Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 46

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 46
HAGSÝN HÚSMÓÐIR NOTAR Honum hafði alltaf þótt vænt um börn. Jafnvel þegar hann gekk í fylkingu með herdeildum keisarans, hafði hann alltaf veif- að til barnanna, sem störðu með opna munna á þessa ókunnu her- menn. Þegar hans eigin sonur fæddist, varð hann frá sér num- inn af fögnuði og hamingju. Hann mundi alltaf eftir að færa honum gjafir, bæði frá Gallíu og Bretlandi hinu mikla. Hann vissi, að Leo beið hans með óþreyju jafnt á nóttu sem degi. Og í hvert skipti sem hann komst loksins heim í stutt orlof, léku þeir alltaf sama leikinn: Hann þóttist hafa gleymt að kaupa gjöf handa stráknum. „Þú heldur þó ekki, að ég sé með gjöf handa þér? Ég er ekki með neina. Ég gleymdi að kaupa hana.“ En auðvitað hafði hann ekki gleymt því. Hann hélt að- eins pakkanum fyrir aftan bak og leikurinn endaði með því, að þeir skellihlógu og hlógu, á með- an strákurinn opnaði pakkann og leikföngin ultu út um allt. Nú var þetta liðin tíð; mundi aldrei framar gerast; hvorki leik- ir framar, né leikföng. Leo bjó nú í hinu myrka kóngsríki Plu- tós, og faðir hans hafði ekki einu sinni fengið að sjá lík sonar síns. Hinn stælti líkami Antoniusar skalf eins og tré í vindi. í reiði sinni og örvæntingu tók hann allt í einu eftir, að hann var svo máttfarinn, að hann var í þann veginn að hníga niður. Þetta minnti hann á, að hann hafði hvorki bragðað vott né þurrt, síðan hcnum barst sorgarfregnin. Hann var ekki vanur að finna til slíks líkamlegs vanmáttar. Hann lagði af stað frá trénu, en var svo máttfarinn, að hann gat naumast staðið á fótunum leng- ur. Hann vonaði, að hann hefði mátt til að komast aftur til her- búðanna og fá sér eitthvað að borða. En brátt varð honum ljóst, að það mundi ekki takast. Hann leit í áttina til gistihússins. Stjarnan blikaði fyrir ofan það eins og lýsandi kyndill. Hann ákvað að fara þangað og biðja um mjólk að drekka. Ef til vill fengi hann líka ofurlítinn mat. Hann lagði af stað reikull í spori. Þegar hann komst til gistihússins, sá hann að allt var dimmt og hljótt þar inni, eins og allir væru í fasta svefni. Honum gramdist að þurfa nú að reyna af veikum mætti að komast alla leið til herbúðanna aftur. En þá kom hann auga á lítinn, hvítan asna, sem var bund- inn fyrir utan fjárhús. Að innan heyrði hann dauft skrjáf og hvísl og svo ótrúlegt sem það var gat hann svarið fyrir, að hann heyrði barnsgrát. Hann gleymdi þreytunni í svip, var aftur orðinn rómversk- ur hermaður, sem ekki mátti bregðast skyldu sinni. Hann var sannfærður um, hvað hér væri á ferðinni. Sá Gyðingur var ekki til, sem ekki vildi losna við að greiða skattinn, ef þess var nokk- ur kostur. Hér var áreiðanlega einn slíkur: klókur Gyðingur, sem ætlaði að fela sig í þessu fjárhúsi. Hann hafði líka vissulega ver- ið óheppinn, fyrst hann var af- hjúpaður á þennan hátt! Antoni- us brosti með sjálfum sér og læddist hljóðlega að fjárhúsinu. Hann stanzaði andartak, er hann uppgötvaði, að hann var ekki einn: Tveir fjárhirðar, sem gættu hjarðar sinnar úti í haga, stóðu við hlið honum og störðu á hina skæru stjörnu. Svo var að sjá, sem þeir hefðu komið út úr fjárhúsinu. Hann ávarpaði þá valdsmannslegri röddu en þeir skildu hann ekki. Þeir brostu aðeins, og honum til mikillar undrunar tóku þeir að tauta eina af þessum óendanlegu bænum, sem hann botnaði ekk- ert í. Hann yppti öxlum og drúpti höfði, svo að hann kæmist inn um lágar dyr fjárhússins. Hann rétti úr sér, þegar inn var komið og litaðist um. Það var barnið, sem hann kom fyrst auga á. Það lá í jötu. Dýrin, - - uxi, asni og nokkur lömb, voru aðskilin frá því með lágum tré- vegg. Dýrin virtust fullkomlega örugg og teygðu hausana yfir vegginn og horfðú á barnið. Barnið var lítið vexti og virtist nýfætt.. Antcnius sneri sér að foreldr- unim, sem störðu á hann. Stúlk- an, sem lá í hálminum, hlaut að vera móðir barnsins. Það lá við að hann viknaði, þegar hann sá gleðina og hamingjuna, sem skein úr svip hennar. Hann sneri sér snöggt að föðurnum, sem stóð í hinum enda fjárhússins. Hann sagði eitthvað lágum rómi á hebresku, sem Antonius skildi ekki. En hann skildi þó mætavel, að það sem hér var að gerast, átti ekkert skylt við skattgreiðslu eða manntal. Hann gat sagt sér sjálfur, að þessi unga móðir með stór, dökk augu og bros á vör, þrátt fyrir þreytulegt andlit, hlaut að hafa verið bágstödd í meira lagi fyrir skammri stundu: Öll herbergi höfðu að likindum verið full í gistihúsinu. Það hef- ur ekkert rúm verið fyrir hana. í öngum sínum og örvæntingu hafa þau leitað sér skjóls í fjár- húsinu. Og þarna var barnið, sem með hjálp guðanna hafði fæðzt rétt skapað og heilt á húfi við þessar erfiðu aðstæður. Þetta sannaði aðeins það, sem hann hafði lengi vitað: Að það var ekkert rúm fyrir börn í þess- um vesæla og viðurstyggilega heimi. Hann vildi gjarnan róa hina ungu foreldra, sem höfðu litið með skelfingu á rómverska einkennisbúninginn hans. Hann talaði þess vegna við þau, enda þótt hann vissi, að þau mundu ekki skilja hann; vonaði, að róm- urinn og talsmátinn mundi full- vissa þau um, að hann hefði ekk- ert illt i huga. Það var svo undarlegt, að þau virtust alls ekki hrædd. Það var engu líkara en þau hefðu skilið það sem hann sagði. Þau brostu til hans, og unga konan sagði eitthvað blíðum rómi, eins og hún væri að bjóða hann velkom- inn. Antonius brosti og féll á kné við hliðina á barninu. Þannig hafði Leo líka litið út, þegar hann var nýfæddur. Öll börn voru eins, hvar í heiminum sem þau fæddust og hverrar trúar sem foreldrar þeirra voru. Hann lang- aði til að taka það í fang sér, en áræddi það ekki. Undarleg ró hvíldi yfir litlu, hrukkóttu and- liti barnsins. Vizka og helgi skein úr augum þess. 'N HatiiJíÍathutiit INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhHÍ- & Ífti/iutiit h □. RÁNARGDTU <7. <3ÍMI 19669 VILHJALMSBDN 46 VIKAN 50-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.