Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 55

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 55
UNDRAEFNIÐ Dralon og ýmis fróö leikur um ^jJjjjF ' uppruna pess og wtagildi. Þær eru orðnar margar konurn- ar hér á landi — eins og víðar —- sem vita hve létt er að prjóna úr dralon, og ekki eru þeir færri, sem hafa fundið, hversu þægi- legt er að klæðast flíkum úr þessu efni eða efnablöndum, þar sem dralon er verulegur þáttur. En þeir, sem finna þessa kosti efnisins, leiða tæpast hugann að því, hversu löng saga er undan- fari þess, að almenningur getur notið kosta þessa efnis, og hér verður reynt að gera nokkra grein fyrir henni. Á þessu ári eru liðin 105 ár frá því að stofnaður var lítill vísir Bayer-fyrirtækisins, sem nú er orðið eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum. Stofnend- ur voru tveir, Frederick Bayer og Johann Frederick Weskott. Hinn fyrrnefndi var kaupmaður, sem verzlaði með alls konar liti, en hinn síðarnefndi litunarmeist- ari. Fyrirtæki sitt stofnuðu þeir í Barmen-Ritterhausen. Fyrirtækið var stofnað á heppilegum tíma, uppgangur var mikill í landinu, og auk þess var stjórn verksmiðjunnar mjög far- sæl, svo að brátt kom í ljós, að ekki var nægilegt að hafa verk- smiðjuna aðeins eina. Var þá fljótlega — árið 1868 — reist ný verksmiðja. Ekki var henni þó valinn staður í grennd við hina fyrstu, því að heppilegra var tal- ið að reisa hana í höfuðborg landsins Berlín. FLUTT Á NÝJAN STAÐ Bayer átti sífellt gengi að fagna og jók framleiðsluna og framleiðslugreinar jafnt og þétt. Þannig var hafin framleiðsla á tilbúnum áburði árið 1888 og sex árum síðar, 1894, var hafin fram- leiðsla á ýmsum kemískum efn- um. Þannig hélt fyrirtækið áfram að þróast, svo að það sprengdi jafnóðum af sér hverja nýja um- gerð, sem því var búin. Þótti loks heppilegast með tilliti til framtíðarskipulags og vaxtar- möguleika, að fyrirtækið kæmi sér fyrir á nýjum stað, og varð fyrir valinu svæði við Rín. 8000 EINKALEYFI — 10000 STARFSMENN Þarna var reist ný borg alger- lega frá grunni og heitir hún Leverkusen. Var þar allt undir- búið af mikilli framsýni, svo að þótt liðin sé meira en hálf öld frá þessum búferlaflutningi, eru aðalstöðvarnar enn í Leverkus- en. Það var árið 1912, sem aðal- stöðvarnar voru fluttar á nýja staðinn, þegar búið var að koma þar upp stærstu verksmiðjum fyrirtækisins, og um leið var nafni fyrirtækisins breytt í Far- benfabriken Bayer AG. Á hálfr- ar aldar afmælinu voru starfs- menn fyrirtækisins orðnir 10000, og hafði fyrirtækið þá látið skrá- setja alls 8000 einkaleyfi heima og erlendis. Vöxtur fyrirtækisins hélt áfram, og það jók sífellt fjöl- breytni framleiðslunnar. Árið 1925 tók það upp lyfjafram- leiðslu og sama ár byrjaði það á framleiðslu gerviefna í dúka. Var sellulose undirstaða þessara efna. Árið 1925 var einnig stofn- að til samtaka lita- og efnagerð- arfyrirtækja Þýzkalands, til að treysta aðstöðuna í samkeppni á heimsmarkaðinum, og nefndust þau I. G. Farben. NÝTT FYRIRTÆKI EFTIR STYRJÖLDINA Þessi samtök voru leyst upp, þegar styrjöldinni var lokið, og komst Bayer þá fyrst undir eftir- lit og stjórn Bandaríkjamanna en síðan Breta. Verksmiðjur og framleiðsla voru í molum eftir styrjöldina, eins og nærri má geta, en uppbygging var hafin jafnskjótt og um hægðist, og ár- ið 1950 var þýzkum aðilum feng- in stjórn fyrirtækisins á ný. Var þá stofnað nýtt fyrirtæki með sama nafni og áður og var höf- uðstóll þess 100 milljónir marka. Hið nýja fyrirtæki sýndi ekki minni dugnað en hið eldra, og árið 1953 sendi það á markaðinn gerviefnið dralon, sem hefur síð- an orðið eitt vinsælasta gervi- efni, sem nú er á markaðnum. Er það meðal annars þessu efni að þakka, hversu örar framfar- ir hafa orðið hjá fyrirtækinu, síðan það kom til sögunnar. Þessu til sönnunar má geta þess, að þegar fyrirtækið var orðið 100 ára gamalt — 1963 — voru starfsmenn þess orðnir 73.000, en söluskrifstofur hafði það þá í 152 löndum í öllum heimsálfum. Umsetningin var þá orðin yfir 4 milljarðar marka, en tegundir framleiðsluvara um 8500. Höfuðstóll fyrirtækisins var þá orðinn hvorki meira né minna en 835 milljónir