Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 14

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 14
Það er betra fyrir mig að bíða þar til ég kemst að því hvernig þetta land raunverulega er og hugsa ekki um það. Ó, allt þetta rauða, muldr- aði hún og hristi höfuðið, hvernig er hægt að láta sig dreyma um slikan ljóma? Hefði nokkur getað látið sér detta í hug að þvilíkir litir væru til? spurði hún sjálfa sig og fann allt í einu til slíkrar ákefðar, svo djúprar, að það var næstum yfirnáttúruleg sæla, hún starði stórum, opnum augum á alla þessa liti, sem drógu úr og und- irstrikuðu hvorn annan á víxl, svo betur varð ekki ákosið. Svo fannst henni hún sjá eitthvað hreyfa sig við hliðina á einu trénu þarna til hliðar og sá að það voru tveir litlir, svartir bjarnahúnar að klifra upp í tré, klærnar á öllum hrömmunum átta gripu um börkinn. Og þegar hryssan gekk framhjá sneru þeir snúðum forvitnislega að henni til að horfa á og augnaráð þeirra var bæði kankvislegt og einlægt. Hún ætlaði að fara að vekja Honorine til að sýna henni þá, því henni þóttu þeir svo skoplegir, en svo flaug henni i hug að birnan kynni að vera í nánd og hún fálmaði eftir hnakkpokanum til að vera viss um að skammbyssurnar, sem Joffrey hafði gefið henni væru þar enn. Nokkru fyrir aftan hana kom hestur Maitre Johnasar íram úr þessum rauðu bogagöngum. Úrsmiðurinn var orðinn iotinn í baki eins og hann bæri einhverja ósýnilega byrði. Hún sá ekki betur en að hann væri sofandi og hafði auga með honum, þegar hann lagði af stað út yfir slóðina, þakta dauðum laufum. Ef birnan hreyfði sig ein- hversstaðar þarna í lággróðrinum myndi hestunum örugglega bregða, en ekkert gerðist; maitre Johnas og hesturinn hans þrömmuðu fram- hjá böngsunum, sem veittu þessari einkennilegu skepnu ekki sérstaka athygli, þótt hún væri ferfætt að neðan og með strók upp úr miðju baki og þar á ofan einhverskonar svartan köngul, bjarnarhúnarnir vissu áreiðanlega ekki að slíkt var kallað hattur — og undan þessum svarta köngli komu háværar hrotur nm leið og dýrið fór framhjá. Maitre Johnas og konan hans höfðu beðið de Peyrac greifa að fá að fara með i leiðangurinn, fremur en halda kyrru fyrir í Gouldsboro. Þau, ásamt Elvíru, frænku þeirra, ekkju bakarans, með tveimur ung- um börnum sínum, voru einu Húgenottarnir og persónulegir vinir Angelique í þessum hópi. Aðrir í hópnum voru Italir, Englendingar, Þjóðverjar og sennilega Skotar, en hún þekkti Þá ekki almennilega og átti meira að segja erfitt með að greina einn þeirra frá öðrum. Hún var gröm sér fyrir þessa óvissu, þvi hún var sízt vön því. Hún hafði alltaf verið of forvitin um þá, sem hún umgekkst til að láta liða langt án þess að kynnast þeim. En þetta voru menn Peyracs, ekki hennar og báðir aðilar biðu þess sem fram yndi. Sá eini, sem i þvi tilliti skar sig úr hópnum var kanadíski loð- dýraveiðimaðurinn, Nicholas Perrot, ráðabetri, velvirkari og þægi- legri en nokkru sinni fyrr; hafði einstakan hæfileika til að skjóta upp kollinum á heppilegum tíma í hvert skipti sem hún þarfnaðist einhvers. Hann kaus heldur að ganga en ríða og þrammaði áfram með léttum, óþreytandi skrefum eins og Indíánarnir, hvildi byssuhlaupið um öxl sér. Hann fór oft á undan til að ryðja brautina og undirbúa næturstaðinn. Angelique hafði á tilfinningunni að þessi róiegi og dul- arfulli, ungi maður hefði vel getað skýrt allt fyrir henni, sem hrelldi hana og eytt þannig hræðslumætti þess, en hann hefði vafalítið undr- azt að vita hana hugsa þannig, því þetta umhverfi var honum svo hversdagslegt; tré var tré, hvort sem það var rautt eða grænt, á var á, rauðskinni, rauðskinni, það sem mestu máli skipti var, að gera fljótlega upp við sig hvort annars vegar var vinur eða fjandi. Vinur var vinur, óvinur var óvinur, höfuðleður, höfuðleður; eitt af Því bezta í lífinu var friðarstund með vel troðinni friðarpípu, eitt af því and- styggilegasta, sem hægt var að hugsa sér — ör gegnum hjartað. 