Vikan


Vikan - 24.10.1968, Síða 47

Vikan - 24.10.1968, Síða 47
skápa, bæði með hurð sem opnast til hægri eða vinstri, og geta þeir þannig fallið vel í eld- húsinnréttingu. Skáparnir eyða venjulega meira rafmagni, bæði vegna þess að hitatap er meira við opn- un skápshurðarinnar og oft vill einangrun við dyrnar ekki vera nógu góð. Stundum er raf- magnseyðslan líka meiri vegna þess, að skáp- urinn þarf að vera hlutfallslega stærri til að rúma sama magn. Stundum er rafeyðslan meiri vegna þess, að í dyrakarmi er hitaþráður til að hindra hrímmyndun, og er hugsanlegt að hann eyði meira en V2 kílóvatti á sólarhring. Það er kostur, ef hægt er að taka þennan þráð úr sam- bandi, standi skápurinn á mjög þurrum stað, þar sem ekki er þörf fyrir hann. í sumum skáp- um er dyragættin hituð með hitaröri, sem notar afgangshita frá rekstri skápsins, og verður raf- eyðslan þá engin aukalega. Meira hrím vill setjast í skápinn en kistuna og þarf þvi oftar að hreinsa hann. Þegar þessir hlutir eru keyptir, þarf að gæta vel a3 ýmsu. ☆ Hurð eða lok þarf að falla vel að og þar sem börn eru, ætti að vera hægt að opna hurðina innan fró, ef ske kynni að þau lokuðu sig inni. Þó getur staðið þannig á, að þægilegt sé að geta læst kistunni eða skópnum. ☆ Ljós þarf að vera inni í skápnum eða kistunni. ■ír Eitthvert merki ætti að gefa til kynna óæski- legar hitabreytingar. ☆ Frystiskópurinn þarf að hafa nóg af körfum, sem eru hentugri en hi 11- ur, og það þarf að vera hægt að draga þær út án þess að hurðin opnist meira en 90 gráður. ☆ Körfurnar eiga að renna vel inn og út, en þó ætti helzt að vera hægt að láta þær stöðv- ast á vissum punkti, svo að þær detti ekki fullar ó gólfið, sé verið að ná í eitthvað aftarlega 1 þeim. ☆ Auðvelt verður að vera að koma þeim aftur inn fullum og þungum. 'ir Bezt er að bil é milli hilla í skápnum sé frá 15—25 cm. * Kist- an þarf helzt að hafa milligerðir, sem hægt er að taka úr og efstu körfunni þarf að vera hægt að renna eftir endilöngu. ☆ Lokið á frystikist- unni þarf að geta staðið opið án stuðnings. Kistan þarf að vera hæfilega djúp, því að erfitt er að gera hana hreina og halda reglu sé hún of djúp. ☆ Sökkull þarf að vera á kistunni, þann- ig að þægilegt sé að standa við hana. if Þegar heim kemur þarf að athuga, að standi kistan eða skápurinn á beru steingólfi, þarf að jarð- tengja hann. Hve stóra kistu eða skáp fólk velur, fer auð- vitað nokkuð eftir fjölskyldustærð og mikið eft- ir öllum aðstæðum. Algengt er að meðalfjöl- skylda taki 200 I frysti, en þar sem slátrað er og mikil garðuppskera er, verður oft að taka stærri gerð, sömuleiðis á stöðum þar sem ekki er hægt að hlaupa ! búð eftir ýmsum nauð- synjum. Rétt er að taka fremur of stóran frysti en lítinn, rekstrarkostnaður verður ekki tilfinn- anlega meiri og miklu auðveldara er að hafa allt í röð og reglu í rúmgóðum frysti. Það þarf að hafa í huga, að ekki má stafla of þétt í frystihólf, betra er að loftið geti leikið að ein- hverju leyti um pakkana, þótt aldrei sé hægt að koma því fullkomlega við, a. m. k. ekki í kistu. * íÐinn' flif li IHl 1 li mm Ull Daginn áður en nýjar og ófrosnar vörur eru settar í frystinn, þarf að stilla hann á köldustu stillingu, til að flýta fyrir að þær nái réttu kulda- stigi. Sjálfar eiga vörurnar að vera vel kaldar, bæði til þess að þær frjósi fyrr, og eins til að ekki berist ylur af þeim í hin matvælin í fryst- inum. Þau matvæli, sem hafa verið soðin áður, þarf að kæla eins snöggt og hægt er, en gott er að gera það með því að láta þau i ílát, sem síð- an er látið standa í köldu vatni, helzt ísvatni, og skipta nógu oft um vatn. Það ætti að setja nýju vörurnar eins nærri kuldaflötum kistunnar og hægt er, en kuldaleiðslurnar eru oft í veggj- um hennar og í sumum tegundunum í botnin- um. Þá er bezt að raða nýju pökkunum með- fram hliðunum, en taka þá alla gömlu pakkana til hliðar á einn stað í kistunni á meðan. Sé mikið fryst í einu og ekki hægt að koma því við að hafa pakkana alla þar sem kaldast er, verður að flytja þá til eftir þörfum meðan þeir eru að frjósa. Það þarf líka að hafa í huga, að pakkarnir liggi ekki svo þétt saman, að loftið nái ekki að umlykja þá. Eins og áður er sagt, hafa sumar kistur og skápar sérstakt hólf til að frysta ný matvæli hratt. í það eru nýju pakkarnir lagðir með stærsta flötinn að kælileiðslunum, og venjulega tekur það ekki nema sólarhring að ná