marka, en eigendur hlutafjárins voru 186.000 talsins. Fyrir bragðið er Bayer það almenningshlutafélag í Þýzkalandi, sem flestir eigend- ur era að, en annars eru almenn- ingshlutafélög þar í landi fleiri en svo, að tölu verði á komið í fljótu bragði. En snúum okkur nú að þessu nýja undraefni. TILVALIÐ í FLÍKUR Á BÖRN Dralon gefur möguleika til margs konar framleiðslu, og er það bæði notað eitt sér og með blöndun við önnur efni, svo sem ull, baðmull, gervisilki og svo framvegis. Það er kunnara en frá þurfi að segja, að dralon- prjónavörur eru einkar áferðar- fallegar og mjög vinsælar, jafnt á unga sem gamla. Þær eru létt- ar og sterkar og breyta lögun lít- ið eða alls ekkert, ef þær eru þvegnar á réttan hátt. í því efni verður að fara samkvæmt leið- beiningum hverrar tegundar, svo að árangur verði sem beztur. Óhætt er að fullyrða, að ekki er hægt að fá betra efni í flíkur á börn, því að ekki er hægt að segja að Dralon þófni neitt, og auðvelt er að halda því hreinu. ULL OG DRALON BLANDAÐ SAMAN Eins og fyrr segir er dralon notað talsvert til blöndunar við önnur efni, og eru það mikil meðmæli með gæðum þess. Með- al annars er það mjög vinsælt til blöndunar í ull, og verður slík blanda mun sterkari en flík, sem er úr 100% ull, en heldur þó beztu eiginleikum ullarinnar, sem við öll þekkjum. Algengasta blanda af þessu tagi er 55% dralon móti 45% ull. Hún er notuð mjög mikið í prjónagarn, en hefur einnig aukizt mikið í karlmannaföt, dragtarefni og kjóla. Allur fatnaður úr slíkum efnum er mjög léttur og þess vegna þægilegur. Þess ber að geta, að vinnu- fataefni eru einnig gerð úr dral- on, og með einfaldri aðferð er hægt að gera þau sýru- og vatns- þolin. DRALON TILVALIÐ í GLUGGATJÖLD En kostir dralons eru ekki einskorðaðir við notkun í fatnað af ýmsu tagi, bæði á börn og fullorðna. Dralon er einnig til- valið til híbýlaprýði, og hafa gluggatjöld úr dralon orðið vel þekkt og vinsæl á undanförnum árum, og þeim heimilum fer ört fjölgandi, sem nota ekki annað. Fyrir þessu eru líka góðar ástæð- ur: Gluggatjöld úr dralon eru létt, bera sig samt vel og mynda fallegar fellingar. Þau eru fram- leidd í öllum regnbogans litum, af því hve hráefnið er vel hvítt, og eru litbrigði þeirra því mjög hrein og skær, en litaúrvalið nær ótakmarkað. Þá er það ekki síður kostur á dralon til þessara nota, að það þolir að vera í sól í langan tíma, án þess að missa eiginleika sína að neinu ráði. Dralon-efnum hættir nefnilega ekki til að „sól- brenna“, en það er ljóður á mörgum efnum, að þau verða stökk fyrir áhrif sólarljóssins og detta þá göt á slík gluggatjöld við litla snertingu. Loks er að geta þess, að litir bindast dralon mjög vel, vegna kemiskrar uppbyggingar þess, og um upplitun er því varla að ræða. FÖGUR OG STERK HÚS- GAGNAÁKLÆÐI Á undanförnum árum hefur það einnig farið mjög í vöxt hér á landi sem annars staðar, að dralonáklæði séu notuð á hús- gögn. Þau eru til í mjög miklu litaúrvali og fara einkar vel á húsgögnum, eru sönn híbýla- prýði við slíka notkun sem aðra. Þar kemur einnig til greina sá kostur, sem snertir litafestu og endingu, en hvort tveggja er í hámarki. Enn einn kostur er sá, að dralon dregur vart í sig raka, eða aðeins 1—2%, og þess vegna er mun betra að ná blettum úr slíkum efnum en öðrum. Dralon er líka notað í vaxandi mæli í borðdúka, og koma þar ekki sízt til greina þeir kostir þess, hve auðvelt er að ná úr því blettum. Má jafnvel hella bleki eða rauðvíni í hvíta dralon- dúka, án þess að blettur sjáist eftir að skolað hefur verið úr þeim, ef það er gert strax. MÖLUR VINNUR EKKI Á DRALON Hér er ekki kostur á að telja upp öll þau mörgu not, sem hægt er að hafa af dralon, en þó má bæta því við, að sængur og svefnpokar með dralonfyllingu eru mjög vinsælir hlutir og fara vinsældir þeirra óðum í vöxt. Svefnpokar eru nú orðnir svo al- gengir hér á landi, þar sem allir, sem vettlingi geta valdið, leggja land undir fót að sumarlagi, að nauðsynlegt er að hafa þá sem allra léttasta og meðfærilegasta. Og svo má geta þess að end- ingu, að dralon er meðal þess, sem mölur fær ekki grandað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.