Vikan


Vikan - 24.10.1968, Síða 41

Vikan - 24.10.1968, Síða 41
en þeir framleiða einnig mikið af sykri, tóbaki, sementi og margvíslegri vefnaðarvéru. Þar er einnig múrsteinaframleiðsla, sögunarmyllur og niðursuðu- verksmiðjur fyrir fisk. Eina handiðnin, sem enn er við lýði í Casablanca og gefur verulegan arð, er teppagerð. Ekki er mér alveg ljóst, hvern- ig þeir veiða fiskinn í niður- suðuverksmiðjurnar. Þeir hljóta að róa sjóinn á, þótt okkur gæf- ist ekki kostur á að sjá fiski- höfnina þar. Aftur á móti var krökkt af fólki á Anfaströnd- inni þetta kvöld, þegar við ók- um þar hjá, með veiðistengur að reita fisk upp úr briminu. Og þó nokkrir virtust hafa heppnina með sér, því víða með strand- götunni stóðu menn og héldu fram fiskum í veg fyrir aðvíf- andi bíla og vildu selja. Sumir voru með litla fiska, aðrir mið- lungs, en nokkrir með rígastór- fiski; ekki þekkti ég heiti þeirra fiska, enda ekki kunnugur af eigin raun nema ýsu, lúðu og þorski, ég spurði Steinunni úr Eyjum hvaða sjávardýr menn- irnir væru með, en hún kvað þetta að minnsta kosti ekki al- gengar fiskitegundir í Eyjum. Lítt virðist íbúum þessara slóða gefið að hafa taumhald á skapi sínu. Á þessari stuttu öku- ferð um borgina sáum við strák- linga tvo heyja einvígi með skyrpingum, mér sýndist leikur- inn fólginn í að hitta með sem stærstum klatta hvor á annars andlit; þeir voru furðu hittnir, pjakkarnir, og sýndust engir ný- liðar í þessum leik. Annar hafði þó sýnu betri aðstöðu því hann var sitjandi á asnakerru föður síns, en hinn hljóp á eftir, og með því að kerran var pallhá, varð hann að vega sig upp þegar hann hafði safnað saman í nægi- lega stórt skot. Faðir þess sem á kerrunni sat lét þetta af- skiptalaust nema hvað hann for- mælti í sífellu og lét keyrið ganga á asnanum, sem lagði kollhúfur og fór sér í engu óðs- lega. Á öðrum stað hafði móður skipazt skap við dóttur sína á að gizka fimm eða sex ára, hún hélt í hár telpunnar með ann- arri hendi og lét krepptan hnefa hinnar handarinnar ganga á þeirri litlu með geigvænlega há- værum skömmum. Á þriðja stað voru uppkomnir menn að slást um lítinn tréstokk sem í vant- aði botninn og annan gaflinn fyrir utan lokið og mátti annar betur, tókst að koma andstæð- ingnum, sem hafði verið svo svívirðilegur að spyrna fæti við stokknum, í götuna; þar lét hann fyrst hnefana ganga á hausnum á honum en róaðist síðan fyrir fortölur gamals þul- ar sem hjá sat og kippti sér hvergi upp, og endaði slagsmálin með því að sparka duglega í sitj- anda hins fallna. Um kvöldið var okkur boðið á mjög virðulegan stað í Casa- blanca, sem heitir Rizzani. Þar er matur hvað beztur 1 þeirri borg og þar nýtur gesturinn skemmtiatriða meðan hann snæðir. Kvöldmatur er venju- lega ekki fyrr en upp úr hálf- níu í Marokkó og þarna lánað- ist okkur að snæða kvöldmat frá hálfníu til miðnættis. Gest- gjafar okkar voru Martens SA- BENA-forstjóri, formaður ferða- málaráðs og fulltrúi ferðaskrif stofunnar, nöfn þessara tveggja síðarnefndu lærði ég aldrei, enda áttum við ekkert tungumál sam- eiginlegt og þeir undu glaðir við að vera leiðinlegir allt kvöldið. Ræddu mest saman sín á milli og létu sem þeir sæju ekki þetta Evrópupakk, þótt Martens reyndi eftir getu að draga þá inn í samræður með túlkun sinni. Skemmtiatriðin voru í því fólgin, að afrísk hljómsveit sat á palli og lék afríska þjóðartón- list, var þar leikið á lútu og fiðlu og bumbur og litla hörpu. Þessi lög voru mest sama stefið upp aftur og aftur af mismun- andi miklum styrk, ekki mjög hávært. Síðan kom inn hópur ungra stúlkna í þjóðbúningum. Þær settust fyrir aftan spilar- ana, og tóku að syngja með þeim, ekki þótti mér það fagur söngur, mest í kveinandi falsett- um. Svo komu dansatriðin. Fyrst var að sjálfsögðu magadans, — hann er mikil íþrótt og eins og hún var sýnd þarna, fremur menningarleg en blautleg, eins og magadansinn vill oft verða, þegar hann er sýndur slefandi túristum í kynæsingarskyni. Éig hef einu sinni eða tvisvar séð þannig magadans og var því ekki spenntur fyrir þessum, en von bráðar var ég hættur að snæða og farinn að horfa af al- efli, því þetta var list. Tvær eða þrjár dömur sýndu okkur þessa íþrótt, hver annarri flinkari, en síðan komu þjóðdansar með þáttöku allt upp í sjö dansara. Sumt voru táknrænir dansar en annað tilbeiðsludansar, og vöktu athygli vegna þess hve vel dans- endurnir gerðu og hve gersam- lega þeir virtust lifa sig inn í dansinn. Að lokum kom ein dansmær, sem heillaði mig öðrum fremur. Hún hafði ótrúlega vöðvastjórn, það var eins og hver vöðvi í lík- ama hennar gæti hreyft sig sjálf- stætt og öðruvísi en hinir. Og hún gerði það ótrúlega: Hún dansaði með stóran bakka á höfðinu, og á honum voru log- andi kerti og full vatnsglös. Hún hristist og skókst, vatt sér til og stökk upp, iðaði og álaði, en aldrei haggaðist bakkinn. Hún sé í hnén og lagðist með efri bolinn fram á gólfið en höfuð- ið upp, síðan með herðarnar aft- ur fyrir sig í gólf en höfuðið DANISH GOLF Nýr stór! góctur smávindill Smávindill í réttri stærd, fullkominn smávindill, fram- leiddur úr gædatóbaki. DANISH GOLF, nýr, stór! Smávindill,sem ánægja er ad kynnast.DANISH GOLF erframleiddur afstærstu tóbaksverksmidju Skandina- viu, og hefir í mörg ár verid hinn leidandi danski smávindill. Kaupid í dag DANISH GOLF í þœgilega 3stk.pakkanum. SCANDINAVIAN TOBACCO COMPANY DENMARK 42. tbi. VIKAN 41

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.