Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 3

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 3
r A K MU BRUS Það er ómögulegt að skilja þetta kvenfólk. Það er ekki hægt að vera lengi reið við þig. Þetta járnbrautafólk kann ekki mannasiði. ] ÞESSARIVIKU PÓSTURINN ......................... Bls. MIG DREYMDI ....................... Bls. DAGLEGT HEILSUFAR ................. Bls. DÝRLINGURINN KOMINN AFTUR.......... Bls. EFTIR EYRANU....................... Bls. RÓMVERSKUR HERMAÐUR ............... Bls. ANGELIQUE í VESTURHEIMI ........... Bls. SILAS OG HESTURINN HANS............ Bls. ONASSIS OG JACKIE ................. Bls. SAGA FORSYTEÆTTARINNAR............. Bls. MEÐ IIANDASÁR KRISTS í LÓFUNUM..... Bls. BARNAVÍSUR......................... Bls. VIKAN OG HEIMILIÐ.................. Bls. 4 6 7 8 10 12 14 16 20 22 24 29 48 m>-A- VÍSUR VIKUNNAR: Mörg er hér ennþá saga sögð um söguleg véla- og aflabrögð, og ýmsir kvarta um eigin hag, amstur og langan vinnudag. Lagaflækjum við flest er beitt, þótt fjöldinn botni víst ekki neitt í fagnaðarboðskap bæjarþings né bókmenntagildi Lögbirtings. Þrátt fyrir auð og ytri glans sem einkennir byggðir þessa lands, eykur þó stöðugt angur manns óttinn við hamar fógetans. m VIZKULIND VIKUNNAR- Sumt fólk kemst í efsta þrep stigans — til þess eins að komast að raun um, að stiginn stendur upp við rangan vegg. FORSÍÐAN: Ómar Ragnarsson er vinsælasti jólasveinninn nú til dags, enda eftirlæti allra barna, hvort sem hann er með rauða húfu eða ekki. Ný hljómplata kom út með Ómari í ár og hefur hún hljómað hvarvetna undanfarnar vikur. Á blaðsíðu 29 birtum við texta við nokkur af lögunum, sem Ómar syngur á nýju plötunni sinni. VIKAN — ÚTGEFANDI: HILMIR HF. Ritstjóri: Sigurður Hreiðar. Meðritstjóri: Gylfi Gröndal. Blaða- maour: Dagur Þorleifsson. Útlitsteikning: Snorri Friðriksson. Drcifing: Óskar Karlsson. Auglýsingastjóri: Jensína Karlsdóttir. Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreifing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 523. Verð í lausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð er 475 kr. fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26 tölublöð misserislega, eða 170 kr. fyrir 4 tölublöð mánaðarlega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir- fram. Gjalddagar eru: Nóvember, febrúar, maí og ágúst eða mánaðarlega. Næsta blað er síðasta Vikan á þessu herrans ári aflaleysis og gengisfellinga. Um ára- mótin þykir hlýða að horfa um öxl og rifja upp það minnisstæðasta, sem gerzt hefur. Vikan hefur leitað til ljósmyndara allra dagblað- anna og beðið þá hvern um sig að velja úr filmusafni sínu beztu fréttamyndina, sem þeir hafa tekið á árinu. Af öðru efni má nefna grein um Omar Sharif — kvenna- gull okkar tíma. Omar er nú í fremstu röð kvikmyndaleik- ara og hefur hlotið Oscar- verðlaun oftar en einu sinni. tslenzkir kvikmyndahússgest- ir sáu hann nú síðast í stór- myndinni Zhivago lækni, sem sýnd var hér fyrir skemmstu. Nú á dögum er erfiðara að ala upp börn en nokkru sinni fyrr. Með tilkomu sjónvarps- ins hefur sú spurning vakn- að í hugum flestra foreldra, hvort áhrif þess á uppeldi barna séu góð eða slæm. í sjónvarpinu birtist veruleik- inn á skerminum daglega og ekki alltaf í sinni fallegustu mynd: stríðsmyndir frá Viet- nam, sveltandi börn í Biafra og svo framvegis. Og í sum- um þáttum sjónvarpsins er nær eingöngu fjallað um skuggahliðar lífsins: ofbeldi, morð, eiturlyf og annan Shugnað. I greininni Hvað' eiga börnin að fá að sjá? fjall- ar heimskunnur barnalæknir um þessa tímabæru spurn- ingu. Fleiri þýddar greinar mætti nefna, svo sem Napoleon stal frá mér og grein um kvik- myndaleikarann Alan Delon, sem flæktur er í dularfullt morðmál. Smásagan verður úr safni Hitchcocks, og ekki má gleyma framhaldssögunum vinsælu, Forsyte-ættinni og Angelique. 50. tbi. yiKAN 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.