Vikan - 24.10.1968, Side 46
Frystikista.
ís- og frystiskápur.
® Það færist í vöxt, að heimili eigi frystikistu
eða frystiskáp, til þess að geyma fryst matvæli,
hvort sem þau eru heimafryst eða keypt í búð.
Rétt notkun á frystiílátum getur verið mikill
sparnaður á vinnu og í innkaupum, og getur þar
að auki orðið til þess, að máltíðirnar verði betri
og fjölbreyttari, þar sem hægt er að kaupa vör-
una á þeim tíma, sem hún er bezt og auðveldast
að ná í hana.
Q Alls konar matvæli er hægt að frysta, mis-
lengi og með misjafnlega góðum árangri. Kjöt,
fiskur, grænmeti og sumir ávextir eru vel fallnir
til frystingar, sömuleiðis ýmsir tilbúnir eða hálf-
tilbúnir réttir og brauð og kökur. Hægt er að
létta sér störfin með því að vinna mikið í einu
fram fyrir sig, þótt það sé ef til vill ekki al-
gengt að hafa það eins og danska húsmóðirin,
sem margar hafa lesið um, sem útbjó 28 mál-
tíðir á einum degi mánaðarins og geymdi síðan
í frysti til að nota sem eftir var mánaðarins. Hún
hélt því fram, að með þessu móti þyrfti hún ekki
að eyða nema 10 mínútum daglega við matar-
gerð, auk þess sem hún losnaði við búðarferð-
ir og heilabrot vegna matseðilsins. Hins vegar
er talsvert verk að útbúa matvælin til geymslu
í frystihólfin, réttar umbúðir eru nauðsynlegar
og það þarf að fylgjast vel með geymslutíma
og hafa allt í röð og reglu, svo að auðvelt sé
að komast að matnum. Öðru hverju þarf að
hreinsa ílátin og töluverður kostnaður er auð-
vitað ( byrjun við kaup á hlutnum, síðar við
reksturinn, en áætlað er að frystikistur og skáp-
ar eyði ca. IV2—3 kílóvöttum af rafmagni á dag,
eftir stærð og ýmsum aðstæðum.
• Margir nota frystihólfin í ísskápnum sem
matvælageymslur á sama hátt og frystikistur eða
skápar eru ætlaðir. Það byggist á misskilningi,
eins og fram kemur hér á eftir, og fer ekki hjó
því að gæði matvörunnar minnki stórlega við
slíka geymslu. Það eru nefnilega ýmis grund-
vallaratriði, sem ekki er hægt að ganga fram-
hjá, þegar rætt er um frystingu matvæla, en það
er lágmarkskuldinn við langa geymslu og sá há-
markstími, sem það má taka, að matvælin nái
tilskyldu kuldastigi. Kuldinn við langa geymslu
matar verður að vera -M 8 stig allan tímann,
og þegar nýjar vörur eru settar inn til frysting-
ar. barí að vera hægt að stilla kuldann hærra,
ca. 25 stig, til þess að maturinn nái 18 kulda-
stioum á mjög stuttum tíma. Matvaran verður
að ná 10 kuldastigum á ekki lengri tíma en 2
dögum, en við 10 stig eiga sóttkveikjur að hafa
drepizt, en til að vinna á sveppum og myglu
þarf 15 kuldastig, en eins og áður er sagt, þurfa
allar vörur í geymslunni að ná sem allra fyrst
18 kuldastigum og því þarf hærri kuldastillingu
meðan nýjar vörur eru að ná því, allt að 25
kuldastig. Slíkt fæst aldrei í frystihólfum (sskápa,
við venjuisga stiliingu skápsins eru þar sjaldan
meira en 7—10 kuldastig. Suma skápa er hægt
að stilla allt upp að -5- 18 stig, en aðeins um
iturtan tíma, til þess að matvælin í skápnum
siálfum verði ekki alltof köld, því að einangrun
milli frystihólfs og skáprýmis er ekki svo öflug,
að hægt sé að halda hámarksstillingu dögum eða
vikum saman án áhrifa á vörurnar í kælirýminu.
Þannig er ekki hægt að frysta matvælin nógu fljótt
niður í visst kuldastig ( ískápum og heldur ekki
að hafa réttan kulda á þeim við langa geymslu.
Matvæli, sem keypt eru fryst, má geyma nokk-
urn tíma í frystihólfi ísskáps óskemmd, og
reyndar nokkuð langan tíma, þannig að þau
verði ekki hættuleg til neyzlu, en gæðin minnka
óhjákvæmilega við langa geymslu við ófullnægj-
andi skilyrði. í góðri frystikistu eða skáp á að
vera hægt að frysta 10 kg af kjöti á hver 100 I
rúmmál á tveim sólarhringum.
® Hægt er að fá bæði frystikistur og frysti-
skápa, sem eru sami hluturinn í raun, en lagið
og annað fyrirkomulag frábrugðið, eins og orð-
in gefa til kynna. Líka er hægt að fá frystiskáp
sambyggðan við venjulegan kæliskáp, en þá eru
tvær hurðir á skápnum og þeir stilltir hvor fyrir
sig og vandlega einangraðir hvor frá öðrum.
Verður hér á eftir gerð grein fyrir kostum og
ókostum þessara tveggja tegunda frystigeymslna,
kistunnar og skápsins.
Kistan er nokkuð ódýrari, t. d. spurði ég í
einni verzlun um verð á kistu og skáp með sam-
bærilegu rými (kistan 210 I, skápurinn 225 I.,
tekur álíka mikið) og var verðmismunurinn milli
fjöaur ofl fimm þúsund krónur.
Kistan tekur meira, rýmið notast 100% í stað
80—90% í skáp. Hafa má í huga, að 1 kg af
frosnum vörum af meðalstærð fyllir ca. 2—2Vá I.
Kistan eyðir venjulega minna rafmagni, getur
farið allt að 25% minna, en nánar verður rætt
um það viðvíkjandi skápunum.
Hitatapið er minna við opnun kistunnar.
Auðveldara er að gera kistuna hreina.
Minna hrím sezt inn í kistuna og þarf því
sjaldnar að hreinsa hana.
Kistan þarf merra gólfpláss en skápurinn. Það
er erfiðara að halda reglu og finna matinn í kistu
en í skáp, m. a. vegna þess, að það þarf að
gæta þess, að nota alltaf fyrst elztu, og þá oft
neðstu matvælapakkana. Kistan þarf að standa
aðeins frá vegg, þannig að hægt sé að opna
hana vel, og má bæta því plássi við, þegar
reiknað er með ummáli hennar.
Aðalkostur skápanna er, að þeir taka minna
gólfrými og getur það haft mikið að segja, t. d.
>' eldhúsi.
Skáparnir hafa oft hraðari frystingu á nýjum
vörum, en sumar tegundir af skápum og kistum
líka, hafa orðið sérstök hólf þar sem hægt er að
flýta fyrir frystingu óháð kuldastigi annars stað-
ar í frystinum.
Það er miklu auðveldara að fá yfirsýn yfir
vörurnar í skápnum en kistunni og þægilegra að
ná i þær.
Það er að sumu leyti erfiðara að gera skáp-
inn hreinan, fleiri hillur og körfur. en á hitt má
líta, að þægilegra er að standa uppréttur við
það verk en beygja sig ofan [ kistuna.
Skápana er hægt að tá, eins og marga ís-
46 VIKAN 42- tbl-