Vikan


Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 22

Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 22
 Kosningar eru afstaðnar í Svíþjóð fyrir nokkru, eins og kunnugt er, og lauk með glæsilegum sigri Tage Erland- er og jafnaðarmannaflokks hans. Þótt Tage sé að kom- ast á eftirlaun og láti af störf- um eftir tvö ár, var það ein- mitt unga fólkið, sem átti stærstan þátt í sigri hans. Ástæðan er meðal annars sú, að Tage skipti um marga framhjóðendur í flokki sín- um; gamlir þingmenn viku fyrir kornungu fólki, sem sezt nú á þing og kemur á fram- færi skoðunum og stefnumál- um nýrrar kynslóðar. Þessar myndir voru teknar kosninga- nóttina. Unga fólkið hyllir gamla manninn. Ein stúlka rétti til dæmis fram hand- legginn og sagði „Slcrifaðu á handlegginn á mér, Tage!“ — Hingað til hafa eingöngu pop- stjörnur og kvikmyndaleik- arar orðið slíks heiðurs að- njótandi. ☆ SKRIFAÐU Á HANDLEGGINN Á MÉR, TAGE f NYSTÁRLEGUR LAMPI 1 Stöðugt eru framleiddar nýjar og nýstárlegar gerðir af lömpum, en líklega er þessi þó.með þeim frumlegri. Hann er í laginu eins og risastór pera og var til sýnis á húsbúnað- arsýningu í Dússeldorf í sumar. ☆ RÚSSNESK TWIGGY v___________________/ Ilússar fylgjast vel með öllu, sem gerist á Vestur- löndum, ekki aðeins stjórn- málaviðburðum heldur einnig tízkufyrirbærum og tíðar- anda. Og ef þeir telja það nauðsynlegt koma þeir sér upp sams konar f.yrirbærum. Þeir eiga til dæmis sinn James Rond og sína eigin Twiggy. Hún heitir Tamara og er 25 ára, búsett í Moskvu. Þessi mynd af „rússnesku Twiggy“ var tekin, er hún kom til Parísar nýlega. ☆ BRETAR ÖTTAST KYNÞÁTTA- UPPREISN V________________/ Ef ekki verður búið að leysa brezka kynþáttavandamálið eft- ir fimm ár, er hætta á því að ástandið í Birmingham í Eng- landi, verði ekkert betra en það er nú í Birmingham, Alabama í Bandaríkjunum. Þetta segir brezki innanrík- isráðherrann, James Callaghan i blaðaviðtali í London. Stjórn Wilsons fer ekkert í launkofa með það að stjórnin óttist þetta vandamál. Kynþáttahatrið tifar eins og tímasprengja víða í Englandi, sérstaklega þó í Birmingham, þar sem nú eru 80.000 þeldökkir menn búsettir, þ.e.a.s. 15. hver íbúi borgarinnar er þeldökkur eða blandaður. Samanlagt er tala þeldökkra í Bretlandi 1 milljón, eða 2% af íbúum landsins. Kynþáttaóeirðir, á borð við þær sem háðar eru í Bandaríkj- unum, hafa verið boðaðar í Bret- landi. Ef ekki verður fundin viðunandi lausn á kynþátta- vandamálinu, er mikil hætta á að óeirðir brjótist út, milli hvítra manna og þeldökkra á næstu árum. Það verða æ minni líkur til að hægt verði að finna frið- samlega lausn. Stjórnin hefur nýlega lagt fram í þinginu tillögu, sem á að koma í veg fyrir að þeldökkt fólk verði úrhrök, sem setjist að í fátækrahverfunum. ☆ 22 VTKAN 42- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.