Vikan - 24.10.1968, Blaðsíða 29
— Við ráðum fram úr málunum
á morgun, þegar morgundagurinn
kemur. Nú skulum við vera saman
og temja okkur að læsa dyrunum,
þar sem við förum.
Hún læsti dyrunum kyrfilega,
þegar við fórum. Jenny Harris í
næsta húsi kom ó bilnum og spurði
hvort eitthvað væri að og hvort hún
gæti gert nokkuð.
— Það er undir því komið hvern-
ig maður lítur á málin, sagði Alísa.
— Ég skal segja þér alla söguna
einhvern tíma.
— Eruð þið að fara að sækja
Pollý?
— Við komum seint, sagði Alísa.
— Þið ættuð að stanza í stórverzl-
uninni á leiðinni heim, það er ver-
ið að kynna þar þvottaefni og ef
þeir velja þig til þess að halda á
handklæði og veifa því fyrir framan
myndavélina, færðu tuttugu dollara
og heilan kassa af þvottaefninu.
Þeir vilja að vísu líka að konurnar
segi nokkur orð — en þú þarft ekki
einu sinni að læra þau utan að, þeir
halda því uppi á spjaldi fyrir fram-
an myndavélina — og þeir verða
áreiðanlega stórhrifnir af enska
hreimnum þínum.
Meðan ég bakkaði út á götuna,
sagði Alísa. — Skelfing verð ég
þreytt á öllum þessum athugasemd-
um um hreiminn minn. Hefur ekki
nokkrum hér um slóðir dottið í hug
að þið getið haft hreim, en ég tali
rétt?
— Þess háttar dettur fólki ekki (
hug. Ætlarðu að segja henni frá
þessu?
— Auðvitað ekki.
— Af hverju lofaðirðu henni því
þá?
— Það var ekki loforð, það var
t'l að kaupa sér frið. Jenny er ósköp
indæl. Þú sagðir að þeir væru í
svörtum cadillakk? Ég sé hann
hvergi hér, sem betur fer.
Það var minna en míla til skól-
ans. Ég lagði fyrir framan. Svo fór-
um við inn að sækja Pollý. Börnin
fengu að vera í leikskóla nokkrar
klukkustundir eftir að skólanum
lauk og þar gættu þeirra tvær
kennslukonur, sem voru hættar
kennslu fyrir aldurssakir, fröken
Pruitt og fröken Clementine, báðar
afar viðkunnanlegar konur á átt-
ræðisaldri og báðar hæst ánægðar
með að fá að vinna nokkrar klukku-
stundir á dag, tvisvar eða þrisvar í
mánuði.
Við komum eins seint og frekast
var leyfilegt og það voru aðeins
tvö börn eftir, hvorugt þeirra Pollý.
Fröken Clementine kom til okkar
undrandi á svip og spurði hvort
nokkuð væri að.
— Nei, svaraði Alísa. — Hvar er
Pollý?
— Er hún ekki komin heim, frú
Camber?
— Heim? Alísa fölnaði og ég
fann ógleðina leggja yfir mig aftur,
ógleði ótta og skelfingar. — Þér haf-
ið þó ekki látið hana fara heim
eina?
— Auðvitað ekki. Þér vitið að ég
myndi aldrei gera það, frú Camber.
En þegar systir herra Cambers kom
að sækja hana fannst mér allt í lagi
að láta hana fara.
— Systir herra Cambers?
Ég var í þann veginn að buna
því út úr mér að ég ætti enga syst-
ur, að öskra á þessa gömlu og
heimsku kerlingu, en Alísa herti
takið á handlegg mér svo neglurn-
ar stungust inn í holdið.
Svo sagði hún eins og ekkert
hefði í skorizt: — Hvor systirin, það
þætti mér gaman að vita. Hvernig
leit hún út, fröken Clementine?
Þegar fröken Clementine sá fram-
an í mig fór hún að stama, en Alísu
heppnaðist að róa hana.
— Ég — ég vona að ég hafi ekki
gert neitt rangt.
— Herra Camber á tvær systur,
sagði Alísa. — Fyrir alla muni, frök-
en Clementine, þetta er allt í lagi.
En ég verð að fá að vita hvor syst-
irin það var. Hvernig leit hún út?
— Það var afskaplega hugguleg
kona, frú Camber. Annars hefði ég
ekki látið Pollý fara með hsnni, það
fullvissa ég yður um.
— Hvernig leit hún út?
— Hún var mjög dökk. Með dökk
augu, dökkt hár og mjög fögur. Hún
var hreint með fallegustu konum,
sem ég hef séð. Mjög ung. Það er
ekki mikill svipur með ykkur, herra
Camber.
— Og fór Pollý fúslega með
henni? spurði ég.
— Hún sagði Pollý að þið hefð-
uð sent hana að sækja hana og hún
var með þessa brúðu, alveg dásam-
lega brúðu. Um leið og Pollý sá
þessa brúðu, hugsaði hún ekki um
annað Ég vona að ekkert sé
að?
— Nei, hvíslaði Alísa. — Það er
ekkert að.
