Vikan - 24.10.1968, Side 43
upp, og endaði með að velta sér
upp við dogg endanna á milli
í salnum tvívegis. Ég hef aldrei
séð akróbatískt jafnvægisnúmer,
sem hefur gert mig eins dolfall-
inn og þetta. Þegar ég hef ver-
ið að reyna að lýsa þessu eftir
heimkomuna hefur fólk sagt:
Uss, kertastjakarnir og glösin
hafa verið límd á bakkann og
vatnið málað innan í glösin....
Nei, takk, þetta var sko ekkert
blöff, það þori ég að hengja mig
upp á.
Úti við ströndina hefur vest-
ræn baðstrandamenning haldið
innreið sína undir fullum segl-
um. Sandurinn og sjórinn eru
þarna frá náttúrunnar hendi;
strendurnar hvítar og fallegar
en fyrir þá, sem þykir Atlants-
hafið full kalt til að sulla í til
lengdar, eru upphitaðar laugar
uppi á landinu, og þar eru líka
tilheyrandi barir og hressingar-
skálar, sólstólar, legubekkir og
sundhlífar. Þessir staðir eru
einkar fallegir og aðlaðandi, og
nöfnin eru ekkert bjakk: Baha-
ia Club, Miami Club, Tananarife
Club og gott ef ekki Canadian
Club. Og við getum reitt okkur
á að sólin kemur upp klukkan
hálf átta og sezt klukkan 20 mín-
utur yfir sjö og ekkert múður
með það. Þessi strönd er heitin
eftir þorpinu, sem Casablanca er
sprottin upp af, og heitir Anfa-
ströndin.
Nokkru sunnar á Atlantshafs-
strönd Marokkó er nokkuð
merkilegur staður, ef trúa má
Marokkönum. Þar heitir Sidi
Behloul; það er strandskiki
norðan við ósa Massatfljóts, og
þann stað hafa Marokkanar í
heiðri vegna þess, að þeir hafa
fyrir satt að þar hafi hvalurinn
kastað upp Jónasi heitnum
Amíttaíssyni, þeim sem frægur
er af bókum. Heimildir mínar í
Marokkönskum litteratúr segja,
að frá ferð Jónasar sé sagt í
Jónasarbók, og það er rétt, en
þeir telja lendingarstaðinn til-
greindan í síðari Konungabók
Biblíunnar og 10. súarti Kórans-
ins, og vitna auk þess í rit mál-
fræðingsins E1 Kisais, sem var
kennari sona kalífans Harúns E1
Rasíds frá Bagdad, persneska
sagnfræðingsins Et Tabari sem
skráði sögu mannsandans frá
Ademi heitnum til dauðadags
höfundarins árið 923 eftir Krist,
og loks landfræðinganna Als
Jaquobis og Als Tdriss. Af þess-
um ritum hef ég aðeins greiðan
aðgang að Biblíunni og þar seg-
ir nokkuð skilmerkilega frá ferð
Jónasar allt þar til er hvalurinn
kastaði honum upp á land, en
staðarákvörðun þess hef ég enn
ekki fundið í bók bókanna; það
verður að bíða betri tíma.
Tildrögin til ferðar Jónasar
Amittaíssonar voru þau, að
Drottinn uppálagði honum að
fara til Nínive og prédika móti
henni. Jónasi leizt illa á þetta
og ætlaði að flýja til Tarsis
(Cadiz) undan augliti Drottins
og sté á skip í þeim tilgangi. En
Drottinn varpaði stormi á skipið
og menn urðu hræddir og hétu
hver á sinn guð, en komust svo
að því með hlutkesti, að ham-
farir þessar voru Jónasi að
kenna og vörpuðu honum fyrir
borð. Það var sem við manninn
mælt, að haf og sjó lægði þegar
í stað, en Drottinn sendi „stór-
fisk“ svo notað sé orðalag Biblí-
unnar til að svelgja Jónas. Og
Jónas var í kviði fisksins þrjá
daga og þrjár nætur, bað til
Guðs síns og orti atómljóð (sjá
Jónasarbók, 2., 3—10). Svo spjó
fiskurinn Jónasi á þurrt að boði
Drottins, en Jónasarbók ákveð-
ur það ekki nánar.
Mínar Marokkönsku heimildir
eru ekki í vafa um það. Þeir
segja að svo líti út, sem hvalur-
inn hafi haft nákvæm fyrirmæli
um ferðir sínar, því hann hafi
komið gagngert frá Indlands-
hafi til að svelgja Jónas. Sá at-
burður varð i Miðjarðarhafinu,
og nú lagði hvalurinn af stað
sem leið liggur til Gíbraltar-
sunds, en í stað þess að bevfda
til norðurs upn með strönd
Spánar er út í Atlantshafið kom,
hvataði hann för sinni með Jón-
as yrkjandi í kviði sér til suðurs
allt hvað af tók þar til er hann
kom til ósa Massatfljóts, en þar
spjó hann Jónasi á þurrt við Sidi
Behloul, sem fyrr greinir.
Þar fékk Jónas hinar beztu
móttökur. Hann stofnaði fjöl-
skyldu, og af henni er kominn
mikill ættstofn, Ait Younes-ætt-
in. Hans er ennþá minnzt meðal
fólks á þessum slóðum sem
Sahibou E1 Hout Djoul Noun
(Fiskmannsins) og héraðið Noun
suður af Massat er heitið eftir
honum. Og hvert mannsbarn
þarna er fúst og viljugt að sýna
hverium sem hafa villð hvar Jón-
as steig á land; það var á stór-
um, fíötum og hringlaga steini,
sem hrunið hefur ofan úr klett-
unum niður á ströndina. Yfir-
borð steinsins er orðið ærið
hrjúft og holótt og í þessar hol-
ur planta konurnar marhálmi.
Steinninn, sem heitir Sidi Youn-
es-steinninn, fær líka ýmsar
fórnir kornöx, nokkra rúg-
hnefa, klæðisrýjur, ullarlagða og
hárlokka, en slíkar fórnargjafir
til helgra staða kváðu vera al-
gengar meðal Berba.
Eitt er það enn, sem þykir
renna stoðum undir sannleiks-
gildi þessarar helgisögu, en það
er frásögn Leos Africanusar sem
kom til Sidi Behloul á 16. öld,
og sá þar bænhús gert úr hval-
beinum. Því miður bjuggu þessi
bein yfir miklum lækninga-
mætti svo ekki eimir nú eftir
af bænhúsi þessu, lýðurinn hafði
það smám saman á brott í pört-
Fermingarnellikur hvítar fyrir stúlkur
rauðar fyrir drengi
Borðskreytingar á fermingarborðið
Skrautinnpökkun á fermingargjöfum
Opið öll kvöld og helgar
Blómin meðhöndluð og sett saman í
skreytingar af fagmanni meö starfsreynslu
frá helztu blómalöndum Evrópu.
BLOMAHIÍSII Sfll 83070
tesamoll þéttir
dyr og glugga.
Hið teygjanlega tesamoll fellur í
samskeyti og rifur milli fals og karma,
þar eð tesamoll er gert úr svampkenndu
efni, sem útilokar bæði súg og vætu.
tesamoll deyfir hurðaskelli og þéttir dyrnar svo notalegur
ylur helzt í herberginu.
42. tbi. VIKAN 43