Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 11

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 11
Sú söngkona, sem mest hefur látið að sér kveða í Bretlandi í seinni tíð, er Julie Driscoll. Julie varð fyrst þekkt, þegar hún söng „This wheel's on fire“ á hljómplötu. Þetta lag, sem er eftir Bob Dylan hefur merkilegt nokk lítið sem ekkert heyrzt hér, en í Bretlandi komst það í efsta sæti vinsældalistans á sínum tíma. Julie er mikill styrkur að því að hafa tríóið Trinity sér til aðstoðar. Þar er fremstur í flokki orgelleikarinn Brian Auger. Brian var áður fyrr píanóleikari og vann sér inn nokkra skildinga á hverju kvöldi með því að leika jazz. Lék hann í þann tíð með ýmsum þekktum jazzleikur- um, og má nefna m. a. Ronnie Scott. Síðar sneri Brian sér að orgelinu, og hefur hann náð ótrúlegum tökum á því hljóðfæri, eins og heyra má af plötum Julie Driscoll. Er leikur hans slíkur, að við liggur, að sjálf prímadonnan falli í skuggann. Ásamt með Brian leika gítar- leikarinn Dave Ambrose og trymbillinn Clice Tracker. Þeir stofnuðu tríóið Trini- ty, sem merkir þrenning, fyrir þremur árum, og ásamt Julie Driscoll léku þeir einkum í þekktustu diskótekum í Lond- on, svo og í Frakklandi, áður en „This wheel's on fire“ kom út á plötu. Julie Driscoll — eða Jools, eins og hún er kölluð í vinahópi — er tuttugu og eins árs. Hún er ekki einasta afburða góð söng- kona (hún var kjörin bezta söngkona í Bretlandi 1968) heldur og mjög sérkenni- leg og skemmtileg týpa. Myndir af henni hafa birzt í þekktustu tízkublöðum heims, m. a. Vogue og Elle. Hún segist aldrei nota andlitsfarða, en setur í þess stað nokkur útspekúleruð strik í kringum aug- Framhald á bls. 28. MED GULRÆTUR UPP Á 1IASANN 50. tbi. VIKAN 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.