Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 3
r
A
K
MU BRUS
Það er ómögulegt að skilja
þetta kvenfólk.
Það er ekki hægt að vera
lengi reið við þig.
Þetta járnbrautafólk kann
ekki mannasiði.
] ÞESSARIVIKU
PÓSTURINN ......................... Bls.
MIG DREYMDI ....................... Bls.
DAGLEGT HEILSUFAR ................. Bls.
DÝRLINGURINN KOMINN AFTUR.......... Bls.
EFTIR EYRANU....................... Bls.
RÓMVERSKUR HERMAÐUR ............... Bls.
ANGELIQUE í VESTURHEIMI ........... Bls.
SILAS OG HESTURINN HANS............ Bls.
ONASSIS OG JACKIE ................. Bls.
SAGA FORSYTEÆTTARINNAR............. Bls.
MEÐ IIANDASÁR KRISTS í LÓFUNUM..... Bls.
BARNAVÍSUR......................... Bls.
VIKAN OG HEIMILIÐ.................. Bls.
4
6
7
8
10
12
14
16
20
22
24
29
48
m>-A-
VÍSUR VIKUNNAR:
Mörg er hér ennþá saga sögð
um söguleg véla- og aflabrögð,
og ýmsir kvarta um eigin hag,
amstur og langan vinnudag.
Lagaflækjum við flest er beitt,
þótt fjöldinn botni víst ekki neitt
í fagnaðarboðskap bæjarþings
né bókmenntagildi Lögbirtings.
Þrátt fyrir auð og ytri glans
sem einkennir byggðir þessa lands,
eykur þó stöðugt angur manns
óttinn við hamar fógetans.
m VIZKULIND VIKUNNAR-
Sumt fólk kemst í efsta þrep stigans — til þess eins að komast
að raun um, að stiginn stendur upp við rangan vegg.
FORSÍÐAN:
Ómar Ragnarsson er vinsælasti jólasveinninn nú til dags, enda
eftirlæti allra barna, hvort sem hann er með rauða húfu eða
ekki. Ný hljómplata kom út með Ómari í ár og hefur hún
hljómað hvarvetna undanfarnar vikur. Á blaðsíðu 29 birtum
við texta við nokkur af lögunum, sem Ómar syngur á nýju
plötunni sinni.
VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF.
Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða-
maour: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson.
Drcifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir.
Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 —
35323. Pósthólf 523. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr.
fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega,
eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir-
fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst eða mánaðarlega.
Næsta blað er síðasta Vikan á
þessu herrans ári aflaleysis
og gengisfellinga. Um ára-
mótin þykir hlýða að horfa
um öxl og rifja upp það
minnisstæðasta, sem gerzt
hefur. Vikan hefur leitað til
ljósmyndara allra dagblað-
anna og beðið þá hvern um
sig að velja úr filmusafni sínu
beztu fréttamyndina, sem þeir
hafa tekið á árinu.
Af öðru efni má nefna grein
um Omar Sharif — kvenna-
gull okkar tíma. Omar er nú
í fremstu röð kvikmyndaleik-
ara og hefur hlotið Oscar-
verðlaun oftar en einu sinni.
tslenzkir kvikmyndahússgest-
ir sáu hann nú síðast í stór-
myndinni Zhivago lækni, sem
sýnd var hér fyrir skemmstu.
Nú á dögum er erfiðara að
ala upp börn en nokkru sinni
fyrr. Með tilkomu sjónvarps-
ins hefur sú spurning vakn-
að í hugum flestra foreldra,
hvort áhrif þess á uppeldi
barna séu góð eða slæm. í
sjónvarpinu birtist veruleik-
inn á skerminum daglega og
ekki alltaf í sinni fallegustu
mynd: stríðsmyndir frá Viet-
nam, sveltandi börn í Biafra
og svo framvegis. Og í sum-
um þáttum sjónvarpsins er
nær eingöngu fjallað um
skuggahliðar lífsins: ofbeldi,
morð, eiturlyf og annan
Shugnað. I greininni Hvað'
eiga börnin að fá að sjá? fjall-
ar heimskunnur barnalæknir
um þessa tímabæru spurn-
ingu.
Fleiri þýddar greinar mætti
nefna, svo sem Napoleon stal
frá mér og grein um kvik-
myndaleikarann Alan Delon,
sem flæktur er í dularfullt
morðmál.
Smásagan verður úr safni
Hitchcocks, og ekki má
gleyma framhaldssögunum
vinsælu, Forsyte-ættinni og
Angelique.
50. tbi. yiKAN 3