Vikan


Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 50

Vikan - 19.12.1968, Blaðsíða 50
PIRA-SYSTEM HIN FRÁBÆRA NÝJA HILLUSAMSTÆÐA ER í SENN HAGKVÆM OG ÓDÝR Það er ekki margt, sem hefur lækkað í verði að undanförnu. Það hafa PIRA hillusamstæðurnar gert sökum hagræð- ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nefn- ið til hvers þér þurfið hillur og PIRA er svarið. Odýrustu bókahillur, sem völ er á, hillur og borð í barnaherbergi, í vinnuherbergi, í húsbóndaherbergið. Sjáið myndina hér; þar er skipt á milli borðstofu og stofu með PIRA-vegg. Borðstofuskenkurinn sparast. PIRA hillusamstæður geta staðið upp við vegg, eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf- ur eða naglar til að skemma veggina. Notið veggrýmið og aukið notagildi íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðumar eru iáusn nútímans. HÚS OG SKIP hf. Ánnúla 5 — Sími 84415—84416. ÞÉR SPARID MEDÁSKRIFT ÞÉR GETIÐ SPARAÐ FRÁ KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVÍ AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI VIKAN ÉR IIEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINA R OG EFNI FVRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O.FL., O.FL. Vinsamlegast sendiS mér Vikuna í áskrift 4 TOLUBLOÐ Kr. 170.00. Hveii blað á kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvert blað á kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR ■ 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hvert blað á kr. 34.62. Gjalddagar fyrir 13 tölubl. og 26 tölubl.: 1. febrúar — 1. maí — 1. ógúst — 1. nóvember. Skrifið, hringið eða komið. NAFN HEIMILI PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPH0LTI 33 PÓSTHÓLF 533 REYKJAVÍK SÍMAR: 36720 - 35320 n i i i j stjörnu, sem blikaði enn beint yfir gistihúsinu. En það var ekki stjarnan sem hann sá, heldur stór og saklaus barnsaugu. ,,Leo,“ sagði hann. Það var Leo, sem brosti til hans; hinn endur- borni Leo, sem lá í jötu með gullna Davíðsstjörnu í höndum. Antonius gekk út i kalda og bjarta nóttina. Enn einu sinni leit hann upp til himins. Stjarn- an var svo skær og virtist vera svo nærri, að honum fannst hann gæti tekið hana og handleikið eins og barnið Davíðsstjörnuna. Honum hafði tekizt að sigrast á sorginni og einmanaleikanum. Hann var nú hugrakkari og sterk- ari en nokkru sinni fyrr. Maríus lá enn við bálið. Vín- kúturinn var tómur. Hann reis á fætur, þegar hann sá til manna- ferða. Hann var óstyrkur á fótum eftir víndrykkjuna. En honum létti, þegar hann sá, að vinur hans var kominn aftur heill á húfi. „Svo að þú ert kominn aftur,“ sagði hann. „Ég var farinn að halda, að við yrðum að fara að leita að þér. Hvar í ósköpunum hefurðu verið, Antonius? Þú hef- ur drukkið. Ég sé það á göngu- laginu.“ „Nei.“ „Þú ert eitthvað svo einkenni- legur í framan,“ sagði Maríus og kíkti framan í vin sinn og var nærri oltinn um koll. Antonius rétti honum höndina og studdi hann. „Hvar hefurðu verið?“ spurði Maríus enn. „Ég var að halda hátíðlega fæð- ingu lítils Gyðingabarns." „Hvaða endemis blaður er þetta í þér! Ég fer að halda, að þú hafir misst vitið." „Barn fæddist og var lagt í jötu, af því að það var ekkert rúm fyrir það í gistihúsinu." Þeir gengu í áttina að herbúð- unum. Antonius sagði annars hugar á leiðinni: „Ég veit ekki hvað verðum um þetta barn. Það mun eflaust lifa og deyja, eins og við verðum öll að gera. En þetta var mjög óvenjulegt barn. Það grét ekki. Heyrirðu hvað ég segi, Maríus? Það grét ekki.“ Marius svaraði hæðnisrómi: „Það er naumast að þú gerir veður út af nýfæddu barni, Hvað hét það?“ „Ég veit það ekki. Ef til vill — Leo.“ „Ef þetta hefði nú verið eitl- hvert stórmenni, sem var að fæð- ast, þá mundi ég skilja þig. En þetta var ekki annað en einn Gyðingakrakkinn í viðbót. Það er allt og sumt.“ Barnsaugu, sem bjuggu yfir vizku veraldar. Nýr heimur, annar heimur, þar sem rúm yrði fyrir alla í gistihúsinu. „Já,“ sagði Antonius. „Það er allt og sumt.“ Síðan gengu þeir inn í tjaldið. 50 VIKAN 50-tbl-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.