úr honum: — Ein? lrene kinkaði kolli og svaraði játandi. Honum létti við að heyra það, og honum fannst það nokkuð skrítin tilhögun að það skýldi vera hann sem fylgdi henni um eignina, en ekki að hún fylgdi honum. Það hefði getað verið þannig. — Ertu nokkuð að flýta þér? Geturðu ekki verið svolítið lengur og borð.að með mér? Ég skal láta aka þér heim á eftir. Hann sá að hún hugsaði sig um, og það var ekki nema eðlilegt. Það hlutu að vera margar minningar tengdar við þennan stað. En hann langaði svo til að halda dálítið í hana. Fagurt andlit og dásamlegt vaxtarlag, — fegurðin í eigin mynd.... Og hann hafði ve(rið svo einmana í dag. Ef til vill las hún einhverja þrá úr augum hans, því að hún sagði rösklega: — Jú takk, Jolyon frændi, það vil ég mjög gjarnan. — Hvað gerir þú annars? spurði Jolyon, meðan þau gengu heim- leiðis. — Ég kenni hljóðfæraleik. Og svo vinn ég að áhugamáli mínu, ég reyni að hjálpa konum, sem eiga við erfiðleika að stríða. — - Erfiðleika að stríða? endurtók Jolyon. En svo hrökk hann við, það hlutu að vera götudrósir, sem hún átti við, Magdalenur Lun- dúnaborgar. Það hlaut að vera ógeðslegt verkefni, hugsaði hann. — Hversvegna gerir þú það? Og hvernig geturðu hjálpað þessum konum? :— Ég er hrædd um að það sé af skornum skammti. Ég hefi ekki mikla peninga afgangs. En ég get sýnt velvild, ja, og stundum gefið þeim að borða.... Þau gengu gegnum glerdyrnar, inn í garðstofuna, þar sem Jolyon var vanur að sitja með dagblöðin sín. — Við borðum eftir hálftíma, sagði hann. — Viltu kannski þvo þér um hendurnar? Ég skal fylgja þér upp í herbergið hennar June. Síðustu geislar sólarinnar voru að hverfa, þegar þau gengu aftur inn i garðstofuna, eftir matinn. Jolyon kveikti í vindli og sagði biðjandi: — Spilaðu nú Chopin fyrir mig stundarkorn. Irene settist að flyglinum, lét hendurnar hvíla um stund á tón- borðinu, eins og hún væri í vafa um það hvað hún ætti að spila. Svo byrjaði hún — og Jolyon fylltist einhverri sársaukablandinni sælutilfinningu, sem hann hafði aldrei áður fundið fyrir....... — Dásamlegt! sagði hann, þegar hún hætti. — Haltu áfram .... spilaðu Chopin svolítið lengur. En Irene var staðin upp, og gekk út að einum stóra glugganum. Hann staulaðist á fætur og gekk til hennar. Hún hafði krosslagt hendurnar á brjóstinu, og kinnarnar, sem hann sá aðeins grilla í í rökkrinu, voru náfölar. — Svona, svona, vina mín, sagði hann ósjálfrátt. Hann sagði þetta alltaf við Holly, þegar eitthvað amaði að henni. En áhrifin voru önnur en hann bjóst við, Irene greip höndum fyrir andlitið og grét. Jolyon horfði á hana, hlýjum, gömlum augum sínum. — Svona, svona, svona, tautaði hann aftur og lagði varlega handlegginn um axlir hennar. Nokkur augnablik stóð hún kyrr og þrýsti sér upp að honum. Svo þurrkaði hún augun, tók hönd hans og kyssti hana, eins og hún vildi segja: — Nú er þetta búið. Fyrirgefðu mér. Þessi koss gerði gamla Jolyon undarlega glaðan. Hann tók undir handlegg hennar og leiddi hana fram og aftur um stofuna, eins og til að fá hana til að gleyma sorg sinni. Þau gengu frá einum skápnum að öðrum, og hann sýndi henni postulínssafn sitt, fagra hluti frá Dresden og Meissen, sem hann tók varlega fram og hélt í hrumum höndum sínum. Þegar heyrðist til vagnhjólanna á mölinni fyrir utan, sagði Jolyon: — Þú verður að koma aftur. Komdu bráðlega í morgunverð, þá get ég sýnt þér allt í dagsbirtunni. Þú verður lika að kynnast Holly, uppáhaldinu mínu. Hún er það elskulegasta.... — Ökumaðurinn minn ekur þér heim á kortéri, sagði hann, þegar hann fylgdi henni út. — Sjáðu hérna, sagði hann og stakk fimmtíu punda ávísun í lófa hennar, — þetta er fyrir vesalings konurnar, sem þú ert að hjálpa, skjólstæðinga þina. Augu Irene ljómuðu af ánægju. — Ó, Jolyon frændi! hrópaði hún upp yfir sig. Hann var ánægður, það gat verið að hún gæti glatt einhverja vesalinga með þessu, — og Irene ætlaði að koma aftur.... Nokkrum dögum síðar fékk Jolyon þá hugmynd að fara til borg- arinnar, til að kaupa sér stígvél. Hann lét beita fyrir léttivagninn og ók af stað um miðjan daginn. Þegar vagninn nálgaðist Hyde Park, hugsaði hann: — Ég gæti komið við i Chelsea og heilsað upp á Irene.... Þegar hann kom í anddyrið á húsinu, sem var fjögra hæða íbúða- hús, leitaði hann að Forsyte nafninu á nafnaplötunni, en þar var enginn með því nafni. En þar stóð aftur á móti: Frú Irene Heron, II. hæð, íbúð C. Svo hún var þá farin að nota föðurnafnið sitt aftur! Jolyon gladdist yfir því. Þegar hann hringdi hjá henni, opnaði ung stúlka dyrnar og vísaði honum inn í litla dagstofu. Jolyon stóð á miðju gólfi, með hattinn í höndunum. Irene var greinilega ekki fjáð, hugsaði hann með sér. Ósjálfrátt leit hann í spegil, sem hékk fyrir ofan arininn. Mikið var hann nú orðinn hrumur. Hann fjarlægði hár, sem var á ermi hans og strauk um kinnarnar og hökuna.... Þá heyrði hann að Irene kom inn og hann sneri sér við. — Ég var á leið í borgina, sagði hann, hálf afsakandi. — Mig langaði til að vita hvernig þér liði, og hvernig þér hefði gengið heim, um daginn? Honum létti þegar hann sá að hún var brosandi. Ef til vill gladd- ist hún yfir því að sjá hann. — Geturðu ekki sett upp hatt og kom- ið í svolitla ökuferð með mér um Kensington garðinn, spurði hann. Þegar þau komu í garðinn, stigu þau úr vagninum og gengu um stígana milli trjánna, og Irene stakk hendi sinni undir handlegg gamla mannsins. — Er June búin að fyrirgefa mér, Jolyon frændi? spurði hún. 42. tbi. vikan 13

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.