Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 12

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 12
JBIASRGA EFTIR CUARITV BLACKSTOCK ANTONIUS DVALDI LENGI VIÐ JÖTU BARNS- INS. HANN GAT EKKI FENGIÐ AF SÉR AÐ FARA STRAX, HANN TÖK AÐ GÆLA VIÐ BARNIÐ. ÍHANN GLEYMDI ÞVÍ, AÐ HEGÐUN HANS H^LÍÍJT AÐ VERA HLÆGILEG í AUG- UM FULLORÍÍtNS FÖLK^ ALLT í EINU STAKK HANN HENDINNI í VASÁ SINN OG TÖK UPP DAVÍÐSSTJÖRNUNA.... & Hann lá endilangur á jörðinni og yljaði sér við bálið. Svipur hans lýsti í senn biturleika og eftirsjá. Niðri í þorpinu var allt með ró og spekt. Það var kyrrt veður en kalt. Á dökkum himni blikaði skær stjarna. Maríus leit á vin sinn og velti því fyrir sér, hvort hann ætti að rjúfa þögnina. Loks stóðst hann ekki mátið lengur og sagði: „Hvað er að þér í kvöld, Ant- onius? Ertu leiður yfir því, að nú skuli eiga að skrásetja fólkið? Eða ertu kannski orðinn þreyttur og leiður á þessu bölvaða landi? Þjáistu af heimþrá? Langar þig til Rómar?“ Antonius yppti öxlum og svar- aði: „Nei, mér er nákvæmlega sama, þótt ég fái aldrei framar að koma til Rómar.“ „Það var skrítið. Ég verð að játa, að ég tel dagana, þar til ég fæ orlof næst. Hvers vegna gátu þeir ekki sent okkur til Gallíu, í staðinn fyrir að hafa okkur hér, þar sem allir hata okkur og ekki er einu sinni hægt að krækja sér í stelpu? Mig dreym- ir bæði daga og nætur gott, róm- verskt vín og fallegar stelpur, leikhús og tónlist og skylminga- keppni. En við verðum að dúsa hér, í litlu þorpi, þar sem fólk- ið hatar okkur, af því að við neyðum það til að greiða okkur skatt. Og svo vilt þú ekki fara heim! Hvers vegna? Hefur fjórð- ungsstjórinn boðið þér stöðu í líf- verði Heródesar? Eða hafa of- stækismennirnir talið þér hug- hvarf?“ Antonius svaraði biturlega: „Ég hef fengið slæmar fréttir að heiman.“ „Hvers vegna hefur þú ekki sagt mér það fyrr? Hvað hefur komið fyrir?“ „Sonur minn er látinn,“ sagði Antonius. „Megi guðirnir hafa samúð með þér og honum. .. . Hvenær fékkstu að vita þetta?“ „í gærkveldi. Hann er —. var — fimm ára gamall. Ég var ein- mitt að kaupa stjörnu handa hon- um.“ Hann stakk hendinni niður í vasa sinn, tók upp hlutinn og spurði félaga sinn: „Viltu eiga þetta?“ Maríus leit á gripinn, en hristi höfuðið: „Nei, þetta líkist einna helzt því, sem Gyðingarnir ganga með.“ „Það gildir einu hvað það er.“ Antonius lét gullkeðjuna renna milli fingra sér. Sexarma stjarna blikaði í bjarmanum frá bálinu. „Þeir kalla þetta Davíðsstjörnu. Krakkarnir hérna fá svona í eins konar fæðingargjöf. Mér datt í hug, að Leo hefði kannski gam- an af að leika sér að þessu.“ Hann stakk keðjunni í vasa sinn, færði sig nær bálinu og studdi höndum á kné sér. „Hvernig atvikaðist þetta? Eða er þér kannski illa við að tala um þetta?“ „Nei, hví skyldi ég ekki tala um það. Ég hugsa hvort sem er ekki um annað. Ég hef ekki get- að hugsað um annað en hann í allan dag. Hann var lítill og fal- legur strákur. Það veit ég, þótt ég hafi ekki séð hann oft síðast- liðið ár. Konan mín dó, eins og þú manst. Það var fyrir einu og hálfu ári. Ég vissi ekki, hvað ég ætti að gera við drenginn. Ekki gat ég tekið hann með mér hing- að, eða hvað? Fyrst hélt ég, að fjölskylda mín mundi taka hann að sér, en enginn virtist kæra sig um að hafa hann. Hann flæktist úr einum stað í annan. Það er ekki hollt fyrir lítinn dreng að búa við slik kjör. Elzta systir mín hafði hann í nokkra mánuði. Síðan átti að flytja hann til annarrar systur minnar. En hann þoldi ekki ferðalagið. Hann fékk hitasótt á leiðinni. Hann dó, af því að eng- inn var til að veita honum nauð- synlega aðhlynningu. Þetta er sem sagt það sem gerðist. Og nú á ég ekkert eftir — hvorki konu né barn. En kannski á ég ekki betra hlutskipti skilið." „Þú getur kvænzt aftur.“ „Já, ég ætla líka að gera það einhvern tíma. Því ekki það? Ég er ekki nema fertugur. Og maður verður að eiga konu og börn og heimili. Annars er ekkert gaman að koma heim. En það gagnar mér ekki á þessari stundu. Ég get ekki gleymt, hversu glaður hann varð, í hvert skipti, sem ég kom heim í orlof. Og ég hefði fengið að sjá hann eftir nokkra mánuði, ef hann væri enn á lífi. Hann var vanur að koma hlaup- andi á móti mér . . . en æ, hvað gagnar að vera að rifja þetta allt saman upp? Eg er ekki sérlega blóðþyrstur maður, Maríus, en nú er hið eina sem ég óska mér að vera sendur út á vígvöllinn til að vega menn og vera síðan sjálf ur veginn.“ „Þú getur spurt Marcus Juli- us. . . . “ „Og hvað ætti ég að segja við hann? Að sonur minn sé dáinn og ég vilji drepa allan þennan viðurstyggilega heim? Veröld, sem lætur saklaus börn sín verða harðast úti. Við verðum allir að eignast börn til þess að viðhalda ættum okkar, en enginn vill eignast þau. Það er of erfitt að hugsa um þau. Það þarf að þvo þeim og gefa þeim að borða og ala þau upp. Þegar um er að ræða að gæla við þau og leika sér að þeim, þá er allt í lagi. En þegar að því kemur að gæta þeirra, þá er ekkert rúm fyrir þau.“ Maríus vissi ekki, hverju hann ætti að svara. Hann rétti fram vínkútinn, en Antonius bandaði honum frá sér með hendinni. Maríusi leið illa í návist vinar síns. Hann gat ekkert hjálpað honum. Hann var sjálíur ungur og elskulegur maður, sem tók líf- inu létt. Hann kunni ekkert ráð til að leysa vandkvæði eins og þau, sem vinur hans átti við að stríða. Hann var að því kominn að leggja til, að þeir færu saman á krá, fengju sér eitthvað gott að borða og skoluðu því niður með gómsætu víni frá Libanon. En áður en honum vannst tími til að vekja máls á þessu, stóð Antonius skyndilega á. fætur. „Ég ætla að ganga, oíurlítið mér til hressingar," sagði hann 12 VTKAN tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.