nægum kulda, en þá má koma þeim fyrir á frambúðarstað í kistunni. I skápunum eru kæli- leiðslurnar í eða undir föstu hillunum. Séu körf- ur í skápnum, getur verið að það þurfi að taka eitthvað af þeim í burtu til að fá nóg rúm með- an verið er að hraðfrysta. Hillurnar í hurð skáp- anna eru aðeins ætlaðar vörum, sem þegar eru frosnar, og oft í styttri tíma en inni í skápnum. Því fyllri sem skápurinn er og þv! stærri pakk- arnir, því lengri tíma tekur það að pakkarnir gegnfrjósi. Þar sem misjafnt er hve langan tíma tekur að ná nægu kuldastigi í ýmsum tegund- um af skápum og kistum, er nauðsynlegt að hafa mæli til að fylgjast með hvenær matvælin eru nægilega köld, og er hann þá settur inn á milli nýkomnu matvælanna. Gætið þess, að setja ekki of mikið af stórum, ófrystum pökkum inn í einu, þv! að þannig getur kuldatapið orðið of mikið í kistunni, áður en þær fullfrjósa. * íjQ Uo Séu vörurnar vel pakkaðar og kældar, þegar þær eru settar í frystinn, og sé honum haldið eins stutt opnum og hægt er, myndast ekki mik- ið hrím, jafnvel svo lítið, að kisturnar þarf oft ekki að hreinsa nema nokkrum sinnum á ári. Þegar aðeins á að hreinsa hrímið, má færa til vörurnar á meðan og skafa veggina með plast- eða trésköfu. Málmur getur rispað. Stífur bursti er góður til að hreinsa hrím af rimlunum í skápn- um og skúffunum. Eigi að þvo skópinn, þarf að taka strauminn af og láta hitann komast upp fyrir frostmark, en á meðan má geyma matvæl- in þétt saman vafin inn í margfaldan dagblaða- pappir og þykk teppi. Lykt má fjarlægja með kloraminupplausn eða öðru sótthreinsandi. Síð- an þarf að þerra vel með þurrum klút og gæta þess vel að kistan eða skápurinn sé alveg þurr að innan áður en sett er í hann aftur. Bili frystirinn og vörurnar liggi undir skemmd- um, má reyna að hella kolsýrusnjó milli mat- vælanna, en varizt að snerta hann með berum höndum, því að þær getur kalið af snerting- unni, en kuldi hans er + 79 stig. L(ka má nota svofellda kuldablöndu: 3 hlutar smáhöggvinn ís og 1 hluti gróft matarsalt, en það gefur 15—20 kuldastig, — eða 600 gr ammoniumnitrat leyst upp í 1 I af vatni. Vörurnar eru þá settar í (lót, sem svo aftur er látið standa í stærra íláti með kuldablöndunni en ofan á er lagt þykkt lag af dagblöðum og teppum. * ■1111 Það er aldrei of vandlega gengið frá vörum ! frysti. Það þarf ekki eingöngu að vernda inni- hald pakkans fyrir uppþornun og skemmdum, heldur einnig að vörurnar í frystinum taki ekki ! sig bragð hver af annarri. Það er líka hugsanlegt að einhver væta komizt í gegnum lélegar umbúðir og geti þannig eyðilagt næsta pakka, en um vætu- myndun er aðallega að ræða, þegar ávextir eru frystir með það miklum sykri, að blandan harðn- ar ekki nóg við venjulegt kuldastig ! frysti. Það er gott að hafa ! huga, að bögglarnir séu ekki stærri en svo, að þeir henti venjulegri máltíð fjölskyldunnar, og svo e. t. v. aðra minni, sem bæta mætti við, ef gestir eru væntanlegir, frek- ar en nokkra stóra gestapakka, sem væru þá lengi að kólna. Gott er að merkja pakkana og dagsetja og jafnvel hafa eitthvert bókhald yfir innihald frystisins, þannig að ekkert verði of gamalt og alltaf sé vitað hvað til er. Beztu umbúðir um frosinn mat er polyethen- plast, hálfglært, sem fæst bæði í rúllum og pok- um af ýmsum gerðum, eða álþynnur. Plastið fæst ! ýmsum þykktum og má nota þykkustu gerðina hvað eftir annað og þvo á milli í heitu vatni með venjulegu uppþvottadufti. Séu ál- þynnurnar þunnar, eins og oftast er, þurfa þær að vera tvöfaldar, en alltaf þarf að fara var- lega með málmpappír, til að ekki komi gat á hann. Hann má aðeins nota einu sinni, enda allur velktur eftir eina notkun. Það má alls ekki nota hvaða plast sem er utan um mat ( frysti, og þótt plastpokar utan af fötum, bómull og öðru slíku virðist sterkir og góðir, eru þeir alls ekki fullnægjandi í þessum tilgangi — cellofan- pappír reyndar heldur ekki. Umbúðirnar þurfa að vera vatns- og gufuþéttar til að koma að gagni. Pokum er svo lokað með sérstökum klemmum, teygju eða frystilímbandi, en sem minnst loft á að vera í pakkanum. Lítil plast- form, vel lokuð með álþynnum, eða öðru má nota unir fljótandi vöru eða vota. Á næstu síSu er svo tala'ð um hvernig bezt er aS frysta ýmsar tegundir matvæla og hvernig þær eru matreiddar og hve lengi má gayma þær í frysti. ☆ 42. tbi. VIKAN 47

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.