Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 39

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 39
skilnislega. Nú er ég bara svo þyrst- ur, áttu ekki líka eitthvað handa mér að drekka? Hefurðu étið hann allan? Bartolin vildi ekki trúa sínum eigin eyrum. Skildirðu ekki eitthvað eftir handa mér? En ég var svo svangur, mælti Sil- as enn. Þú hefðir nú getað geymt mér eitthvað samt, þetta var þó mitt brauð og mín pylsa, ef út í það skal farið, — og nú fæ ég ekki mat- arbita í kvöld. í gær var það ég, sem ekkert fékk — allan daginn meira að segja. Ekki verður mér kennt um það, áleit Bartolin. Nú verður þú að hjálpa mér að Ijúka við að hirða hestana í staðinn. Ég hef sóað hræði- lega miklum tíma á þig í dag. Ég hef gaman af hestum, sagði Silas fúslega. Geturðu mokað flór? spurði Bartolin. Silas svaraði ekki strax, og Barto- lin datt í hug, að drengurinn skildi kannski ekki við hvað hann ætti. Geturðu mokað þessu hérna upp í hjólbörurnar? sagði hann þess í stað og benti á dökkar hrúgurnar af hálmi og hrossataði á flórnum fyrir aftan hestana. Þessu öllu? spurði Silas og mældi með augunum lengd hesthússins. Já, sagði Bartolin. Það held ég ekki, sagði drengur- inn. Þú getur það vist, sagði Bartolin fljótmæltur, sjáðu, ég skal kenna þér það. Þú ferð bara svona að því. Hann þreif til rekunnar og fyllti börurnar af taði. Þetta er alls ekki erfitt, haugurinn er þarna rétt fyrir utan gaflinn. Ég held, að ég hafi ekki beinlín- is löngun til þess, sagði Silas. Löngun, öskraði Bartolin gramur, heldurðu kannski, að ég hafi löng- un til að vera matarlaus það, sem eftir er dagsins, þú gerir bara eins og ég segi þér. Enginn spurði mig, hvort ég hefði löngun til að moka flórinn, þegar ég var á þínum aldri. Já, en ég er svo þyrstur, sagði Silas. Ég át þessi ósköp af brauði. Brunnurinn er úti þarna fyrir handan, sagði Bartolin stuttur í spuna. Hann benti með rekuskaft- inu á vegginn fjær fljótinu. Silas stóð kyrr. En þú hefur auðvitað gert ráð fyrir að fá öl, er ekki svo? sagði Bartolin hæðnislega, þegar drengur- inn hreyfði sig ekki. Auðvitað vil ég það heldur, svar- aði Silas. Bartolin var að þvf kominn að reka upp öskur aftur, en stillti sig. Öl geturðu fengið, þegar þú hef- ur mokað flórinn. Hann benti á hrossataðið. Jæja, sagði Silas og fór út og fékk sér að drekka úr brunninum. Bartolin stóð og togaði í skegg- ið. Gæti hann talið strákinn á að vera um kyrrt, hugsaði hann, ef hann gæti nú fengið hann fyrir hestastrák. Hann var að vísu helzt til lítill bógur til þess, en það yrði eflaust hægt að kenna honum, og sennilega stækkaði hann líka — Bartolin fannst þetta snjallræði, það var ekki alltaf svo auðvelt að vera einbúi, og þyrfti hann að fara eitt- hvað í verzlunarerindum, varð hann að greiða manni úr bænum kaup fyrir að vera í hesthúsinu á meðan hann var sjálfur að heiman. Vegurinn lá á bak við hesthúsið. Silas varð litið eftir honum á með- an hann dró fötuna upp úr brunn- inum, og þetta var harla venjulegur og ekki ýkja góður vegur, en hann hlaut að eiga sér einhvern ákvörð- unarstað. Drengurinn stóð þarna og gleymdi sér og reyndi að gera sér í hugarlund, hvert vegurinn lægi. Hvað varð af þér? spurði Barto- lin, þegar hann kom loks inn aftur. Ég var bara að skoða veginn, sagði Silas, hvert liggur hann? Þú gætir vel verið hestastrákur hérna hjá mér, flýtti Bartolin sér að segja. Silas hugsaði sig um langa stund. Þú sagðir það sjálfur rétt áð- an, að þú hefðir gaman af hestum, sagði Bartolin lokkandi, — og fyrst þú hefur ekki löngun til að verða sverðgleypir. Silas hristi höfuðið, svo að hárið þyrlaðist. Já, þarna sérðu sjálfur, ég átti von á því, sagði Bartolin sigri hrós- andi, vertu heldur hérna hjá mér. Hvað fæ ég í kaup? spurði Silas. Nú var það Bartolin sem þurfti að hugsa svarið. Nú-já — færð og færð — þú þarft minnsta kosti ekki að svelta, varð honum að orði. Já, en eitthvað fæ ég í kaup ann- að en matinn, eða hvað? Bartolin mældi drenginn með augunum frá hvirfli ofan á tær. Hvað ertu eiginlega gamall? spurði hann, þú ert ekki mikill fyrir mann að sjá. Þrettán, sagði Silas. Það er og. A þínum aldri mátti ég hrósa happi, ef ég gat unnið fyrir fæði og húsnæði. Silas starði út í bláinn gegnum hesthússveggina o gsvaraði ekki. Nú-jæja, við skulum bíða og sjá, hvernig þú stendur þig, sagði Barto- lin uppörvandi. Ég vil fá hest, sagði Silas allt í einu. Hvað þá? spurði Bartolin. Hann var ekki fyllilega með ó nótunum. Ég verð hérna ekki nema þú lát- ir mig hafa hest fyrir, endurtók drengurinn eins og ekkert í heimin- um væri sjálfsagðara. Sagðirðu hest? Bartolin glápti á hann eins og hann hefði aldrei séð hann áður. Silas kinkaði kolli. Og hrossa- kaupmaðurinn rak upp roknahlátur. Ertu ekki með öllum mjalla, öskraði hann. Silas gat séð lengst ofan í kok á honum. Hvað hefur þú að gera við hest? spurði Bartolin, þegar hann var dá- lítið farinn að jafna sig. Ætlarðu í hestakaup? Hann virti drenginn enn fyrir sér frá hvirfli til ilja og af meiri forvitni. Ekki var það útilok- að, að það byggi hrossakaupmaður í stráknum. Silas hristi höfuðið. Hvað þá? Hafa hann til reiðar, sagði Silas. Enn fékk Bartolin hláturskast. Þú? — Á hestbaki? — Þú ert að vitkast, sagði hann og hló. Hefurðu annars hugmynd um, hvað er aftur og fram á hesti? Bartolin fyllti hjólbörurnar af taði og ók því út á meðan hann var að hugleiða tilboð piltsins. Hann vildi gjarna fá sér aðstoð, og eflaust gat hann komizt yfir gamla bikkju handa stráknum fyrir sanngjarnt verð. Slíkur hvolpur gat áreiðan- lega ekki séð neinn mun á hestum nema litinn. Hann ók börunum aft- ur inn gangbrúna. En þá verður þú líka að vera hérna talsvert lengi, sagði hann við Silas. Hestar eru dýrir, og ég verð að geta treyst því, að þú hlaupist ekki á brott fyrr en varir. Það glaðnaði yfir Silasi. Ég er búinn að velja mér hest, sagði hann. Bartolin leit um ösl. Einmitt það? Þennan þarna, sagði Silas án þess að hika og benti á blakka hryssu, sem stóð og tvísteig órólega á básn- um. Bartolin var að því kominn að reka upp roku enn einu sinni, en stillti sig. Silas hafði umsvifalaust bent á bezta og dýrasta hrossið, en það hlaut að vera tilviljun. Hann leiddi drenginn að tveim luraleguir. og kafloðnum smáhestum og tók að lýsa mörgum og góðum kostum þeirra. Silas leit á hann með djúpri fyrir- litningu. Ég var að tala um hest, sagði hann. Bartolin varð hvumsa við. Já, auðvitað, ég gæti líka keypt hest handa þér, sagði hann altilleg- ur. Nei, það á að vera hún þarna, þrássaði drengurinn og benti aftur á blökku hryssuna. Hvers vegna, Bartolin vildi fá að vita það. Hún ber af þeim öllum, sagði Silas. Þú ert kolvitlaus, þusaði Bartolin. En hann hafði lög að mæla, strákur- inn. Oviðráðanlegur hlátur kraumaði og sauð djúpt niðri í hinum feita beljaka, drundi úr munni hans, en það örlaði þar ekki á neinni gam- ansemi. Þú hefur gaman af að moka flór, öskraði hann. Mér er meinilla við það, viður- kenndi Silas. Þú verður að moka flór í þrjátíu ár, ef þú átt að vinna fyrir hrossinu því arna, hvað hefurðu annars hugs- að þér að verða hér lengi? Þangað til hún er að fullu greidd, sagði Silas hiklaust. Já, en hryssan deyr úr elli áður en þér tekst það, hélt Bartolin áfram án þess að lækka röddina. Munn- vatnið frussaði út úr honum, þegar hann hrópaði svona, en Silas hafði ekki einu sinni fyrir þvi að þurrka framan úr sér með erminni. Bartolin reyndi að ýta drengnum þangað, sem smáhestarnir stóðu, það voru sannarlega ekki neinir gallagripir. Húsmœður ! Óhreinindi og blettir, svo sem fitublettir, eggja- blettir og blóðblettir, hverfa á augabragði, ef notað er HENK-O-MAT í forþvottinn eða til að leggja í bleyti. Siðan er þvegið á venju- legan hátt úr DIXAN. HENK-O-MAT, ÚRVALS VARA FRÁ 50. tbi. vjkAN 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.