Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 23
(
ÖMMUR Á VILLIDÝRAVEIÐUM
Fimm brezkar ömmur, sú elzta
66 ára, en sú yngsta 53, lögðu af
stað í ágústmánuði síðastliðnum
í ævintýraferð lífs síns. — Þær
fóru á villidýraveiðar til Ástra-
líu. Þær fóru á tveimur Land-
rover-jeppum og óku um Evr-
ópu, Mið-Austurlönd, Afghanist-
an og frumskóga Malaysiu.
— Þá fyrst byrjar lífið, þegar
maður er kominn yfir fimmtugt,
búinn að koma börnunum sín-
um til manns og gegna hlutverki
sínu í lífinu, segir Melanie Del-
mont frá London, en hún átti
upptökin að þessari óvenjulegu
ferð.
Þær hafa undirbúið sig lengi
og rækilega undir ferðalagið.
Þær æfðu sig í frumskógaakstri
á tilraunasvæði uppi í sveit, og
eftir þá þjálfun telja þær sig
færar í flestan sjó á því sviði.
Illgjarnar tungur hafa brosað
að ferð þeirra og sagt, að ekki
verði mikið um veiðar hjá þeim,
þar sem engin þeirra kunni að
handleika byssu. En þeim vin-
konunum kom aldrei til hugar
að fara að skjóta saklaus dýr,
þótt villt séu. Þær ætla bara að
skoða dýralífið og náttúruna og
njóta lífsins. Og þær eru óhrædd-
ar og segjast vera vel brynjað-
ar gegn hvers konar hættum.
Þær hafa nefnilega meðferðis
mikið magn af sterkasta pipar
sem til er og að auki langa hatt-
prjóna! Með þessum vopnum
ætla þær að verja líf sitt, ef á
þarf að halda.
Og eins og sést á myndinni
hafa þær lært það nauðsynleg-
asta í sambandi við bílaviðgerð-
ir, eins og til dæmis að skipta
um dekk.
L
FYRRVERANDI KONA CHAPLINS
Þannig lítur fyrsta eiginkona Charlie Chaplin út. Hann
var kvæntur henni, á meðan hann átti hvað mestri vel-
gengni og vinsældum að fagna í Hollywood. Hún heitir
Lita Grey og á myndinni er hún í fylgd með öðrum kvik-
myndajöfri, Neil Hamilton. Þau eru að í'ara á frumsýningu
nýrrar kvikmyndar. Svo einkennilega vildi til, að myndin
fjallaði einmitt um þá „gömlu og góðu daga“ í Hollywood,
þegar Chaplin var upp á sitt. bezta. ☆
MEÐ DEMANT Á NAFLANUM
Kvikmyhdaleikarar vita ekki upp á hverju þeir eiga að
finna. t.il að vekja á sér athvgli. Nýverið mætti Kim Novak
á frumsýningu kvikmyndar, sem hún leikur í, og hafði kmnið
fyrir demanti í naflanum á sér! Auðvitað vakti demantnrinn
miklu meiri athygli en kvikmyndin hennar.
42. tw. VIKAN 23
4