Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 10
þessu ágæta lagi, sem Aretha Franklin
hefur sungið undir heitinu „Think“. Þeir
félagarnir hefðu að minni hyggju mátt
liugsa málið aðeins betur, þegar þeir
völdu þetta lag. Megingallinn er sá, að
það hentar alls ekki annars ágætri rödd
Jónasar Jónassonar. Undirleikurinn er
kraftmikill og vel útfærður, tn það er
bara ekki nóg. Texti þessa lags er kapí-
tuli út af fyrir sig. Til allrar lukku er
textaframburðurinn slíkur, að ekki eitt
einasta orð skilst, að einni setningu und-
anskilinni, en hún er ekki prenthæf, —
og nú þykist ég vita, að vinur minn,
Þorsteinn Eggertsson, sem gert hefur
textann, glotti út í aðra, þegar hann
les þetta!
Svo er að lokum að geta lagsins „And-
vaka“, sem er skráð sameign Karls og
Arnar Sigurbjörnssonar, gítarleikara
hljómsveitarinnar. Þeir félagarnir eiga
sannarlega skilið að fá blóm í hnappa-
götin fyrir þetta hugnæma og sérlega
fallega lag. Ujjpbygging þessa lags er í
sama andanum og músik Gibb bræðr-
Framhald á bls. 28.
Þannig- sá Kristinn Benediktsson Flowers í
gegnum myndavél sína, þegar þeir félagarnir
héldu hátíðlegt eins árs afmæli hljómsveit-
arinnar fyrir skömmu.
þættinum „Hér gala gaukar“. Útsetning
Flowers er hin ágætasta og sama má
segja um söng Jónasar Jónassonar. Samt
sný ég ekki aftur með það, að mér finnst
hann syngja glettilega líkt og Rúnar
sjálfur! Þegar laginu lýkur tekur við við-
auki frá Flowers, þar sem þeir rugla með
hljóðfærin.
Einu sinni sem oftar sagði Karl Sig-
hvatsson mér, að hann gæti ekki samið
lög. Það væri bara alls ekki á hans línu.
Þegar hann sagði þetta, var hann að
pota í Hammond-orgel sjónvarpsins;
sagðist vera að „rugla eitthvað“, eins og
hann orðaði það. Þetta „rugl“ Karls er
nú komið á hljómplötu — og sómir sér
meira að segja hið bezta! Þessi fyrsta
tónsmíð Karls, sem kemur fyrir almenn-
ingseyru, heitir „Rlómið“, og er það
heiti við hæfi. Þetta er rómantískt lag,
það er ljóðræn og angurvær stemning
yfir því, uppbyggingin einföld en útsetn-
ingin hins vegar blæbrigðarík. Tónninn
í flautu Jónasar er að vísu nokkuð mátt-
leysislegur og verður lagið fyrir vikið ekki
alveg eins áheyrilegt og skyldi. Þetta
lag mundi sóma sér vel i búningi fyrir
stóra sveit strengja og horna.
Hlið nr. tvö á plötunni hefst með
miklum hljóðum og stórbrotnum forleik
að laginu „Slappaðu af“. Raunar er for-
leikurinn og lokaspretturinn hið bezta í
RÚNAR RG
KARL EIGA
RESIU LÚGIN
V _______________/
NVJAR HUÖMPlOTUR
'{mmwr
Allir munu vera á einu máli um, að
vel hafi til tekizt. hjá Flowers ineð fyrstu
hljómplötu þeirra. Það gustar svo sann-
arlega af þeim sveinum á plötunni, og
yfir lögunum er persónulegur stíll, sér-
kennilegur og viðfelldinn. Þá er það til
hagsbóta, að upptaka plötunnar hefur
tekizt með miklum ágætum.
Beztu lög jilötunnar eru lag Rúnars
Gunnarssonar, „GIugginn“, og lag Karls
Sighvatsssonar, „Blómið“. „Glugginn“ er
að vísu ekki alveg nýtt lag. Höfundur-
inn söng það sjálfur fyrir svo sem ári í
10 VIKAN 50- tbl-