Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 41

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 41
engan kost að láta til sín taka. Færi hann í veg fyrir hryssuna, sem geystist fram með trippastóðið fast á hæla sér, yrði hann sjálfur troð- inn undir. Hann stakk enn stærri visk af skegginu upp í sig. Að vísu hafði enginn hugmynd um, að drengur- inn hefði farið í land hjá honum, og hann gat auðveldlega lagt sund- urtroðið lík hans um borð í bátinn og látið hann reka leiðar sinnar eins og hann hafði komið með árarnar standandi upp í loftið, en honum gazt ekki að þeirri tilhugsun. Hins vegar gat hann ekki held- ur séð hvernig drengurinn fengi losnað úr þeirri æðisgengnu hring- iðu, sem hann var staddur í. Því furðu lostnari varð hann, þegar Sil- as tók að vega sig hægt og gæti- lega á bak hryssunni. Orlítið í senn. Bartolin hafði ekki tölu á því leng- ur hve margar ferðir hryssan hafði farið fram og aftur um nátthagann, en þær voru ekki svo fáar. Sem snöggvast létti honum óum- ræðilega við að sjá hvernig dreng- urinn mjakaði sér á bak. En um leið og honum varð það Ijóst, að Silas sat hryssuna, að hann sat uppréttur á baki henni, breyttist feginleikinn óðara í heiftarreiði og eftirsjá. Atti þessi viðbjóðslega lævísi hvolpur, þessi lati og hvatvísi ræfill að svíkja þessa úrvalshryssu bótalaust af hon- um, Bartolin? Átti honum að líðast að svipta hann hrossinu eins og ekk- ert væri? Aldrei. Hann hafði ekki minnzt á, að hann kynni að sitja hest, yfirleitt ekki, þetta var ekki heiðarlega að farið. Æðarnar á enni Bartolins þrútn- uðu, þegar Silas hleypti hryssunni framhjá honum hvað eftir annað, svo að froðan stóð um flipann. Hann hafði náð fullu valdi á henni nú og lét hana hægja sprettinn smám sam- an, unz hann brá henni á tölt og stöðvaði hana að síðustu beint fyrir framan hinn brúnaþunga og geð- vonzkulega mann. Þú sást, að mér tókst það, sagði Silas sigri hrósandi. Hann var óhreinn í framan og hárið klesst að enninu, en augun tindruðu. Ekki þarftu að ríða hana upp- gefna fyrir það, sagði Bartolin óvænt. Ég skal þurrka af henni svitann, vertu viss, sagði Silas og renndi sér af baki þreyttum og sveittum reið- skjótanum. Nei, þú skalt láta það ógert, sagði hinn afundinn. En hún er löðursveitt, sagði Silas. Ég sé um það. — Opnaðu hliðið. Oll gleði hvarf úr svip drengsins, og hann opnaði hliðið án þess að mæla orð og hélt síðan í humáttina af Bartolin og hryssunni aftur inn í hesthúsið. Þar tók maðurinn þegar að núa blakkan skrokk hryssunnar með þurrum hálmviskum og reiði- legum handatiltektum. Silas horfði lengi þegjandi á hann. Þýðir þetta að ég fái hryssuna ekki samt? spurði hann að lokum. Bartolin urraði eitthvað óskiljan- legt og laut niður til að þurrka hryssunni kviðinn. Á hvað ertu eiginlega að glápa? hrópaði hann allt ( einu. Nú hef- urðu fengið þinn reiðsprett. — Farðu og taktu til aktygin þarna. Þú færð svo eitthvað í kaup, þegar ég sé hvernig þú reynist. Það er ekki það, sagði Silas og stóð kyrr. Ertu kannski ekki ráðinn sem hestastrákur? hrópaði Bartolin? ☆
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.