Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 33

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 33
Er heimili vðar iségii hátt tryggt? Hvað er langt síðan þér kynntuð yður verðmæti innbús yðar? Síðan hafið þér ef til vill keypt ný húsgögn, teppi eða þvotta- vél. Innbúið er kannske tugþúsundum verðmætara nú en fyrir nokkrum árum. — Hafið þér munað eftir að hækka heimilistrygginguna? — Athugið, að fullar bætur krefjast fullrar tryggingar. Kannið verðmæti innbús yðar nú. Hafið samband við aðalskrifstofuna eða næsta umboðsmann. — Allt-í-eitt heimilistrygging Ábyrgðar er ein bezta tryggingar- verndin, sem völ er á fyrir heimili yðar. Abyrgðp TRYGGINGAFÉLAG FYRIR BINDINDISMENN Skúlagötu 63 - Reykjavík - Símar: 17455 - 17947 að vaði, sem hestarnir stikluðu yfir. Handan við vaðið var brött brekka og þau klöngruðust upp á bakkana og inn i svalann af greninu og hin- um trjánum, sem eldurinn haíði ekki náð til. Enn voru þau ekki komin að rótum fjallsins, þetta var einskonar eyja, sem reis þarna í miðjum dalnum, eins og klettavirki, sem hafði strandað í miðjum vatnaflák- anum, sem einu sinni hafði verið fljót eða eitt stórt stöðuvatn. Eftir að þau voru komin yfir þessa hæð þakta greni, furu og sedrusviði, héldu þau undan fæti hinum megin og bráðlega kom annað glitrandi vatn í ljós rnilli gulra greina ungra birkilunda. Undir perluskærum himninum glitraði á vatnið eins og spegil i há- degissólskininu. Hinum megin var hæð, klædd með gulli og blóði og laufskrúðið endurspeglaðist í vatninu. Þetta vatn var óvenjulega tært, frábrugðið þeim sem þau höfðu rekizt á fram til þessa, þau iiöfðu venjulega verið þakin slýi og öðrum vatna- gróðri. Hér sáu þau gráan botnssandinn gegnum tært vatnið. — Mig langar að vaða, sagði Honorine. Allt benti til að hér yrði áð. Nokkru framar með lestinni hinum megin við pílviðalundinn voru menn að hrópa og hestar að hneggja. Einn af loðdýraveiðimönnunum, sem farið hafði á undan, kom aftur i ljós og veifaði hendi til að gefa þeim til kynna, sem á eftir voru, að hér yrði áð, stutta stund. Svo þetta færi nú ekki framhjá neinum, rak hann upp hróp, og indíánarnir, sem gengu aftastir og voru enn langt í burtu, svöruðu. Angelique renndi sér af baki og tók Honorine niður. Litla stúlkan tók þegar í stað af sér skó og sokka, og kippti upp pilsunum. — Það er ískalt, kallaði hún hátt. Hesturinn fékk sér að drekka og fór svo að nasla i grasið, sem enn var grænt Þótt gisið væri. Angelique strauk hryssunni um makkann og talaði við hana í róandi tóni. — Hafðu ekki áhyggjur, Wallis mín, sagði hún lágt. — Sjáðu hér er nóg handa þér að éta, bráðum finnum við handa þér opna sléttu, sem þú getur þeyst yfir. Bráðum verðum við komnar alla leið. Hryssan sperrti eyrun, án þess að hætta að bíta, og Angelique gat ekki betur séð, en að hún andvarpaði feginsamlega. Hestar eru ekki fyrir skóga. Angelique minntist stríðsins í Poitou og hinna löngu ferða, sem hún hafði orðið að fara með fylgjendum sínum í gegnum skóginn. Það var ekki vitundin um yfirvofandi hættu um óvin í leynum, sem gerði hestana svona hvumpna, heídur þögnin sem var einkennandi fyrir skóginn, þögnin sem er samansett af óteljandi snöggum og dularfullum hljóðum, af leik ljóss og skugga milli trjástofna og greina, sem mynda ótrúlegustu fyrirbæri, ýta undir imyndunarafl og hjátrú og bættu við raunverulega yfirvofandi hættu, hræðslunni við anda og djöfla. Hinir miklu skógar Norður-Ameriku voru ef til vill ekki eins dimmir, drungalegir og þrúgandi og þeir sem Angelique hafði dvalið í á æsku- árum sinum. Þessir skógar voru skreyttir með stórum, bláum stöðu- vötnum og kristalstært loftið með öllum sinum þurrki, þurrki sem jafn- vel ekki vetrarmóðan megnaði að reka á flótta, gerði allar útlínur svo skýrar, að þær misstu alla dulúð. Þetta var ekki draugaskógur. Angelique stóð hjá vatninu. Hún vildi ekki sleppa taumunum af Wallis, því einu sinni þegar hryssunni hafði verið sleppt til að bita, hafði hún allt í einu þotið inn í lággróðurinn, eins og hún væri að brjótast út úr töfrahring. Hún hefði sem bezt; getað skaðað sig á brotn- um greinum eða brotið fæturna í ósýnilegum holum og það þurfti alla leikni rauðskinnanna, sem þekktu flókinn lággróðurinn eins og hand- arbökin á sér, til þess að íinna hana aftur. Angelique fann æðasláttinn á gagnaugum sér og hana sveið í hálsinn að aftan. Það suðaði í eyrum hennar af stöðugu