Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 19

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 19
spurði Bartolin tortryggnislega. Öðrum finnst þetta eins og hjá hundi. Ég er ekki aðrir, svaraði drengurinn þreytu- lega og settist niður. Hvað ertu þá? spurði Bartolin og kraup á kné hjá kassanum úti við vegginn. Svangur. Bartolin hnussaði og kippti blaðlöngum hníf út úr veggstoð og sargaði með honum hart brauðið, unz honum tókst að ná af því myndar- legri sneið. Hann lyfti sneiðinni á hnífsoddinum og sneri sér fram. Segðu til þín fyrst, bauð hann. Ég er bara ég sjálfur, sagði drengurinn. Þú hlýtur þó að heita eitthvað? Silas. Bartolin rétti drengnum brauðið á hnífsoddin- um, og drengurinn tók gaatilega við því og með báðum höndum eins og það væri gersemi. Mað- urinn úti við vegginn skar sneið af pylsunni og setti á hnífsoddinn. Hvað meira? spurði hann. Ekkert meira, sagði drengurinn. Bartolin þefaði með velþóknun af pylsusneið- inni. Drengurinn gaf honum hornauga og þagði. Jæja? Drengurinn hristi höfuðið. Silas er nóg fyrir mig, sagði hann, ég þarf ekki annað nafn. Það er og, sagði Bartolin og stakk pylsusneið- inni heilli upp í sig og tuggði hana ákaft með viðeigandi látæði til merkis um hve vel hún bragðaðist. Silas sleppti allri von um að hann fengi eitt- hvað með brauðinu og tók að stegla það græðg- islega í sig. En hvað heitir faðir þinn þá? spurði Bartolin og skar aðra sneið af pylsunni. Hann var tekinn að gerast forvitinn. Ég veit það ekki. Veiztu ekki, hvað faðir þinn heitir? Bartolin leit á hann með tortryggnisvip og gleymdi að loka munninum. Nei, sagði Silas. Þvættingur, urraði hinn og tuggði og kyngdi. Þú vilt bara ekki segja það. Ég á engan, sagði Silas. En þú hlýtur að hafa átt hann? Allir eiga föð- ur lengri eða skemmri tíma. Bartolin réðist enn á pylsuna. Silas fékk ekki bita af henni fremur en áður. Ég er ekki allir, sagði Silas, ég hef aldrei átt neinn. Það er og! Hrossakaupmaðurinn virti hann fyrir sér á vangann. Svo rétti hann honum allt f einu pylsuna, sem hann hafði í höndunum, og aðra stóra brauðsneið. Áttu kannski ekki neina móður heldur? Aninu, sagði Silas. Hvað þá? spurði Bartolin. Hún heitir Anina, ef þig langar til að vita það, útskýrði drengurinn þolinmóður. Þú ert ekki gefinn fyrir að tala um sjálfan þig, eða hvað, sagði Bartolin eilftið móðgaður. — Hvaðan ber þig að? Ofan frá, sagði Silas og benti. Já, það sá ég sjálfur, urraði hrossakaupmað- urinn, en mig langar til að vita nafnið á staðn- um, þar sem þú átt heima. Ég á hvergi heima, sagði Silas alvarlegur. Nei, mér er það Ijóst, að þú ert strokinn að heiman. Það eru sjö dagar síðan, upplýsti Silas ótil- kvaddur. En móðir þfn á þar þó heima? Nei, sagði Silas. Hún er kannski strokin að heiman líka, sagði Bartolin út undir sig. Hún er farin. Þú ert sannkallaður lygalaupur, hvein f Barto- lin, heldurðu að ég viti það ekki, að þú situr þarna og fyllir mig þvættingi, sem þú skrökvar upp einungis til þess að ég sendi þig ekki heim aftur? Víst ei<ki, sagði Silas, þvf ég sá sjálfur, að þau óku á brott. Óku hvert? Til næsta staðar, sagði Silas þreytulega. Þau? spurði Bartolin. Varstu ekki að enda við að segja að þú ættir engan föður? Hún er með þeim hinum, auðvitað. Hvaða hinum? Geturðu ekki sagt mér dálítið um sjálfan þig? Philip, sagði Silas reiðilega. Bartolin lagði við eyrun, þvílfkar áherzlur. Hver er þessi Philip? lék honum forvitni á að vita. Sverðgleypirinn. Fellur þér ekki við hann? spurði maðurinn í hálminum með varúð, loksins virtist eitthvað vera að bresta. Drengurinn gnísti beinlínis tönn- um. Honum fellur ekki heldur við mig, sagði Silas hörkulega. Því þá það? Bartolin lagði samúð í röddina, þótt hann vissi ekki, hvað um væri að ræða. Vegna þess að ég vildi ekki opna munninn. Hann reyndi að kenna mér. Að gleypa sverð? Silas kinkaði kolli. Bartolin leit spyrjandi á hann. Hann barði mig því með þeim í staðinn, sagði Silas rólega. Sverðunum? Bartolin glápti á hann. Ekki er hægt að berja mann með sverði, sagði hann, ertu viss um að það hafi ekki verið ól? Til að mynda axlabönd? Silas brosti hörkulega, og augnaráðið varð f jarrænt. Hvað tókstu þá til bragðs? spurði Bartolin. Þá spilaði ég bara annað en ég átti að spila, þegar hann var að sýna. Þá varð hann svo reið- ur, að hann gat naumast tosað því upp aftur. Hvað þá? Sverðinu, sagði Silas annars hugar. Upp úr maganum? spurði Bartolin og hryllti við. Það sat fast f hálsinum. Og þá hló fólkið í stað þess að klappa. Hrossakaupmaðurinn klóraði sér hugsi f koll- inum með hnífskeftinu, hann var ekki í vafa um, að það var eitthvað undarlegt við þennan dreng. Og loks hljópstu svo á brott? spurði hann eftir langa þögn. Reri, leiðrétti Silas. Bartolin hló. Já, það var þá Ifka róðurinn. Hvers vegna lagðirðu ekki út árar? Því skyldi ég gera það? Til að komast áfram, auðvitað. En ég hafði strauminn. Menn leggjast á árar, þegar þeir vilja kom- ast leiðar sinnar. Menn gera sér allt svo erfitt viðfangs, sagði Silas. Þeir nota líka húsgögn. Strákskrattinn, hugsaði hrossakaupmaðurinn og ræskti sig. Hvernig komstu yfir bátinn? spurði hann. Jú, hann . . . hann lá þar bara. Það var og! Það varð nokkur þögn, og Silas sem var hætt- ur að borða, fór að dotta, hann var orðinn ákaf- lega syfjaður. Skyndilega sneri Bartolin sér að honum eins og eitthvað rifjaðist upp fyrir hon- um. Framhald á bls. 36. 50. tbi. VIICAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.