Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 16

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 16
Einhver bezta barnabókin, sem út kemur fyrir þessi jól, er SILAS OG HESTURINN HANS, eftir danska rithöfundinn CECIL B0DKER. Bók þessi hlaut 1. verölaun í barnabókasam- keppni dönsku Akademíunnar 1967, og hefur hvarvetna hlot- ið hina beztu dóma. Svo segir á kápu dönsku útgáfunnar, að sagan sé af Silasi og hestinurn hans, af stjórnlausum báti, svartri hryssu, spennandi hrossamarkaði og baráttu hugrakks drengs fyrir rétti sínum í samfélagi fullorðinna. Loftur Guðmundsson hefur snúið bókinni á góða íslenzku, svo sem sjá má á þeim kafla. sem hér fylgir. Bókarkápu teiknaði Halldór Pétursson, en Baltasar gerði þær myndir, sem fylgja á þessum síðum. 1 i. Einkennilegur drengur í stjórniausum báti. Hann kom niður fljótið í sérkennilegum litlum stafnbreiðum báti, og hann sat ekki uppréttur á þóftu eins og venja er til, beitti ekki árunum, en lét strauminn bera sig sem hann vildi. Sjálf- ur lá hann á botni bátsins, og það mátti halda, að hann hefði tímann fyrir sér, því að straum- urinn einn réði ferðinni, og úr nokkurri fjar- lægð varð ekki annað séð en báturinn væri mannlaus. Bartolin hrossakaupmaður var staddur uppi á loftinu yfir hesthússlengjunni og kastaði heyi af kvísl niður um gat á gólfinu. Rykið þyrlaðist upp, og öðru hvoru rak hann höfuðið út um hlöðuopið til að hreinsa lungun. Úti var fagurt veður og nokkur hula fyrir sól, og fljótið rann rétt fyrir neðan við hesthússvegginn í breiðum bug, hann gat séð drjúgan spöl upp eftir því og niður eftir. En allt í einu var sem honum brygði, og hann kipraði saman augun vegna birtunnar. Hvað var það, sem þarna kom á reki? — Bátur? Og það leit meira að segja út fyrir, að eng- inn væri í honum. Gat hugsazt, að hann væri mannlaus? Bartolin togaði djúpt hugsi í úfið hökuskegg- ið, það væri ekki úr vegi að athuga þetta bet- ur, gamli pramminn hans var löngu svo úr sér genginn, að hann þurfti að verða sér úti um nýj- an bát. Hann virti hann fyrir sér enn, lagið var furðu framandlegt þótti honum, en það var því betra, ef hann var langt að rekinn, þá komst hann að minnsta kosti hjá að vera sakaður um þjófnað. Hann furðaði sig hvað mest á þvi, að hann skyldi hafa sloppið framhjá bænum heilu og höldnu, það hlaut einungis að vera fyrir það, að þetta var snemma dags. Ef áliðnara hefði verið, mundu drengirnir uppi í bænum áreiðanlega hafa kló- fest liann, það var hann viss um. Báturinn nálgaðist smám saman, það leit enn út fyrir, að hann væri mannlaus, og Bartolin var sannfærður um, að hann væri sér ætlaður. Það var bersýnilega stjórnlaus bátur, aðeins það hvernig hann rak á hlið og hvernig hann sner- ist um sjálfan sig, sýndi að enginn stýrði hon- um. Bartolin stakk digrum, gómhrjúfum fingrum inn undir skyrtuna og ók sér ánægjulega, það var sjaldgæft að nokkuð það ræki framhjá, sem hægt væri að nota, og hann var í þann veginn að hörfa úr hlöðuopinu og klöngrast niður í fóð- urganginn, þegar hann snarstanzaði og kipraði saman augun öðru sinni. Því að nú sýndist hon- um helzt — já, hann fékk ekki betur séð en tveir fætur teygðu sig upp fyrir borðstokkinn. Hann starði þangað til augun stóðu á stilkum í andlitinu á honum, og nú sýndist honum Kka grilla ( eitthvað, sem líktist hári úti við hinn borðstokkinn. Þetta líktist dauðum manni, hugs- aði hann, og það fór um hann hrollur af óhugn- aði. Það hlaut líka að vera dauður maður, sem 16 VIKAN 50-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.