tísti trjátítanna. Þegar Angelique sá, að hryssan virtist fullkomlega róleg, tók hún þá áhættu að binda hana við grein á ungu tré, gekk niður að vatns- borðinu til að fá sér ofurlítið að drekka. Hún laut niður, tók vatnið í holan lófa sér og bar hann að vörunum. Hún snarstanzaði, þegar hún heyrði upphrópun fyrir aftan sig. Hinn mikli höfðingi Mopuntook, foringi Metallakkana gaf henni merki um að drekka ekki. Á merkjamáli gaf hann henni til kynna að svolítið hærra uppi væri lind með betra drykkjarvatni og bar hefðu hermenn hans numið staðar til að svala þorsta sínum. Hann bauð henni að slást í hóp þeirra. Hún benti á hestinn og gaf höfðingjanum til kynna að hún þyrði ekki að íara frá hryssunni. Hann skildi hana og sagði henni með valdsmannslegri hreyfingu að bíða. Skömmu seinna kom hann aftur með indíánakonu, sem rogaðist með trékagga fullan af vatni úr þessari fágætu lind. En gallinn var sá að í þessum kagga hafði verið geymdur maísgrautur og ef til vill eitthvert annað brugg o.g ílátið hafði ekki verið hreinsað öðruvisi, en að strjúka úr þvi með fingrum og bezta falli klóra ofurlítið í það með nöglum og nú var vatnið þegar farið að verða ólystilega grátt og gruggugt. Engu að síður aeyddi Angelique sig til að kyngja örfáum sopum. Hún hafði þegar haft tækifæri til að sjá að indíánarnir voru einkar fljótir að móðgast. Höfðinginn mikli beið hátíðlegur og horfði á hana drekka og vafa- lítið ætlaðist hann til þess að hún léti i ljósi tvímælalausa aðdáun á þessu athyglisverða vatni, sem hann hafði ómakað sig við að bjóða henni. Hún fann af honurn lyktina, sterkan þef af karldýri, hann var mak- aður frá hvirfli til ilja með bjarnarfitu og lyktin var einkar fráhindr- andi. Slétt bringa hans var flúruð með bláu og svörtu munstri. Tveir sporð- drekar voru teiknaðir þvert yfir bringu hans og yfir þeim bar hann hálsfesti úr bjarnartönnum. Hann var foringi og höfðingi, það sást á fjöðrunum og úfna þvotta- bjarnarskottinu, sem hann bar i höfuðfati sínu, sem var fest með prjón- um í hárhnútinn i hnakka hans. Allsstaðar meðfram vatninu heyrðust háværir skvettir og kát lcöll mannanna, sem nutu þess að þvo sér og skvampa i svölu vatninu. Florimond kom til að heilsa upp á móður sína eins og hann gerði í hvert skipti sem áð var. Hann hafði nærri rekið upp hlátur, þegar hann sá hvernig komið var íyrir henni; en hann gætti þess að láta sér ekki stökkva bros: — Ég er hræðilega þyrstur, mamma. — Má ég smakka ofurlítið af þessu dásamlega vatni, sem þér heíur verið borið. — Ö Florimond, hvað hann var alltaf hugulsamur! Angelique rétti honum kyrnuna feginsamlega, en aftur stöðvaði Mopuntook með upphrópun. Síðan kom orðaflóð svo Þau urðu að sækja Nicholas Perrot til að vera í senn túlkur og sáttasemjari. — E'í ég skil rétt, sagði Florimond, — er græningi eins og þessi ekki þess verður að drekka úr sömu lind og hin heiðvirða móðir hans? —■ Já, það er rétt að nokkru leyti.... — Er ekki öllu fremur ákveðin fyrirlitning á konum i þessu banni, sem höfðinginn talar um? spurði Angelique. — Nei, þvert á moti. Með því að bjóða þér bezta vatnið, sem hann fann, var hann að heiðra Konuna. Móðurina í þér. Konur eru rnjög mikils metnar meðal Indíána. — Er það? spurði Angelique undrandi og leit á ambáttina, sem stóð og horíði niður fyrir sig við hliðina á foringjanum. — Eg veit að það kemur spánskt fyrir og virkar ótrúlega, Madame. Þú verður að heimsækja hinn heilaga dal Irokanna til að skilja það ... svaraði veiðimaðurinn. Hann rétti Indíánanum kyrnuna aftur með miklu orðaflóði, sem Indí- áninn að lokum virtist ánægður með. — Og nú drengur minn. Eigum við ekki að stinga okkur í vatnið? — Húrra! hrópaði Florimond. Þeir hurfu bak við tjald af pílviði og ylli, með löngum laufum, sem ■drúptu niður að vatnsborðinu og skömmu síðar syntu þeir kröftuglega út eftir vatninu. Angelique heíði viljað gefa mikið til að geta farið eins að. —■ Mig langar að synda líka, sagði Honorine og tók að hátta sig. Madame Johnas og Eivire komu nú til þeirra með drengi Elviru, Tomas og Bartolomew. Þau ákváðu að leyfa öllum börnunum þremur, að busla í vatninu. Þau skvömpuðu allsber skammt undan bakkanum og skvettu og æptu af einskærri gleði. Hópur stórhneykslaðra vatnafugla lyfti sér upp úr runnunum með áköfu vængjablaki. Nokkrar endur með rauða og fjólubláa toppa á höfðunum létu 50. tbi. VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.