Svo leiddi hún mig út að bílnum
aftur, án þess að sleppa nokkru
sinni takinu á handleggnum á mér.
7: MONTEZ
Við settumst inn ( bilinn. Það var
komið fram á kvöld og sólargeisl-
arnir brutust milli trjágreinanna of-
an á götuna. Þetta var mjög
snemma vors, en samt var komið
ofurlítið grænt á sum trén. Tveir
rauðbrystingar stóðu á flötinni fram-
an við skólann og drengur og stúlka
leiddust ofan eftir götunni í fjarska.
Þetta var ósköp venjulegur stað-
ur drungalegur, venjulegur hæga-
gangur eins og gerist í úthverfum
New York borgar, en mér fannst
al't voðalegt. Heimurinn var geng-
inn úr skorðum.
— Þú skilur ekki slíkt, þú skilur
ekki, sagði ég við Alísu, vegna þess
að mér fannst að enginn ! heimin-
um gæti skilið þetta á sama hátt og
ég, eða þennan gapandi tómleika
innan í mér eða ógleðina, sem ætl-
aði að yfirtaka mig.
— Ég skil, sagði hún kuldalega.
— Þau tóku Pollý. Rændu henni.
— Ég veit það. Rödd hennar var
dauf, ekki reið eða æst né full af
ótta og móðursýki, bara dauf. —
Ég veit það. Jómfrúin þin tók hana.
Þessi andskotans jómfrú tók hana.
— Alísa, ég óskaði ekki eftir
þessu. Datt mér í hug að það myndi
fara svona? Drottinn minn, ég
myndi höggva af mér hendurnar ef
það væri til nokkurs gagns.
— Ætli þú yrðir ekki að minna
gagni þannig.
— Ég hef þá haft rangt fyrir mér,
sagði ég. — Ég hef alltaf haft rangt
fyrir mér. Nú fer ég til lögreglunn-
ar. Andskotinn hirði allt. Andskot-
inn hirði hvað um mig verður! Ég
iæt mig það engu varða. Ég fer til
lögreglunnar og kasta öllu í kjöltu
þeirra.
— Hversvegna gerðirðu það ekki
í gær?
— Ég ætla að gera það núna.
— Nei, þú gerir það ekki núna,
sagði Alísa kuldalega.
— Hvað? Viltu ekki að ég geri
það?
— Ég vildi að þú gerðir það —
en það var áður en þau tóku Pollý.
Nú eru þau búin að ná i Pollý. Skil-
urðu ekkert? Þau hafa rænt dóttur
minni. Þau hafa hana.
— Það er einmitt það.
— Og þú ætlar að hlaupa til lög-
reglunnar? Hvað býstu við að lög-
reglan geri. Þau tóku Pollý vegna
þess að þau vilja fá lykilinn. Onei,
Johnny. Þú ferð ekki til lögregl-
unnar.
— Þú ert frá þér! hrópaði ég. —
Þú ert hreint gengin af göflunum.
Hún er líka dóttir mín. Ætlastu til
að ég sitji bara aðgerðarlaus og
láti þá hafa dóttur mína? Ætlastu
t:l að ég haldi að mér höndum og
geri ekki neitt? Hvað geturðu orð-
ið kaldrifjuð?
— Ég skal segja þér hvað ég get
orðið kaldrifjuð, sagði hún lágt. —
Ég man ekki fyrr eftir mér, Johnny,
en mig langaði að eiga börn. Mik-
ið af börnum. Mig dreymdi um
hús fullt af börnum, en það fór
ekki þannig. Eitt barn — og þau
verða ekki fleiri, bara Pollý. Þá
sérðu hvað ég er kaldrifjuð,
Johnny.
— Fyrirgefðu.
— Það þýðir ekkert að biðjast
fyrirgefningar.
— Jæja, hvað eigum við þá að
gera, Alísa? Ég leyfi mér að bera
fram þá spurningu: — Hvað eigum
við að gera?
— Veiztu hvað við eigum að
gera, Johnny?
— Við eigum að fara heim og
við eigum að setjast, við tvö, og
við eigum að hugsa málið ræki-
lega. Við eigum að vera eins ró-
leg og skynsöm og tvær manneskj-
ur geta verið á stundu sem þessari.
Ég ætla ekki að gráta, Johnny, og
ég ætla ekki að láta hræðslu eða
hatur ná yfirhöndinni. Það hjálpar
okkur ekki og það hjálpar ekki
Pollý. Og ég ætla ekki að hlaða
neinum ásökunum á þig, ég hef
sagt nóg þegar. Héðan í frá er um
líf og dauða að tefla fyrir barn, sem
við unnum bæði mjög mikið og við
skulum reyna að fara rétt að. Ef til
vill er rétt að fara til lögreglunnar,
ef til vill ekki. Ég veit það ekki, en
Framhald á bls. 44.
FRAMHALDSSAGAN 8. HLUTI
EFTIR E. V. CUNNINGHAM - TEIKNING BALTASAR
l
y
42. tbi. VIKAN 29