Vikan - 24.10.1968, Page 26
Þeir voru aftur farnir að leika í Cavern klúbbnum
og áttu þar tryggan hóp aðdáenda. Neil Aspinall, sá sem
teiknaði stundum fyrir þá auglýsingaspjöld og áður er
getið, keypti sér um þetta leyti gamlan bíl fyrir 80
pund og tók að sér að aka JBítlunum. Hann gerðist
einskonar einkabílstjóri þeirra. Bítlarnir greiddu Neil
5 shillinga hver fyrir hverja ferð, enda sá Neil um að
sækja þá og aka þeim og hljóðfærum þeirra á þá staði,
þar sem þeir áttu að spila hverju sinni. Þannig varð
Neil smátt og smátt fyrsti aðstoðarmaður Bítlanna, og
hefur unnið í þjónustu þeirra alla tíð síðan. Fyrr á
þessu ári gerðu þeir hann að framkvæmdastjóra Apple
Corps, en það er eitt af aðal fyrirtækjum þeirra.
En þrátt fyrir þetta gerðist í raunmni ekkert, og Bítl-
arnir urðu æ daprari og leiðari. Löng bréf, sem John
skrifaði Stu í Hamborg eru til vitnis um það. Bréfum
Johns fylgdu gjarnan löng og þunglyndisleg kvæði.
I lok ársins 1961 veiktist Stu skyndilega, er hann var
í kennslustund í listaskóla í Hamborg.
„Hann hafði oft. fengið slæman höfuðverk,“ segir
Astrid. „En við héldum, að hann stafaði af ofþreytu,
því að Stu lagði jafnan hart að sér og vann gífurlega
mikið.“
f apríl 1962 lézt Stu, — sá af Bítlunum, sem allt-
af var talinn bezt gefinn og listrænastur. Banamein
hans var blóðtappi.
Skömmu áður en Stu veiktist fyrst, gerist það í Eng-
landi, 28. október 1961. að unglingur í svörtum leður-
jakka gengur inn í hljómplötuverzhmina North End
Music Stores í Liverpool og biður um plötu, sem heiti
„My Bonnie“ og sé leikin af hljómsveit, sem kallist
Beatles. Brian Epstein, sem var við afgreiðsluborðið,
sagðist því miður aldrei hafa heyrt minnzt á þessu
plötu, hvað þá hljómsveit með þessu nafni.
John Lennon hafði sagt í bréfi til Stu: „Eitthvað
nnm gerast, en hvað er það og hvenær gerist það?
Þetta dularfulla „eitthvað“, sem John beið eftir, var
nú loksins i þann veginn að gerast.
Ellefti kafli
BIHAN EPSTEIN
Afi Brians Epsteins, Isaac, lagði grundvöllinn að
auði fjölskyldunnar. Hann var Gyðingur og flýði frá
PóIIandi. Hann stofnaði húsgagnaverzlun, I. Epstein
and Sons, í Walton Road í Liverpool. Við fyrirtækinu
tók síðar eldri sonur hans, Harry, faðir Brians.
Margir í Liverpool álíta, að Epsteins-fjölskyldan hafi
alltaf átt fyrirtækið NEMS, North Ends Music Stores,
en þetta nafn gerði Brian síðar frægt í borginni með
hljómplötuverzlun sinni. En fyrirtækið NEMS hafði
veiið til löngu áður en Epsteins-fjölskylda.n gerði það
frægt. Jim McCartney, faðir Pauls, segist eitt sinn hafa
átt píanó, sem hafi verið frá NEMS og keypt löngu
áður en Epsteins-fjölskyklan komst yfir fyrirtækið.
NEMS komst ekki í eigu Epsteins-fjölskyldunnar fyrr
en á fjórða tug aldarinnar. Það var til húsa í enda
sambyggingar í Wilton Road, þar sem húsgagnaverzl-
unin hafði aðsetur sitt. Þeir höfðu lengi haft augastað
á fyrirtækinu með stækkun í huga. Harry sá, að það
fór ekki illa saman að verzla ]neð húsgögn og hljóm-
plötur i sömu búðinni, en fyrst og fremst var það lóð-
in og húsnæðið, sem liann sóttist eftir, þegar hann
keypti NEMS.
Ilarry kvæntist inn í aðra Gyðingafjölskyldu, sem
einnig verzlaði mcð húsgögn og var jafnvel enn auð-
ugTÍ en Epsteins-fjölskyldan. Þetta var Hymans-fjöl-
skyldan frá Sheffield. Hann giftist konu sinni, Queenie,
árið 1930. Hún var þá átján ára en hann tuttugu og
níu.
Eldri sonur þeirra hjóna var Brian. Hann l'æddist
19. september 1934. Tuttugu og einum mánuði síðar
eignuðust þau annan son, og vár hann skírður Clive.
Þar sem þau áttu nú tvo syni, virtist framtíð Epstein-
húsgagnanna tryggð. Skömmu eftir að Brian fæddist,
fluttust Harry og Queenie í nýtt og glæsilegt einbýlis-
hús í Childwall, en það er eitt. eftirsóttasta einbýlishúsa-
hverfi í borginni. T þessu húsi bjó Epsteins-fjölskyldan
næstu þrjátíu árin.
Epsteinsfjölskyldan bjó fjarska ríkmannlega, þar til
styrjöldin brauzt út. Á heimilinu voru tveir þjónar,
barnfóstra, kokkur og fleira þjónustufólk.
Hin eina, sem frú Epstein man um bernsku Brians,
er, að hann hafi verið eitthvert fegursta og geðfelldasta
barn, sem hún hal'i nokkurn tíma kynnzt.
„Hann var fljótur að byrja að ganga og tala; óvenju
bráðþroska og greindur vcl. Ilann vildi fá að vita allt.“
Skýrasta minning Brians sjálfs er, þegar liann fékk
að heimsækja ættingja sína í Sheffield.
Arið 1940, þcgar Brian var sex ára, voru ákafar
loftárásir gerðar á Liverpool. Fjölskyldan hraktist fyrst
lil Prestatyn í Norður-Wales og síðan til Southport, en
þar var stór Gyðinganýlenda.
Brian var látinn þar i skóla og hófst þar ærið brösótt
og söguleg ganga hans á menntabrautinni.
„Ég var einn af þeim strákum, sem lentu einhvern
veginn utangarðs. Ég lcunni aklrei við mig í neinum
skóla. Strákarnir stríddu mér og kennararnir skömm-
uðu mig. Foreldrar mínir voru í öngum sínum út af
þessu öllu saman.“
1943 fluttist fjölskyldan aftur til Liverpool og Brian
var settur í rándýran einkaskóla. Árið eftir, þegar hann
var tíu ára, var hann rekinn úr skólanum.
„Ástæðan fyrir brottrekstrinum var slæleg ástund-
un og slæm kunnátta, og að auki voru mér bornar á
brýn alls kyns vammir og skammir fyrir ókurteisi og
illa hegðun.“
Brian man, þegar hann kom hcim, eftir að hann hafði
vej’ið rekinn úr skólanum. Hann s;it fyrir framan föður
sinn, sem var ærið þungbúinn á svip. Faðir hans sagði:
26 VIKAN 42’ tbl'