14 VTKAN 50-tbl- I þessu tilliti var hann einfaldur og það dularíulla um hann, stafaði aðeins af þeirri vitneskju og fróðleik, sem hann hafði um fram- andi og óvenjulega hluti. Hann gerði sér enga grein fyrir þvi sjálfur. Henni þótti slæmt að hann skyldi ekki veira neinsstaðar nálægur núna. Hún hefði spurt hann um nöfnin á sumurn þessum plöntum, sem hún sá meðfram stígnum; því hún þekkti sumar þeirra, ekki all- ar. Hún hefði spurt hann hvernig þeim lánaðist að gefa hestunum að borða í landi, þar sem engin engi voru, engin rjóður, ekkert annað en þykkur lággróður, dauð lauf, fallnar greinar en ekkert gras. Hún fann að þetta vandamál með hestana hlaut að vera eitthvað áhyggju- efni. Hann hafði þegar útskýrt fyrir henni með nokkuð langri ræðu, að á þessum slóðum væru ekki aðrar samgönguæðar til en árnar og einustu samgöngutækin, litlir indíánskir birkibarkar eintrjáningar, sem maður bar á höfðinu yfir flúðirnar og setti siðan aftur á flot, þegar komið var á sléttara vatn lengra. — En ferðast svona með hesta og konur ............. sagði hann og hristi höfuðið. Skógurinn tók enda í síðustu geislum hnígandi sólar milli tveggja klettaveggja, sem mynduðu einhverskonar gljúfur. Vatn rann fjörlega niðureftir hlíðinni í áttina til þeirra, en að þessu sinni var ekki erfitt að klífa brattann, áður en Angelique héldi áfram, nam hún staðar og sneri sér við til að horfa á ferðafélagana koma, einn eftir annan, fram úr gljúfrinu, suma ríðandi aðra á fæti, eins og þeir væru að klöngrast eftir brúnni. Hún tók eftir þreytusvipnum; allir, jafnvel ungu mennirnir sýnd- ust þrúgaðir af þreytu og hita. Honorine, litla, þriggja ára stúlkan sat með handleggina um mitti móður sinnar og hallaði sér að baki hennar. Þar sem hún hvíldi kinnina við bak móður sinnar, fann Angelique heitan, blautan blett. Hver minnsta snerting var næstum óbærilega óþægileg i þessum mikla hita, þvi loftið var bæði þurrt og heitt. Svitinn streymdi niður eftir hálsinum á henni og fötin límdust við hana. Þrátt fyrir barðabreiðan hattinn, var hún aum á hálsinum. Einn mannanna í hópnum heilsaði henni með óákveðinni hand- hreyfingu um leið og hann fór framhjá. Hann lyfti ekki einu sinni höfði og undan fótum hans, sem hann orkaði varla að lyfta, kom rykmökkur. Angelique leit aftur til baka. Hún sá ekki lengur yngri son sinn Cantor og henni var ekki rótt þess vegna. Mennirnir gengu hjá, einn eftir annan, álútir undir byrðum sinum. Sumir þeirra, sem hún þekkti ekki, töluðu ensku saman. Þeir litu snöggt á hana, þar sem hún sat á hestinum, í stígjaðrinum, um leið og þeir gengu hjá; sumir þeirra heilsuðu henni, en enginn nam staðar. Á þessum þrem vikum hafði Angelique ekki orðið annars vísari um þessa menn, sem Joffrey de Peyrac hafði valið sér til fylgdar í leið- angurinn, lengst inn i meginland Ameríku, en að þetta var fámáll hópur; mennirnir voru feimnir og þumbaralegir, en ótrúlega þrekmiklir og tryggir foringja sínum. Þeir voru óheflaðir og það þurfti ekki mikla skarpskyggni til að sjá að hver þeirra um sig bjó yfir sinu leyndar- máli. Angelique var ekki ókunnug mönnum af þessu tagi og hún vissi að það var ekki auðvelt að hafa stjórn á þeim. Seinna ætlaði hún að stofna til einhverra kynna við þá, en þessa stundina var hlutverk hennar — hlutverk, sem krafðist allrar hennar atorku og athygli, að ráða fyrir óstýrilátu hrossi, líta eftir litlu dóttur sinni og þessum fáu Húgenottavinum, sem höfðu fylgt henni eftir. Þrátt fyrir að hún hafði langa reynslu að baki í þvi að ríða í gegnum skóga, upp á hæðir og ofan leiti, gekk þetta ekki alveg þrautalaust. Hún minntist efasemdanna í svip eiginmanns hennar, þegar hún bað hann að taka sig með í ferðina og nú var hún að byrja að skilja hann. Ævin- týralífið, sem beið þeirra lengst inni i landinu Maine, þar sem Peyrac
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.